This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, mars 04, 2003  
Jamm og já
þá er mars farinn að rúlla. Það er gott mál. Ég sé ekki betur en að páskaliljurnar í beðinu okkar séu alveg við það að fara að blómstra og randaflugurnar eru komnar á kreik. Maður þykist sem sagt vera farinn að sjá vormerki.

Mars byrjaði nokkuð vel. Sl. laugardagskvöld kíktum við Mæja í bæinn, fengum okkar að borða á kínverskum veitingastað og fórum svo á jassklúbbinn á eftir. Þar var ágætt 3 piece band að spila, sax, píanó og bassi.

Rugby leikur sunnudagsins var viðureign Bristol Shoguns og NEC Harlequins. Auðvitað fórum við Mæja á leikinn enda þekktar rugby-bullur hér í borg. Mæja reddaði fjórum frímiðum í vinnunni svo ég gat boðið tveimur félögum úr bekknum með. Fransmaður, Kínverji og parið frá Íslandi skemmtu sér svo konunglega á vellinum, átu sausage rolls og studdu sína menn. Bristol vann með nokkrum yfirburðum og var okkur fjórum sérstaklega þakkað fyrir öflugan stuðning!

Á sama tíma vann Liverpool sinn fyrsta bikar á þessu tímabili. Loksins góðar fréttir af liðinu eftir mjög svo dapurt gengi sl. mánuði.




18:38

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.