This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, apríl 30, 2004
Stutt i dag
Si.
Rigning i Guildford. Allt ad verda graent og fint.
Asta Pe, vinkona Maeju, buin ad vera i heimsokn hja okkur sidan a manudag. Hun yfirgaf pleisid i morgun.
Thaer stollur hafa verid a flakki vidsvegar um nagrannasveitir a medan eg hef dusad her i vinnunni og djoflast i Excel.
Gott mal.
Vid Maeja flytjum i nyja ibud a morgun. Edalflat a finum stad i Guildford. Stor gardur og allur pakkinn. Fullt af husgognum og heimabio fylgir med. Einnig turbomatarmixer og fullt af gestadynum og stuffi.
Sem sagt - gott mal.
Meira um ibudina sidar.
Nytt heimilisfang:
55 Stocton Road
Guildford
Surrey
GU1 1HD.
Allir velkomnir.
Prego.
12:32
laugardagur, apríl 24, 2004
Það er ýmislegt
"The mat was dull, neither very dark nor what could be described as a light dull. Its dullness may have derived from the material of which it was made, or the backing which showed through in places, an identical shade. It had never been another colour, fading to its present monotonous monochrome, and there were no patterns upon it - not even different patterns of what could be said to be dull. The places where the backing showed through revealed nothing in the way of a reason why it might have been worn, if worn it was. It could have disintegrated with age. It was an old mat. Of only slight interest was the fact that it was still there and had not been discarded as useless. It was a useless mat, too. It was a mat upon which not even a cat would have sat."
Já, þetta var nú aldeilis ágætt.
Í verðlaunasamkeppni í The Spectator nú í apríl var lesendum boðið að senda inn "the dullest imaginable opening paragraph of a novel."
Þetta paragraph varð hlutskarpast. Kemur svo sem ekki á óvart.
Sigurvegarinn fékk ₤25 og kassa af Cobra bjór.
Þeir prentuðu fimm aðra "dull" búta í blaðinu og skemmti ég mér við að lesa þá í flugvélinni á leið frá Róm til Stansted fyrir rúmri viku. Sjaldan hef ég hlegið eins mikið í flugvél. Allir virtust sofandi í kringum mig en ég grét af hlátri. Flugfreyjan hefur örugglega haldið að ég væri að missa vitið. Reyndar var ég búinn að fá mér nokkra bjóra sem spillti náttúrulega ekki fyrir.
Það er ýmislegt!
Fór á hljómsveitaræfingu í gærkvöldi. Í alvöru.
Arkenford Corporate Band. Við fimm gaurar úr vinnunni leigðum æfingarhúsnæði frá 19-23 í gærkvöldi og djömmuðum af krafti.
Stúdióið er inni í boga undir járnbrautarbrú hér í Guildford. Járnbrautin fer undir og bílar yfir. Við höfum því varla náð að bæta mikið við hljóðmengunina á svæðinu - bara blandast vel saman við pústhljóð og lestarskrölt.
Ég lamdi húðir af miklum móð og stóð mig náttúrulega mjög vel. Amk betur en flestir hinir hljóðfæraleikararnir. Bassinn var slappur og rythmagítarinn enn verri.
Þar sem ég hef ekki snert alvöru trommusett í tæp tíu ár og í raun ósköp lítið trommað á alvöru sett ever þá verð ég að segja að ég kom mér bara nokkuð á óvart. Hélt næstum takti og fílaði mig þrusuvel. Æfingar mínar í luftrommuleik sl. 15 ár komu sem sagt þrususterkar inn.
Hápunktur kvöldsins var "ágæt" útgáfa okkar af Rock n´ Roll eftir Led Zeppelin. Þá var sko hamrað á settið. Yahooooo.
Vinnuvikan gekk bara nokkuð vel. Ég náði áfangasigri í bráttu minni við gagnasafn sem inniheldur svör frá 1.8 milljón þáttakendum í 26 spurningakönnunum. Spurt var út í travel behaviour. Planið er að búa til heilmikinn gagnagrunn og greina hann í tætlur. Gögnin eru enn í 26 skrám og nú þarf ég að sameina þær í eina skrá án þess að tapa mikilvægum upplýsingum.
Þetta reynir á kallinn. Heilinn minn hamast en tölvan hamast enn meir. Held hún sé reyndar ca 3-4000 gígamegahertz þannig að hún er nokkuð viljug. Ljúfan.
Annað "dull" paragraph.
"The tarmac on the M25 is not all the same colour. There is a variation in the shades of grey, most noticably between the Hertfordshire and Surrey sections. They both have a basic warm grey solidity, but in Hertfordshire there is an added lightness, as though someone had flicked white rose petals into the mixer at the last moment. By contrast, the Surrey section has a darker edge, a coldness born of the clay substrate it is built upon, especially to the west of the M23 junction. Terrifyingly, these changes are not transmitted through the white lines. A white line is a white line. They impose their artificiality with a standardised callousness, not caring about their effect upon the sections of road they touch. Just like the accountants, thought Robert. They impose a structure without considering the basic effectiveness of the company they are auditing."
Magnað.
11:19
fimmtudagur, apríl 22, 2004
FrokenFix
Maeja bloggar um Sicily her.
Check it out.
11:38
mánudagur, apríl 19, 2004
No worries
Si - Við Mæja erum mætt aftur til Guildford eftir eðalfrí á miðju Miðjarðarhafi.
Sicily er málið. Paradísareyja á besta stað.
Prego.
Laugardagsmorgun 10. apríl.
Stansted - Genova - Catania (á austurströnd Sicily).
Við flugum fimm stykki frá UK með RyanAir og skiptum yfir í Lufthansa í Genova.
Bæjarstæðið í Genova hlítur að teljast með þeim flottari í Evrópu - og þótt víðar væri leitað. Há fjöllin ná næstum í sjó fram og byggðin liggur í fjallshlíðunum. Borgin sjálf virkaði hins vegar vera frekar óspennandi úr lofti. Hvað sem er nú að marka það.
Þó er gaman að segja frá því að næsti bær við Genova heitir Sturla - hvorki meira né minna.
Við lentum í Catania rétt eftir hádegi og beið Francesco eftir okkur á flugvellinum. Hann var í góðum gír og brunaði með okkur beint upp í fjölskylduvilluna sem stendur í hlíðum Etnu, í ca 400m hæð yfir sjávarmáli. Þorpið heitir Valverde og er rétt fyrir utan Catania sem er önnur stærsta borgin á Sicily, á eftir Palermo. Á Sicily þykir víst betra að búa aðeins hærra því þar verður nokkuð svalara á sumrin. Ekki veitir víst af.
Villan er kapítuli út af fyrir sig.
Þvílíkt eðalpleis. Líklega mesti eðall sem ég hef kynnst.
Stór og rammlega afgirt landareign þar sem rækaðar eru appelsínur, greipaldin, sítrónur, mandarínur, bananar, krydd og grænmeti. Eðlur á vappi og söngfuglar í sumarskapi.
Á þessu svæði er jarðvegurinn einkar frjósamur vegna gosefna sem Etna hefur spúið úr sér í gegnum tíðina og segja sumir að ávextirnir frá þessu svæði séu með þeim bestu sem um getur. Vínber og ólvíur og ótalmargt annað vex þarna líka en þó ekki í garðinum góða.
Ekki spillti heldur fyrir að nú er einmitt sítrusávaxta-season á Sicily og garðurinn því einkar djúsí. Maður rölti rétt nokkra metra til að fá sér safaríka og ferska appelsínu.
Tennisvöllur og stór verönd með sundlaug kórónuðu svo pakkann, ásamt útsýni yfir Etnu og Ionian sea.
Prego.
Bara rétt að vona að Etna hristi sig ekki mikið því hún hefur víst lagt borgir og bæi á þessu svæði í rúst oftar en einu sinni. Catania var t.d. jöfnuð við jörðu í miklum jarðskjálfta árið 1693.
Húsið sjálft var byggt fyrir ca 1860 og hefur víst nokkuð sögulegt gildi.
Árið 1860 leiddi Giuseppe Garibaldi her Piedmont-manna frá Norður-Ítalíu sem réðist inn í Sicily til að frelsa hana undan yfirráðum Spánverja. Þeir tóku fyrst vesturhluta eyjarinnar og færðu sig smám saman austur á bóginn. Catania var hernuminn undir rest og dvaldist Garibaldi víst í villunni góðu á þeim tíma.
Sem sagt höfðingjasetur með sögulegu ívafi.
Francesco er Caruso og kemur frá Torino á Norður-Ítalíu. Villan er í eigu fjölskyldunnar. Hann á kannski ættir að rekja til Garibaldi. Á eftir að spyrja hann betur út í það.
Það fór einkar vel um okkur í villunni og við eyddum góðum tíma á veröndinni enda veðrið stórfínt allan tímann. Sól og blíða og ca 25 stig. Vor í lofti og blómaangan og því engin ástæða til að hanga inni.
Morgunmatur úti á verönd. Nýkreistur appelsínusafi og nýbakað brauð og kruðerí úr þorpinu. Smá blundur í sólinni eftir morgunverð og svo skoðunarferð yfir hádaginn og stundum fram á kvöld. Þegar við eyddum kvöldunum heima var síðdegisölið (Moretti) sopið og grillað undir stjörnubjörtum himni. Grillkryddið var sótt í garðinn og ég hélt mér á mottunni á meðan Grikkinn og Ítalinn deildu um grillaðferðir Miðjarðarhafsmanna.
Vínið var næstum úr næsta garði og smakkaðist enn betur fyrir vikið.
Við höfðum tvo bíla til afnota og var mér falið bílstjórahlutverk.
Umferðarmenningin á Sicily er talsvert frábrugðin því sem við eigum að venjast í Norður-Evrópu. Kaos, kraðak, læti, flækja, frekja, stælar - eru orð sem koma upp í hugann. Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst ansi gaman að keyra við þessar aðstæður. Fílaði mig svolítið eins og tölvuleik þegar ég var að keyra mjóar götur, krappar beygjur, upp hæðir og í stórum umferðarhnútum í Catania. Vespur og mótórhjól troða sér hvar sem er, bíll við bíl og allir flautandi úr sync.
Þetta gekk þó allt saman vel og farþegar mínir, Mæja og Karen (dse German), virtust ekki vera neitt stressaðir.
Ja kannski fyrst, en síðan ekki söguna meir.
Meðal staða sem við heimsóttum má nefna kastalann í Aci Castello, þorpið Aci Trezza (þar úti við ströndina standa þrjú björg sem Kíklópar, sem bjuggu í Etnu, vörpuðu á eftir Oddyseifi skv. Iliad), borgirnar Syracusa, og Catania og bæinn Taormina.
Við sáum grískt amphitheatre (ca 2500 ára gamalt) og einnig annað rómverskt í Syracuse og kíktum á gamla bæinn sem var vægast sagt flottur.
Catania er stórborg byggð úr Etnu-grjóti sem er svart. Húsin eru því flest svört með hvítum marmaraköntum og gluggum. Mjög sérstakt en fallegt. Á fiskmarkaðnum var mikil stemming og ekki var næturlífið verra. Gott single-malt viskí var nánast gefið á einum barnum.
Við syntum í sjónum við Taormina í lítilli klettavík. Hann var svolítið kaldur enn svo ég dugði nú ekki lengi á svamli. Um miðjan maí er hann víst orðinn sæmilega góður fyrir sundsprett.
Bærinn Taormina stendur á bjargi ca 200 metra fyrir ofan ströndina. Flott hallandi bæjarstæði. Greek amphitheatre í bænum er staðsett þannig að áhorfendur hafa útsýni yfir Etnu og Ionian sea. Magnað pleis.
Þeir halda víst kvikmyndahátíð þar og þá fyllist bærinn af kvikmyndastjörnum - eins og er reyndar hefð fyrir. Ríka og fræga fólkið vandi komur sínar til bæjarins á 19. og 20. öld og naut lífsins á ströndinni og á börum og veitingastöðum.
Maður dettur í þann pakka síðar.
Svo fórum við náttúrulega upp á Etnu (3350m). Reyndar máttum við ekki fara alveg upp á topp því enn rýkur þar úr henni og ekki talið ráðlegt að senda túrista þangað. Við fórum þó eitthvað upp fyrir 2000m og röltum m.a. ofan í gíga frá 2001 gosinu. Magnað stuff.
Ég er nokkuð viss um að ég hafi sett persónulegt hæðarmet á fjalli í þessari ferð. Komst líklega eitthvað yfir 2200m - jafnvel 2300m. Fyrra met var 2119m á Hvannadalshnjúki. Verst þó að komast ekki upp á topp og bæta metið ærlega. Ég stóð mig þó betur en öflugur blaðamaður sem ég þekki sem eyddi páskunum í að klífa hæsta hól Hollands - ca 350m (úffa).
Ég verð þó að viðurkenna hér að þessi fjallaferð okkar reyndi meira á bifreið okkar en fætur. Etna er aflíðandi upp fyrir 2000m og því tilvalið að bruna upp á malbikuðum vegum.
Sem sagt allt saman alveg eðall á Sicily.
Og ég er ekki einu sinni búinn að minnast á veitingastaðina, ísinn, gömlu kallana á torgunum, fáránlega lágt verðlag og svo mætti lengi telja.
Alex the Greek, Karen dse German, Rhiannon the English, Francesco the Italian og Íslendingarnir tveir skemmtu sér konunglega á Sicily.
Okkur Mæju langar helst að fara þangað aftur og kíkja betur á vesturhlutann og sveitaþorpin inni í landi.
Nú er hægt að fljúga frá Gatwick flugvelli (rétt hjá Guildford) til Catania fyrir skít og kanel og því tilvalið að skella sér.
Snemma á föstudagsmorgun flugum við svo öll frá Catania til Rómar. Alex flaug svo beint heim til Grikklands en restin, fyrir utan Francesco, átti flug heim til UK klukkan hálfníu um kvöldið. Við áttum því góðan dag í Róm og var hann vel nýttur. Francesco þekkir borgina út og inn og var búinn að plana göngutúr framhjá helstu minnimerkjum, höllum, kirkjum, rústum og torgum. Þetta var mjög concentreraður göngutúr og ég held við höfum náð að dekka mjög góðan hluta af því helsta. Það var jafnvel tími fyrir nokkrar pæntur á meðan hellirigndi í ca tvo tíma eftir hádegi.
Við fengum því ágætis snapshot af Róm. Það var hins vegar ekkert meira en það.
Maður þarf að kíkja þangað aftur og melta borgina betur. Þvílíkt mikið að sjá.
Flug heim - mætt til Guildford um miðnætti. Búin á því en sátt við ferðalagið.
Líklega eitt það besta sem ég hef farið í.
19:41
föstudagur, apríl 09, 2004
Shake a leg
Um daginn rakst ég á merkilega grein.
“Should We Be Measuring Effect Size in Applied Behaviour Analysis? Höfundar greinarinnar eru Sigurdur Oli Sigurdsson og John Austin báðir hjá Western Michigan University.
Þeir félagar eru ekkert að skafa utan af hlutunum og skrifa:
“Effect size estimations are enjoying increased attention in statistical circles. In fact, there is a discernible shift away from traditional hypothesis testing among mainstream psychologists as such analyses cannot ever be demonstrations of ES or provide information on probabilities of effect replications. Effect size demonstrations for applied data can therefore provide a common ground for behaviour analysis practitioners and mainstream practitioners, and can lead to a more widespread appeal of our work.
Whereas statistical hypothesis testing is often misunderstood and incorrectly applied, the d statistic is a straightforward and simple measure of difference in standard units. The formula is easily applied as the calculations are quite straightforward to conduct.”
Þetta fullyrðir Siggi Óli bara si svona. Shake a leg! eins og ákveðinn aðili myndi segja.
Fyrir ekki svo löngu síðan var Siggi Óli svalur mótorhjólatöffari sem hlustaði á Sverri Stormsker og TV tunes, borðaði hlaup í morgunmat og bruður í kaffinu og dansaði á diskótekum Reykjavíkurborgar ber að ofan og alveg bláedrú.
Svo virðist sem Siggi Óli hafi fundið sér nýtt áhugamál.
Tölfræðitengdar pælingar og atferlisgreining.
Þegar ég hugsa til baka þá er ég ekki frá því að mjög ungur hafi hann einmitt sýnt þessum sviðum nokkurn áhuga. Sérstaklega tölfræðinni. Ég man t.d. vorið 1983 þegar við vorum í fótbolta með Eyjó reykblys (þetta var líklega einu ári eftir að Eyjó fann upp reykblysið fræga) á hallandi vellinum á Bakkavörinni að Siggi skorað glæsilegt mark, stöngin inn, og sagði svo: “Voddagól. Þetta mark sýnir svo ekki verður um villst að frammistaða mín í knattspyrnu fylgir ekki normaldreifingu heldur kí-kvaðrat dreifingu. Er einhver með bruður?”.
Ég skyldi náttúrulega ekkert hvað hann var að segja en í dag veit ég nákvæmlega hvað hann meinti og ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér. Kí-kvaðrat var það.
Ég gæti nefnt fleiri dæmi. Óbjagaðir metlar voru honum hugleiknir og oft var hann eitthvað að röfla um stýfingarskekkju. Það gerði hann sérstaklega eftir að hafa úðað í sig góðum skammti af bruðum með sultu og jafnvel kakómalti og einni eða tveimur saltpillum í eftirrétt. Ég vissi náttúrulega ekkert í minn haus um þessi mál enda bara polli eins og hann en ekki með jafn brennandi áhuga á tölfræði. Hann kom seinna og þá rann upp fyrir mér ljós.
Magnað hvað maður man hlutina vel. Alveg ótrúlegt.
Annars er maður bara kominn í gott frí og á leiðinni til Sicily á morgun. Föstudagurinn langi er frídagur hér í UK sem og annar í páskum. Ég mæti hins vegar ekki aftur til vinnu fyrr en mánudaginn 19. apríl. Þokkalegt.
Þeir spá víst ca 25 stiga hita og þokkalegri sól á austurströnd eyjarinnar í næstu viku svo við ættum að lifa þetta af.
Rokk og ról.
17:52
mánudagur, apríl 05, 2004
Surrey Hills
Surrey er þekkt fyrir náttúrufegurð og þykir sveitin í kringum Guildford nokkuð ljúf.
Árið 1958 voru The Surrey Hills formlega titlaðar "Area of Outstanding Natural Beauty" sem ætti að segja meira en mörg orð.
Guildford er í miðjum Surrey Hills og er því ekki langt fyrir okkur að fara til að sjá hvað menn meina með "Outstanding Natural Beauty". Það hafði lengi verið á stefnuskránni hjá okkur Mæju að fara í góðan göngutúr um sveitina hér í kring og létum við af því verða nú um helgina. Svæðið er vel "stígað" og ár brúaðar með reglulegu millibili svo að góðar gönguferðir eru leikur einn.
Við fetuðum National Trust göngustíg sem var kyrfilega merktur inn á Explorer 145 kortið mitt frá Ordnance Survey, einn á móti tuttuguogfimmþúsund af Guildford & Farnham, hvorki meira né minna.
Göngutúrinn byrjaði hjá hinum eðal White House pub í miðbæ Guildford og gengum við fyrst meðfram River Wey (sem er í raun kanall með vatnslásum og öllum græjum - River Way Navigation) ca 2-3 km. Á leiðinni mættum við nokkrum kanal-húsbátum sem dóluðu sér í áttina að Guildford. Kallinn aftur í að stýra, með kaffibolla í hendinni og konan inni í húsi að vaska upp eftir morgunmat, en samt tilbúin að opna og loka vantslásum þegar kallinn segir til. Virkar hreint ágætis ferðamáti.
Þegar við vorum komin framhjá Shalford beygðum við frá ánni og inn á grasi grónar og skógi vaxnar grundir. Hestar á beit og kanínur á....., kanínur á hlaupum.
Eftir nokkuð labb röltum við fram á Great Tangley Manor House. Hefðarsetur.
Þar sem hvergi stóð að við mættum ekki rölta inn fyrir hliðið þá röltum við náttúrulega inn fyrir hliðið og tókum andköf. Þvílíkur garður þar. Húsið var ekki verra. Sýki í kring, rósir og alls konar garða landscapes. Ég náði að smella einni mynd af Mæju í góðum gír með hefðar-gæsum áður en garðyrkjumaðurinn kom að og bað okkur um að hypja okkur. Yes Sir.
Við héldum því áfram göngu okkar á Downs Link göngustígnum fram hjá gömlu og virðulegu klaustri og stoppuðum næst í öggulitlu þorpi sem heitir Blackheath. Við vorum ekki lengi að finna pubbinn þar sem svo sem eins og pænta af Surrey ale rann ljúflega niður.
Áfram, framhjá WWI war memorial, og inn á svæði sem heitir St Martha. Þar var víst miðstöð púðurframleiðslu í Englandi fyrir á öldum, Chilworth Gunpowder factory. Lítil merki þess í dag.
Á þessum slóðum var sveitin orðin virkilega falleg, hæðir og hólar, allt grænt og gróið og afskaplega ljúft. Mig langaði bara ekkert í bæinn aftur.
Upp á St Martha´s Hill þar sem St Martha´s Church stendur. Gömul kirkja, sem stendur ein upp á hæðinni.
Þar vorum við komin inn á North Downs Way sem tók okkur svo aftur inn í miðbæ Guildford. Enn og aftur var útsýnið eðal-fallegt á leiðinni.
Í raun má segja að það taki ca 10 mín að rölta frá miðbæ Guildford og upp í sveit.
Ekki slæmt.
Við enduðum ferðina á White House pubbnum. Fengum okkur steak and ale pie og nokkra bjóra.
Góðu dagur og góð ferð. Röltum ca 10-15km og vorum 5 tíma á leiðinni.
Guildford hækkaði mikið í áliti hjá okkur eftir þessa ferð. Manni líður einhvern veginn betur hér vitandi af því að svo stutt er guðsgræna náttúruna.
20:28
|
|
|
|
|