This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, apríl 05, 2004  
Surrey Hills

Surrey er þekkt fyrir náttúrufegurð og þykir sveitin í kringum Guildford nokkuð ljúf.
Árið 1958 voru The Surrey Hills formlega titlaðar "Area of Outstanding Natural Beauty" sem ætti að segja meira en mörg orð.

Guildford er í miðjum Surrey Hills og er því ekki langt fyrir okkur að fara til að sjá hvað menn meina með "Outstanding Natural Beauty". Það hafði lengi verið á stefnuskránni hjá okkur Mæju að fara í góðan göngutúr um sveitina hér í kring og létum við af því verða nú um helgina. Svæðið er vel "stígað" og ár brúaðar með reglulegu millibili svo að góðar gönguferðir eru leikur einn.
Við fetuðum National Trust göngustíg sem var kyrfilega merktur inn á Explorer 145 kortið mitt frá Ordnance Survey, einn á móti tuttuguogfimmþúsund af Guildford & Farnham, hvorki meira né minna.

Göngutúrinn byrjaði hjá hinum eðal White House pub í miðbæ Guildford og gengum við fyrst meðfram River Wey (sem er í raun kanall með vatnslásum og öllum græjum - River Way Navigation) ca 2-3 km. Á leiðinni mættum við nokkrum kanal-húsbátum sem dóluðu sér í áttina að Guildford. Kallinn aftur í að stýra, með kaffibolla í hendinni og konan inni í húsi að vaska upp eftir morgunmat, en samt tilbúin að opna og loka vantslásum þegar kallinn segir til. Virkar hreint ágætis ferðamáti.

Þegar við vorum komin framhjá Shalford beygðum við frá ánni og inn á grasi grónar og skógi vaxnar grundir. Hestar á beit og kanínur á....., kanínur á hlaupum.

Eftir nokkuð labb röltum við fram á Great Tangley Manor House. Hefðarsetur.
Þar sem hvergi stóð að við mættum ekki rölta inn fyrir hliðið þá röltum við náttúrulega inn fyrir hliðið og tókum andköf. Þvílíkur garður þar. Húsið var ekki verra. Sýki í kring, rósir og alls konar garða landscapes. Ég náði að smella einni mynd af Mæju í góðum gír með hefðar-gæsum áður en garðyrkjumaðurinn kom að og bað okkur um að hypja okkur. Yes Sir.

Við héldum því áfram göngu okkar á Downs Link göngustígnum fram hjá gömlu og virðulegu klaustri og stoppuðum næst í öggulitlu þorpi sem heitir Blackheath. Við vorum ekki lengi að finna pubbinn þar sem svo sem eins og pænta af Surrey ale rann ljúflega niður.

Áfram, framhjá WWI war memorial, og inn á svæði sem heitir St Martha. Þar var víst miðstöð púðurframleiðslu í Englandi fyrir á öldum, Chilworth Gunpowder factory. Lítil merki þess í dag.
Á þessum slóðum var sveitin orðin virkilega falleg, hæðir og hólar, allt grænt og gróið og afskaplega ljúft. Mig langaði bara ekkert í bæinn aftur.
Upp á St Martha´s Hill þar sem St Martha´s Church stendur. Gömul kirkja, sem stendur ein upp á hæðinni.
Þar vorum við komin inn á North Downs Way sem tók okkur svo aftur inn í miðbæ Guildford. Enn og aftur var útsýnið eðal-fallegt á leiðinni.
Í raun má segja að það taki ca 10 mín að rölta frá miðbæ Guildford og upp í sveit.
Ekki slæmt.

Við enduðum ferðina á White House pubbnum. Fengum okkur steak and ale pie og nokkra bjóra.
Góðu dagur og góð ferð. Röltum ca 10-15km og vorum 5 tíma á leiðinni.

Guildford hækkaði mikið í áliti hjá okkur eftir þessa ferð. Manni líður einhvern veginn betur hér vitandi af því að svo stutt er guðsgræna náttúruna.

20:28

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.