This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, september 30, 2003  
Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.

Hér er allt á fullu þessa dagana.
Mæja er byrjuð á fullu í skólanum, verkefnin hellast yfir og tíminn hleypur frá henni.
Henni líst nokkuð vel á námið og ekki spillir fyrir að eitt helsta gúrúið í tourism planning fræðunum bæði kennir einn kúrsinn og er hennar náms-súpervisor.

Sjálfur er ég nokkuð bissí í vinnuleitinni. Fór til London í dag í viðtal á ráðningarstofu sem sérhæfir sig í ráðningum í marketing geiranum. Gekk bara nokkuð vel og þeir ætluðu jafnvel að cenda CV-ið mitt til nokkurra fyrirtækja sem vantar vanan gagnagreini. Sjáum til hvað kemur út úr því. Ég ætla að reyna að halda mér passlega bjartsýnum.

Ráðninarstofan er við Oxford St. og eftir viðtalið tölti ég mér á Russell Sq. og fékk mér kaffi og samloku í parkinum þar. Sól og blíða í London.
Síðan lá leiðin á British Museum. Þangað hafði ég aldrei komið fyrr og hafði ég nokkuð gaman af heimsókninni. Ég tók þetta allt á skynseminni og ákvað bara að skoða smá hluta af safninu að þessu sinni. Kíkti fyrst inn í The Reading Room þar sem Karl Marx, meðal annarra, stundaði sín skrif og grúsk þegar salurinn hýsti The British library. Fílaði mig afskaplega vel þarna inni.
Kíkti líka í Egyptian sculpture gallery, Greek and Roman safnið og endaði með Egyptian mummies. Þær voru allar mjög rólegar.
Stoppaði í ca tvo tíma inni. Það er alveg passlegur tími á svona heavy safni.
Aðgangur er ókeypis þannig að ég kem bara seinna og skoða rest.


19:41

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.