This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, mars 17, 2003  
Úffa sagði maðurinn.
Já það má segja að það hafi verið sannkallað stuttbuxnaveður hér í dag. Samkvæmt mínum útreikningum er þetta fyrsti stuttbuxnadagur ársins hér í Bristol og ber að fagna því. Það var bara funheitt og fínt hér á veröndinni í morgun. Ég sat úti í sólinni og las mín fræði á meðan Mæja sat inni í skuggnaum í ró og næði. Síðan fór hún niður í bæ að spóka sig áður en hún þufti að mæta í vinnuna. Síðast fréttist af henni í Kastalagarðinum að borða kruðerí úr næsta bakaríi. Ekki slæmt.

Sjálfur fór ég í sérdeilis frumlegan labbitúr þar sem ég þræddi hina ólíklegstu krókaleiðir hér í nágrenninu. Ekki var ég í stuttbuxum að þessu sinni heldur í brúnum flauelsbuxum og grárri skyrtu. Sem sagt ofsalega lítið sumarlegur. Ég er heldur ekkert áfjáður í að exposa mínar hvítu bífur hér í miðri borginni. Vegfarendur fengju ofbirtu í augun. Ekki viljum við það.

Eastville Park, hér við hliðina iðar af lífi á svona góðviðrisdögum. Ísbíllinn er mættur eldsnemma á morgnana og rólóinn er fullur af litskrúðugum krökkum og húðlötum foreldrum sem hanga á grindverkinu og reykja og háma í sig ís á meðan þeir fylgjast með snáðunum sínum puðrast í sandinum. Hundaeigendur elska garðinn og mæta á hverjum degi með kúkapoka og prik sem hundarnir elska að ná í. Á meðan er vinnuvélar að gera upp tjörnina og rífa bátaskýlin. Það verður spennandi að sjá útkomuna. Ég hef séð myndir af þessari tjörn frá ca 1900. Þá mættu konur og kallar á sunndögum eftir kirkju og réru um tjörnina á litlum bátum. Mikil rómantík þar. Kannski þeir detti í retro pakkann og bjóði upp á bátaleigu þarna í sumar. Þá mætir maður með hatt sinn og staf. Ekki spurning.

Þeir spá svona veðri aftur á morgun. Jafnvel að það verði aðeins betra. Mæja verður í fríi svo við ætlum að gera okkur glaðan dag og gera eitthvað skemmtilegt í bænum.



17:40

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.