This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
laugardagur, september 27, 2003  
Eftir flutningana frá Bristol, ritgerðarskil, vinnulok Mæju og almennt frekar bissí tímabil, þótti okkur Mæju alveg tilvalið að fara í smá frí til útlanda. Fyrst vorum við að spá í frí á sólarströnd en einhvernveginn átti ég svolítið erfitt með að kyngja því. Leist satt best að segja ekkert á það sem var í boði á verði við okkar hæfi. Við ákváðum því að fara í borgarhopp. Eftir tveggja tíma törn á netinu vorum við búin að bóka og borga fyrir flug með RyanAir til Feneyja og gistingu á þriggja stjörnu hóteli í fjórar nætur. Ekki slæmt.

Við fórum á mánudeginum 15. og komum til baka föstudaginn 19. september. Ferðalagið frá Guildford til Stansted tók tæpa þrjá tíma. Við þurftum að taka lestina héðan og á Waterloo, fara í subway yfir á Liverpool Street og þaðan með Stansted Express lestinni til Stansted.

RyanAir flugið klikkaði ekki. Við fengum prýðisútsýni yfir Alpana, sérstaklega Dolomita svæðið í Norður-Ítalíu. Það var fannst mér mjög við hæfi því kvöldið áður höfðum við horft á Stallone myndina Cliffhanger á BBC. Þessi mynd var að miklu leyti tekinn upp í Dolomita Ölpunum. Gaman að því.

Lentum í Trevisio. Flugvöllurinn þar er álíka stór og flugvöllurinn á Egilsstöðum sem er fínt því þá gengur allt mun hraðar fyrir sig og mun einfaldara er að komast út heldur en á stóru flugvöllunum. Hótelið okkar var í Mestre sem er hluti af Venezia svæðinu en á meginlandinu. Rútan þangað frá flugvellinum tók ca klukkutíma.

Mér finnst bráðsniðugt hjá RyanAir að lenda á litlum flugvöllum sem eru aðeins lengra frá borgunum en aðalflugvellirnir. Þetta heldur verðinu niðri og hvern munar svo um að sitja kannski 30 mín lengur í rútu en ef lent væri á aðalflugvellinum. Menn eyða öðrum eins tíma í röðum og rugli á stóru völlunum.

Við lentum síðdegis og vorum ekki komin inn á hótel fyrr en um kvöldmatarleytið. Við ákváðum því að eyða kvöldinu bara í Mestre. Bærinn er einn sá slappasti sem ég hef kynnst. Ljótur og leiðinlegur. Okkur tókst samt að finna einn besta veitingastaðinn í bænum, skv guide bókinni okkar. Fínn og kósí staður og greinilega bara innfæddir á svæðinu. Það ku vera gæðamerki. Mæja fékk sér kanínu og ég kálfskinn. Maturinn bragðaðist mjög vel, sérstaklega kartöflurétturinn sem við fengum okkur. Steikar kartöflur með rósmarín og fleiru. Jömmí.

Daginn eftir var brunað með strætó út í aðaleyjuna, Venezia. Hún er tengd við meginlendið með ca 6 km langri brú. Það var þvílíkt flott að keyra á brúnni með útsýni yfir Venezia og virða fyrir sér the skyline. Exotic turnar og hvelfingar á hverju strái.
Næstu þrír dagar fóru svo í að skoða borgina og eyjarnar í kring. Borgin kom mér nokkuð á óvart. Ég bjóst ekki við því að hún væri svona mikið sundurskorin af kanölum. Þeir eru bókstaflega út um allt í sumum hverfum. Úr verður alveg heljarinnar völundarhús, skreytt höllum, kirkjum og öðru fíneríi. Aðal-kanallinn, Grand Canal, er lífæðin í borginni. Bátaumferðin þar minnir helst á bissí umferðargötu. Vatna taxar, strætóbátar, löggubátar, sjúkrabátar, slökkviliðstbátar, gondólar, flutningabátar og allt þar á milli.

Við vorum dugleg að kíkja inn í helstu hallir og kirkjur og upp í turna til að fá útsýni. Veðrið var eðalgott, sól og blíða. Við fórum líka í nokkuð langa siglingu út í eyjuna Burano og skoðuðum okkur vel um þar. Á leiðinni til baka tókst okkur að ná sætum úti og fremst í skipinu þar sem útsýnið er best. Leiðin lá á milli allra helstu eyjanna og endaði hjá St Mark´s Square. Ekki slæm leið.

Maður lét svo ekki sitt eftir liggja í ísáti eða öðru áti yfirhöfuð. Saddur og sæll.
Mæja átti heldur ekkert í erfiðleikum með matarlystina.

Fimm 36 mynda filmum síðar var svo flogið heim til UK. Í farteskinu var aðeins einn minjagripur; Ítalíu-derhúfa sem ég neyddist til að kaupa til að koma veg fyrir ofhitnun á skalla.
Mér kæmi ekki á óvart þó að asísku ferðamennirnir, sem voru þarna í tonnavís, hafi farið heim með aðeins fleiri og dýrari minjagripi. Þeir voru sérstaklega áberandi í kringum dýrustu búðirnar í borginni að kaupa sér Prada, Versace, Gucci og sa videre. Maður er lítið í þeim pakka um þessar mundir.

Sem sagt, prýðisferð á magnaðan stað.

Þeir sem fljúga með IceExpress frá Íslandi lenda á Stansted sem er einmitt aðalfugvöllur RyanAir. Þeir eru með mjög lág fargjöld út um alla Evrópu. Líklega fleiri en 30 áfangastaðir. Single til Feneyja kostaði t.d. 25 pund + skattar (þeir eru reyndar rétt um 20 pund). Það er því lítið mál að búa til góða roundtrip frá og til Íslands með IceExpress og RyanAir. Við Mæja erum t.d. nokkuð spennt fyrir að fljúga til Napóli, stoppa þar í nokkra daga, sigla til Sikileyjar og fljúga svo þaðan til Stansted. Möguleikarnir eru amk mjög margir.

16:56

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.