This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, mars 17, 2003  
Úffa sagði maðurinn.
Já það má segja að það hafi verið sannkallað stuttbuxnaveður hér í dag. Samkvæmt mínum útreikningum er þetta fyrsti stuttbuxnadagur ársins hér í Bristol og ber að fagna því. Það var bara funheitt og fínt hér á veröndinni í morgun. Ég sat úti í sólinni og las mín fræði á meðan Mæja sat inni í skuggnaum í ró og næði. Síðan fór hún niður í bæ að spóka sig áður en hún þufti að mæta í vinnuna. Síðast fréttist af henni í Kastalagarðinum að borða kruðerí úr næsta bakaríi. Ekki slæmt.

Sjálfur fór ég í sérdeilis frumlegan labbitúr þar sem ég þræddi hina ólíklegstu krókaleiðir hér í nágrenninu. Ekki var ég í stuttbuxum að þessu sinni heldur í brúnum flauelsbuxum og grárri skyrtu. Sem sagt ofsalega lítið sumarlegur. Ég er heldur ekkert áfjáður í að exposa mínar hvítu bífur hér í miðri borginni. Vegfarendur fengju ofbirtu í augun. Ekki viljum við það.

Eastville Park, hér við hliðina iðar af lífi á svona góðviðrisdögum. Ísbíllinn er mættur eldsnemma á morgnana og rólóinn er fullur af litskrúðugum krökkum og húðlötum foreldrum sem hanga á grindverkinu og reykja og háma í sig ís á meðan þeir fylgjast með snáðunum sínum puðrast í sandinum. Hundaeigendur elska garðinn og mæta á hverjum degi með kúkapoka og prik sem hundarnir elska að ná í. Á meðan er vinnuvélar að gera upp tjörnina og rífa bátaskýlin. Það verður spennandi að sjá útkomuna. Ég hef séð myndir af þessari tjörn frá ca 1900. Þá mættu konur og kallar á sunndögum eftir kirkju og réru um tjörnina á litlum bátum. Mikil rómantík þar. Kannski þeir detti í retro pakkann og bjóði upp á bátaleigu þarna í sumar. Þá mætir maður með hatt sinn og staf. Ekki spurning.

Þeir spá svona veðri aftur á morgun. Jafnvel að það verði aðeins betra. Mæja verður í fríi svo við ætlum að gera okkur glaðan dag og gera eitthvað skemmtilegt í bænum.



17:40

fimmtudagur, mars 13, 2003  
Já það má segja að ég hafi verið svolítið latur við að skrifa inn á bloggið mitt síðustu daga. Við skulum bara kalla það netleti.

Róðurinn er að þyngjast nokkuð í skólanum, pressan að aukast, því nú fer að styttast í verkefnaskil. Ég þarf að skila fjórum verkefnum fyrir páska og tveimur eftir páska. Svo taka prófin við. Þetta ætti svo sem allt að ganga upp á endanum. Það gerir það alltaf.
Ég er næstum búinn að finna mér efni í lokaritgerðina. Ég hef mikið verið að pæla í þessu síðustu vikur og mér sýnist ég vera kominn niður á ansi spennandi og jafnvel hagnýtt verkefni. Nú er bara spurning um að þrengja aðeins sviðið og negla þetta niður.

Mæja fór til London í gær að heimsækja Hrund og Dóra frá Íslensku auglýsingastofunni. Hann er í heimsókn hjá Hrund um þessar mundir. Ég er því einn heima hér í Bristol í fyrsta skipti. Maður verður að harka það af sér þangað til á morgun þegar Mæja kemur til baka.

Annars er það helst að frétta af Tony Blair að menn tala nú vart um annað en hvað hann sé í slæmri klípu um þessar mundir. The worst case scenario er orðið að raunveruleika hjá honum. Menn eru farnir að tala um regime change í UK áður en það gerist í Írak. Þá myndi Saddam gráta af gleði. Og ekki er Chirac neitt sérstaklega mikið að hjálpa Blair í þessum málum. Hann segir bara "non".
Ofan á allt þetta bætist að efnahagurinn er á niðurleið hér. Einkaneysla er að dragast nokkuð saman en hún hefur í raun haldið efnahagnum hér gangandi sl mánuði. Svo eru verðbréfavístitölur á hraðri niðurleið. 7 year low á FTSE vísitölunni. Í gær missti hún 5% af verðgildi sínu sem reiknast víst sem um 40 milljarðar punda. Það er 3 sinnum landsframleiðsla í Írak. Saddam hlýtur að gráta enn meira yfir þessum fréttum.
Annars er það helst að frétta af Saddam að frændi hans var að kaupa demanta fyrir hann í Tailandi fyrir milljónir dollara. Menn eru því farnir að velta því fyrir sér hvort Saddam sé að plana undankomuleið ef innistæður hans í svissneskum bönkum yrðu nú frystar.
Svo er víst verið að gera upp íraska sendiráðið í París fyrir formúgu fjár. Kannski Chirac sé búinn að bjóða Saddam hæli. Frakkar hafa nú oft áður hýst umdeilda gaura frá middle east og víðar.

11:40

föstudagur, mars 07, 2003  
My Big Fat Greek Wedding er lélegasta bíómynd sem ég hef séð í langan tíma. Við sáum hana í bíó hér sl. haust. Myndin var voða vinsæl og fjölmiðlar og fólk að tala um hvað þetta væri nú ægilega skemmtileg ræma. Hressandi haustupplyfting.
Strax á fyrstu mínútum myndarinnar sá ég að það var eitthvað heimskulegt og hálfvitalegt við þessa mynd. Ófyndið helvíti eins og einhver myndi orða það (afsakið munnsöfnuðinn). Ekki bætti það heldur úr skák að aðalsöguhetja myndarinnar var leikin af engum öðrum en Adian sem var kærasti Carrie í Sex and the City þáttunum (man ekkert hvað þessi leikari heitir, kannski Corbett). Adian þessi var náttúrulega alveg óþolandi týpa og það lá við að ég urraði glefsaði í Grundig tækið mitt í hvert skipti sem hann birtist á skjánum með sína síðu lokka og apalega fés.
En sem sagt, hvert nýtt atriðið í Big Fat myndinni toppaði atriðið á undan í leiðindum og kjaftæði. Á endanum ákváðum við Mæja bara að labba út og fara á næsta pöbb. Þá hafði ég ekki labbað út af miðri mynd síðan á RoboCop II í Háskólabíó í upphafi tíunda ártugarins. “Thank you for not smoking”, sagði RoboCob þegar við Hrabbi röltum út.

Þetta Big Fat disaster var samt alveg gríðarlega vinsælt, sleeper hit eins og sumir kalla svona myndir. Low budget framleiðsla sem óvænt slær í gegn og rakar inn dollurum. Corbett og gríska stóðið var í svo góðum gír að ákveðið var að gera sjónvarpsþætti í framhaldinu (Corbett ákvað reyndar að vera ekki með í þeim. “I´m so big I don´t do TV anymore”). Fyrstu þátturinn var frumsýndur fyrir stuttu í USA og viti menn, hann fór á toppinn, 23 milljónir horfðu á fyrsta þáttinn sem er víst vinsælasta debut í mörg ár.

Til hamingju með það. Áfram ömurlegar myndir og (líklega) enn verri sjónvarpsþættir.

Ég var hins vegar að lesa dóma um myndina Adaptation með Nicholas Cage (eftir sömu gaura og gerðu Being John Malcovich) og virðist þetta vera mikil eðalmynd. Best að sjá hana.

Annars er stemmingin alveg gríðarlega góð hér í Bristol. Páskaliljurnar í garðinum eru farnar að blómstra og við Mæja í miklum gír. Hún er farin að vinna núna en ég sit hér heima og er að reyna að skrifa um binary logistic regression. Jafnvel að ég reyni að láta SPSS reikna blg. Við gaurarnir í bekknum vorum að spá í að hittast á einhverjum pöbb í kvöld. Það gæti orðið gaman.



13:53

þriðjudagur, mars 04, 2003  
Jamm og já
þá er mars farinn að rúlla. Það er gott mál. Ég sé ekki betur en að páskaliljurnar í beðinu okkar séu alveg við það að fara að blómstra og randaflugurnar eru komnar á kreik. Maður þykist sem sagt vera farinn að sjá vormerki.

Mars byrjaði nokkuð vel. Sl. laugardagskvöld kíktum við Mæja í bæinn, fengum okkar að borða á kínverskum veitingastað og fórum svo á jassklúbbinn á eftir. Þar var ágætt 3 piece band að spila, sax, píanó og bassi.

Rugby leikur sunnudagsins var viðureign Bristol Shoguns og NEC Harlequins. Auðvitað fórum við Mæja á leikinn enda þekktar rugby-bullur hér í borg. Mæja reddaði fjórum frímiðum í vinnunni svo ég gat boðið tveimur félögum úr bekknum með. Fransmaður, Kínverji og parið frá Íslandi skemmtu sér svo konunglega á vellinum, átu sausage rolls og studdu sína menn. Bristol vann með nokkrum yfirburðum og var okkur fjórum sérstaklega þakkað fyrir öflugan stuðning!

Á sama tíma vann Liverpool sinn fyrsta bikar á þessu tímabili. Loksins góðar fréttir af liðinu eftir mjög svo dapurt gengi sl. mánuði.




18:38

 
This page is powered by Blogger.