This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
föstudagur, september 26, 2003
Gleðilegan föstudag
Í dag er mánuður síðan ég skilaði inn ritgerðinni. Enn hef ég ekki fengið opinbera einkunn en mér skilst að UWE menn séu nokkuð sáttir við verkið og því geri ég ráð fyrir því að útskrifast í nóvember næstkomandi. Ég held að athöfnin fari fram 16. eða 17. nóvember, í Bristol. Auðvitað mætir maður á svæðið og fagnar áfanganum. Vonandi næ ég að draga Mæju frá námsbókunum svo ég verði nú ekki alveg aleinn á staðnum. Þetta verður líklega síðasti séns fyrir vini og vandamenn að hitta okkur í Bristol og fá guided tour um borgina.
Arnar kíkti einmitt í heimsókn til Bristol í lok ágúst og var allnokkuð gaman hjá okkur. Hann kom seint á fimmtudagskvöldi og fór aftur á þriðjudegi þannig að við höfðum nægan tíma til að tölta um borgina, kíkja á helstu pubba og veitingastaði etc. Meiraðsegja hittist svo vel á að á laugardeginum var leikur Everton og Liverpool sýndur í beinni á hverfispubbnum. Við byrjuðum því daginn á góðu fry up og fórum svo beint á pubbinn að styðja okkar menn. Quality time.
Við kíktum líka til Bath, sem er rétt hjá Bristol. Sá bær er ansi magnaður og ekki leiðinlegt að rölta þar um. Reyndar er skemmtilegra að fljúga yfir bæinn í loftbelg. Það gerðum við Mæja einmitt daginn eftir að Frexið fór frá Bristol. Mæja var svo rausnarleg að splæsa í flugferð í loftbelg í tilefni af ritgerðarskilum. Þetta var alltaf á stefnuskránni hjá okkur því ósjaldan höfðum við séð loftbelgi svífa yfir Freemantle Gardens í Bristol og fundist þetta helv magnað.
Upphaflega áttum við að fljúga yfir Bristol en vegna þess að vindur blés í átt að flugvelli Bristol-manna þá var ákveðið að fljúga frekar frá Bath. Ekki leist okkur verra á það. Svo sem ekki neitt sniðugt heldur að vera að flækjast fyrir þotunum.
Belgurinn var blásinn upp í parki við hliðina á Royal Crescent í Bath. Þar voru tenórarnir þrír einmitt með tónleika fyrir stuttu. Ég fékk að aðstoða svolítið við að blása upp belginn og hafði mikið gaman af. Fyrst þarf að breiða úr belgnum á túninu og svo er byrjað á því að blása köldu lofti í hann með stórum blásara. Ég og annar gaur stóðum sitthvoru megin við opið á belgnum og héldum honum opnum á meðan.
Þegar belgurinn var orðinn sæmilega útblásinn skipti flugstjórinn yfir í heita loftið. Hann er með amk tvær tegundir af eldsneyti. Líklega gas og hreinsað bensín (kerosene). Hreinsaða bensínið gefur frá sér heitari loga (held ég) og þar með meiri "hækkunarkraft" þegar komið er á loft. Belgurinn var fljótur að tútna út þegar heita loftinu var blásið í og var mikið action að halda í opið á meðan. Gaman að sjá blöðruna stækka og stækka.
Á endanum var allt í orden, belgurinn útblásinn og farinn að svífa. Þá hoppuðum við farþegarnir í körfuna og landfestar voru leystar. Það var mögnuð tilfinning að svífa hægt upp frá jörðu. Fyrst upp fyrir trén, svo bara hærra og hærra. Við vorum ekki einu sinni í belti eða neinu þess háttar. Bara laus í körfunni. Mér fannst það smá skerí þegar við vorum komin í 5000 feta hæð. Þar dróg kapteinninn upp kampavín sem var vel þegið. Ég hef sjaldan skálað í betra útsýni.
Svo var svifið yfir bæinn og út yfir sveitina. Þegar belgurinn fór að lækka flugið þá var bara kveikt á brennaranum og blásið vel í af heitu lofti. Circa 10 sekúndum síðar fann maður fyrir því að belgurinn fór að hækka sig aftur. Mér fannst samt eiginlega mest magnað þegar við svifum rólega yfir trjátoppunum, ca 30-40 metra fyrir ofan þá. Mjög róandi tilfinning því það heyrist ekkert í farartækinu (nema þegar brennarinn er í gangi).
Eftir klukktutíma flug var lenti á miðjum akri og belgnum pakkað saman eins og tjaldi. Lendingin var mjög mjúk. Varla að maður tæki eftir henni.
Ég get hiklaust mælt með þessu. Eitt af því eftirminnilegasta sem ég hef gert.
Tékkið á
www.bristolballoons.co.uk
10:28
|
|
| |
|
|
|