This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, september 30, 2003  
Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.

Hér er allt á fullu þessa dagana.
Mæja er byrjuð á fullu í skólanum, verkefnin hellast yfir og tíminn hleypur frá henni.
Henni líst nokkuð vel á námið og ekki spillir fyrir að eitt helsta gúrúið í tourism planning fræðunum bæði kennir einn kúrsinn og er hennar náms-súpervisor.

Sjálfur er ég nokkuð bissí í vinnuleitinni. Fór til London í dag í viðtal á ráðningarstofu sem sérhæfir sig í ráðningum í marketing geiranum. Gekk bara nokkuð vel og þeir ætluðu jafnvel að cenda CV-ið mitt til nokkurra fyrirtækja sem vantar vanan gagnagreini. Sjáum til hvað kemur út úr því. Ég ætla að reyna að halda mér passlega bjartsýnum.

Ráðninarstofan er við Oxford St. og eftir viðtalið tölti ég mér á Russell Sq. og fékk mér kaffi og samloku í parkinum þar. Sól og blíða í London.
Síðan lá leiðin á British Museum. Þangað hafði ég aldrei komið fyrr og hafði ég nokkuð gaman af heimsókninni. Ég tók þetta allt á skynseminni og ákvað bara að skoða smá hluta af safninu að þessu sinni. Kíkti fyrst inn í The Reading Room þar sem Karl Marx, meðal annarra, stundaði sín skrif og grúsk þegar salurinn hýsti The British library. Fílaði mig afskaplega vel þarna inni.
Kíkti líka í Egyptian sculpture gallery, Greek and Roman safnið og endaði með Egyptian mummies. Þær voru allar mjög rólegar.
Stoppaði í ca tvo tíma inni. Það er alveg passlegur tími á svona heavy safni.
Aðgangur er ókeypis þannig að ég kem bara seinna og skoða rest.


19:41

laugardagur, september 27, 2003  
Eftir flutningana frá Bristol, ritgerðarskil, vinnulok Mæju og almennt frekar bissí tímabil, þótti okkur Mæju alveg tilvalið að fara í smá frí til útlanda. Fyrst vorum við að spá í frí á sólarströnd en einhvernveginn átti ég svolítið erfitt með að kyngja því. Leist satt best að segja ekkert á það sem var í boði á verði við okkar hæfi. Við ákváðum því að fara í borgarhopp. Eftir tveggja tíma törn á netinu vorum við búin að bóka og borga fyrir flug með RyanAir til Feneyja og gistingu á þriggja stjörnu hóteli í fjórar nætur. Ekki slæmt.

Við fórum á mánudeginum 15. og komum til baka föstudaginn 19. september. Ferðalagið frá Guildford til Stansted tók tæpa þrjá tíma. Við þurftum að taka lestina héðan og á Waterloo, fara í subway yfir á Liverpool Street og þaðan með Stansted Express lestinni til Stansted.

RyanAir flugið klikkaði ekki. Við fengum prýðisútsýni yfir Alpana, sérstaklega Dolomita svæðið í Norður-Ítalíu. Það var fannst mér mjög við hæfi því kvöldið áður höfðum við horft á Stallone myndina Cliffhanger á BBC. Þessi mynd var að miklu leyti tekinn upp í Dolomita Ölpunum. Gaman að því.

Lentum í Trevisio. Flugvöllurinn þar er álíka stór og flugvöllurinn á Egilsstöðum sem er fínt því þá gengur allt mun hraðar fyrir sig og mun einfaldara er að komast út heldur en á stóru flugvöllunum. Hótelið okkar var í Mestre sem er hluti af Venezia svæðinu en á meginlandinu. Rútan þangað frá flugvellinum tók ca klukkutíma.

Mér finnst bráðsniðugt hjá RyanAir að lenda á litlum flugvöllum sem eru aðeins lengra frá borgunum en aðalflugvellirnir. Þetta heldur verðinu niðri og hvern munar svo um að sitja kannski 30 mín lengur í rútu en ef lent væri á aðalflugvellinum. Menn eyða öðrum eins tíma í röðum og rugli á stóru völlunum.

Við lentum síðdegis og vorum ekki komin inn á hótel fyrr en um kvöldmatarleytið. Við ákváðum því að eyða kvöldinu bara í Mestre. Bærinn er einn sá slappasti sem ég hef kynnst. Ljótur og leiðinlegur. Okkur tókst samt að finna einn besta veitingastaðinn í bænum, skv guide bókinni okkar. Fínn og kósí staður og greinilega bara innfæddir á svæðinu. Það ku vera gæðamerki. Mæja fékk sér kanínu og ég kálfskinn. Maturinn bragðaðist mjög vel, sérstaklega kartöflurétturinn sem við fengum okkur. Steikar kartöflur með rósmarín og fleiru. Jömmí.

Daginn eftir var brunað með strætó út í aðaleyjuna, Venezia. Hún er tengd við meginlendið með ca 6 km langri brú. Það var þvílíkt flott að keyra á brúnni með útsýni yfir Venezia og virða fyrir sér the skyline. Exotic turnar og hvelfingar á hverju strái.
Næstu þrír dagar fóru svo í að skoða borgina og eyjarnar í kring. Borgin kom mér nokkuð á óvart. Ég bjóst ekki við því að hún væri svona mikið sundurskorin af kanölum. Þeir eru bókstaflega út um allt í sumum hverfum. Úr verður alveg heljarinnar völundarhús, skreytt höllum, kirkjum og öðru fíneríi. Aðal-kanallinn, Grand Canal, er lífæðin í borginni. Bátaumferðin þar minnir helst á bissí umferðargötu. Vatna taxar, strætóbátar, löggubátar, sjúkrabátar, slökkviliðstbátar, gondólar, flutningabátar og allt þar á milli.

Við vorum dugleg að kíkja inn í helstu hallir og kirkjur og upp í turna til að fá útsýni. Veðrið var eðalgott, sól og blíða. Við fórum líka í nokkuð langa siglingu út í eyjuna Burano og skoðuðum okkur vel um þar. Á leiðinni til baka tókst okkur að ná sætum úti og fremst í skipinu þar sem útsýnið er best. Leiðin lá á milli allra helstu eyjanna og endaði hjá St Mark´s Square. Ekki slæm leið.

Maður lét svo ekki sitt eftir liggja í ísáti eða öðru áti yfirhöfuð. Saddur og sæll.
Mæja átti heldur ekkert í erfiðleikum með matarlystina.

Fimm 36 mynda filmum síðar var svo flogið heim til UK. Í farteskinu var aðeins einn minjagripur; Ítalíu-derhúfa sem ég neyddist til að kaupa til að koma veg fyrir ofhitnun á skalla.
Mér kæmi ekki á óvart þó að asísku ferðamennirnir, sem voru þarna í tonnavís, hafi farið heim með aðeins fleiri og dýrari minjagripi. Þeir voru sérstaklega áberandi í kringum dýrustu búðirnar í borginni að kaupa sér Prada, Versace, Gucci og sa videre. Maður er lítið í þeim pakka um þessar mundir.

Sem sagt, prýðisferð á magnaðan stað.

Þeir sem fljúga með IceExpress frá Íslandi lenda á Stansted sem er einmitt aðalfugvöllur RyanAir. Þeir eru með mjög lág fargjöld út um alla Evrópu. Líklega fleiri en 30 áfangastaðir. Single til Feneyja kostaði t.d. 25 pund + skattar (þeir eru reyndar rétt um 20 pund). Það er því lítið mál að búa til góða roundtrip frá og til Íslands með IceExpress og RyanAir. Við Mæja erum t.d. nokkuð spennt fyrir að fljúga til Napóli, stoppa þar í nokkra daga, sigla til Sikileyjar og fljúga svo þaðan til Stansted. Möguleikarnir eru amk mjög margir.

16:56

föstudagur, september 26, 2003  
Gleðilegan föstudag

Í dag er mánuður síðan ég skilaði inn ritgerðinni. Enn hef ég ekki fengið opinbera einkunn en mér skilst að UWE menn séu nokkuð sáttir við verkið og því geri ég ráð fyrir því að útskrifast í nóvember næstkomandi. Ég held að athöfnin fari fram 16. eða 17. nóvember, í Bristol. Auðvitað mætir maður á svæðið og fagnar áfanganum. Vonandi næ ég að draga Mæju frá námsbókunum svo ég verði nú ekki alveg aleinn á staðnum. Þetta verður líklega síðasti séns fyrir vini og vandamenn að hitta okkur í Bristol og fá guided tour um borgina.

Arnar kíkti einmitt í heimsókn til Bristol í lok ágúst og var allnokkuð gaman hjá okkur. Hann kom seint á fimmtudagskvöldi og fór aftur á þriðjudegi þannig að við höfðum nægan tíma til að tölta um borgina, kíkja á helstu pubba og veitingastaði etc. Meiraðsegja hittist svo vel á að á laugardeginum var leikur Everton og Liverpool sýndur í beinni á hverfispubbnum. Við byrjuðum því daginn á góðu fry up og fórum svo beint á pubbinn að styðja okkar menn. Quality time.

Við kíktum líka til Bath, sem er rétt hjá Bristol. Sá bær er ansi magnaður og ekki leiðinlegt að rölta þar um. Reyndar er skemmtilegra að fljúga yfir bæinn í loftbelg. Það gerðum við Mæja einmitt daginn eftir að Frexið fór frá Bristol. Mæja var svo rausnarleg að splæsa í flugferð í loftbelg í tilefni af ritgerðarskilum. Þetta var alltaf á stefnuskránni hjá okkur því ósjaldan höfðum við séð loftbelgi svífa yfir Freemantle Gardens í Bristol og fundist þetta helv magnað.
Upphaflega áttum við að fljúga yfir Bristol en vegna þess að vindur blés í átt að flugvelli Bristol-manna þá var ákveðið að fljúga frekar frá Bath. Ekki leist okkur verra á það. Svo sem ekki neitt sniðugt heldur að vera að flækjast fyrir þotunum.

Belgurinn var blásinn upp í parki við hliðina á Royal Crescent í Bath. Þar voru tenórarnir þrír einmitt með tónleika fyrir stuttu. Ég fékk að aðstoða svolítið við að blása upp belginn og hafði mikið gaman af. Fyrst þarf að breiða úr belgnum á túninu og svo er byrjað á því að blása köldu lofti í hann með stórum blásara. Ég og annar gaur stóðum sitthvoru megin við opið á belgnum og héldum honum opnum á meðan.
Þegar belgurinn var orðinn sæmilega útblásinn skipti flugstjórinn yfir í heita loftið. Hann er með amk tvær tegundir af eldsneyti. Líklega gas og hreinsað bensín (kerosene). Hreinsaða bensínið gefur frá sér heitari loga (held ég) og þar með meiri "hækkunarkraft" þegar komið er á loft. Belgurinn var fljótur að tútna út þegar heita loftinu var blásið í og var mikið action að halda í opið á meðan. Gaman að sjá blöðruna stækka og stækka.

Á endanum var allt í orden, belgurinn útblásinn og farinn að svífa. Þá hoppuðum við farþegarnir í körfuna og landfestar voru leystar. Það var mögnuð tilfinning að svífa hægt upp frá jörðu. Fyrst upp fyrir trén, svo bara hærra og hærra. Við vorum ekki einu sinni í belti eða neinu þess háttar. Bara laus í körfunni. Mér fannst það smá skerí þegar við vorum komin í 5000 feta hæð. Þar dróg kapteinninn upp kampavín sem var vel þegið. Ég hef sjaldan skálað í betra útsýni.

Svo var svifið yfir bæinn og út yfir sveitina. Þegar belgurinn fór að lækka flugið þá var bara kveikt á brennaranum og blásið vel í af heitu lofti. Circa 10 sekúndum síðar fann maður fyrir því að belgurinn fór að hækka sig aftur. Mér fannst samt eiginlega mest magnað þegar við svifum rólega yfir trjátoppunum, ca 30-40 metra fyrir ofan þá. Mjög róandi tilfinning því það heyrist ekkert í farartækinu (nema þegar brennarinn er í gangi).
Eftir klukktutíma flug var lenti á miðjum akri og belgnum pakkað saman eins og tjaldi. Lendingin var mjög mjúk. Varla að maður tæki eftir henni.

Ég get hiklaust mælt með þessu. Eitt af því eftirminnilegasta sem ég hef gert.

Tékkið á
www.bristolballoons.co.uk

10:28

miðvikudagur, september 24, 2003  
Jæja
þá erum við nettengd á ný.

Eins og kunnugt er þá erum við Mæja flutt frá Bristol-borg til Guildford-bæjar í Surrey-sýslu. Surrey er næsta sýsla við Greater London svæðið. Mér sýnist Guildford vera aðalbærinn í sýslunni. Ég veit reyndar ekki enn hversu margir búa hér en það ætli það séu ekki nokkrir tugir þúsunda á svæðinu. Tuttugu til fjörutíu er mitt gisk. Aðrir stærri bæir í Surrey eru Woking og Staines. Svo er Gatwick flugvöllur líka í sýslunni.

Lestarferð frá Guildford til Waterloo í mið-London tekur 35 mínútur og ganga
lestir á ca 15 mín fresti allan liðlangan daginn. Það er því ekki mikið mál að hendast til London, eins og við Mæja höfum gert tvisvar síðan við fluttum hingað.

Bærinn Guildford er er alveg indæll. Hér býr frekar efnað fólk í villum með stórum görðum. Miðbærinn er umkringdur tveimur skógi vöxnum hæðum og þar eru villurnar hver innan um aðra. Áin Wye rennur svo á milli hæðanna og miðbærinn er upp af ánni.

Háskólasvæðið er ca 2 km frá miðbænum. Þar búum við. Íbúðin er rúmgóð en þokkalega ljót. Hún er samt öll að koma til með smá fifferíi frá okkur Mæju. Vantar bara sófa og þá væri þetta bara stórfínt. Eldhúsið er stórt og rúmar vel tvo kokka. Svo er þessi líka fína sturta sem okkur þykir mikill lúxus eftir að hafa þurft að láta baðkarið nægja okkur í Bristol. Svefnherbergið er vel stórt og þar er Mæja með lærdómsaðstöðu.

Flestir íbúar hér á görðunum sýnist mér vera ca 18-20 ára og af asískum uppruna. Ég er því ekki frá því að ég skeri mig aðeins úr hér. Að nálgast þrítugt og frekar ljós yfirlitum. Ég er "kallinn" í húsinu. Það er alveg ný reynsla.
Háskólasvæðið lítur vel út. Flestar byggingar eru frekar nýlegar og allt voða gróið og flott. Tjörn með svönum og öndum setur svo punktinn yfir i-ið.

Mæja var einmitt að byrja í skólanum í dag. Þetta kallast induction week. Ekkert alvarlegt nám í gangi en verið að kynna skólann, námið o.s.frv. Ég held að hún sé í kokteil núna. Sem sagt byrjað af krafti hér í Guildford.
Í næstu viku byrjar svo námið fyrir alvöru.

Sjálfur er ég byrjaður af krafti að leita að vinnu. Eiginlega gat ég ekki sett leitina neitt alvarlega af stað fyrr en netið var komið í lag. Svo er bara að sjá hvað setur. Það er fullt af störfum á lausu í mínum geira. Spurningin er hversu margir eru um hituna. Ég kemst væntanlega að því fyrr en síðar.
Ég veit amk að það væri lítið mál fyrir mig að vinna í London því samgöngurnar héðan eru það góðar. Þá þyrfti ég náttúrulega líka að taka subway í London sem er víst ansi troðið á morgnana. Ég ætti því að gera ráð fyrir ca klukktutíma ferðalagi í vinnuna.

Við kíktum einmitt til London sl. sunnudag. Fórum út á Waterloo og röltum meðfram suðurbakka Thames. Sáum m.a. galdramanninn David Blaine í glerbúrinu sínu. Hann hangir ekki yfir ánni heldur yfir moldarflagi við hliðina á ráðhúsi Hr Livingstone borgarstjóra hjá Tower-bridge. Undir búrinu var ein allsherjar-þvaga af fólki að fylgjast með David. Hann bara lá á naríunum í búrinu sínu og svaf. Merkilegt, eða hvað?

Svo röltum við upp á Brick Lane þar sem Guðrún Norðfjörð býr. Þar var boðið í grill og fínerí. Þar sátum við í bakgarðinum, ásamt nokkrum fleiri Íslendingum sem eru búsettir í London, og skeggræddum málin og drukkum nokkra öllara. Alls ekki slæmt.

17:24

þriðjudagur, september 23, 2003  
Enn er allt i tomu rugli med netmal. Tad er ekki gott tvi netid er alveg bradnaudsynlegt i vinnuleit.
Redda thessu snart.

Margt og mikid hefur gerst sidan 26. agust. Frexid gerdi allt brjalad i Bristol og Bath. Vid Maeja flugum i loftbelg yfir Bath, fluttum til Guildford a litlum Pusjo, forum i fri til Feneyja og margt fleira. Meira um thetta sidar.

13:48

mánudagur, september 22, 2003  
Jamm
Enn eru tolvumal i olestri hja okkur her i Guildford.
Internetproviderinn er i tomu rugli og illa gengur ad fa pakkann til a virka.
Vonast til ad geta reddad thessu a naestu dogum.
Bloggid aetti tvi ad lifna vid von bradar.

13:24

 
This page is powered by Blogger.