This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
fimmtudagur, september 29, 2005  
Thad er allt ad verda vitlaust

....Afi minn er ordin amma min,
Bjarni Fel er kominn i Fram.

Eins og Steinar Birgission song her um arid.

----

Hefst þá síðasti hluti Bretlandssögu Binna.

Byrjar á því að Binni brunar með flúvél til Íslands. Lendir rétt eftir miðnætti aðfararnótt sl. föstudags.
Í Guildford fyrr um daginn var rjómablíða en í Keflavík alveg massakalt.
Island klikkar ekki a kuldanum.

Morguninn eftir ræður hann sig í vinnu hjá velþekktu íslensku fyrirtæki, skrifar undir, tekur í spaða og segir uje.
Vel sáttur.

Hittir Einar Mar á Brennslunni í hádeginu og skálar fyrir nýju jobbi.
Karfi og bjór.

Einar Mar þegar búinn að plana barferð síðdegis svo Binni má engan tíma missa og skellir sér á mikilvægan fund með nokkrum vel völdum og ráðsettum prikum.
Svokollud radgjafaprik. Salfraediprik.

Endar daginn svo á barnum med Mar, Ink og Úlla.
Hangir náttúrulega alltof lengi þar og mætir seint heim i Kopo.
Slekkur ljosid rumlega midnaetti en vekjari stilltur a fjogur.
Uff.

Sefur í tæpa fjóra tíma.

Vaknar sem sagt eldsnemma, tekur taxa niður í hina fogru Mjódd, kroknar i 20 minutur og fer sidan þaðan með 5:20 flugrútunni til Keflavíkur.
Algjor stemming i rutunni!

Í loftið fyrir kl 8 og slefar a koddann sinn i velinni.

Mættur á Kings Cross lestarstöðina í London kl 13, brunar með lest í 3 klukkutíma norður í land og hoppar út í Durham - rett fyrir sunnan Newcastle.

Rekst þar á tvö prik. Annað heldur á bjórkassa og hitt á þvottagrind.
Frexið og Svenni Ingvars.
Frexið er nú meiri bolti en prik, en Svenni er algjört prik.

Alls ekki tilviljun að þeir hittast þarna á lestarstöðinni.
Frexið nýflutt til Durham til að læra heví stuff í háskóla staðarins og enda sem MSc.

Svenni nymættur frá Scotlandi, þyrstur í bjór og læti.
Madur ser thad strax a smælinu.

Mættir á pubbinn eftir innan við tíu mínútur. Þrír John Smiths renna mjúklega niður enda extra smooth.
Svo er bærinn tekinn með trompi, kíkt á aðstæður hjá Frexinu, meira öl teigað og eðal curry sporðrennt.

Félagarnir þrír reka upp stór augu þegar þeir mæta "the geordie lasses" í djammgöllunum sínum (það er nú einu sinni laugardagskvöld). Varla að það sjáist í gallann fyrir holdi.
Stysta pils í heimi var á svæðinu, svo og fjölmargir bleikir magabolir.

Beint heim í háttinn og ekkert hrotið.

Durham mikill eðalbær. Medieval er orðið.
Kastali og cathedral, mjó stræti, River Wear, fullt af steinbrúm og nóg af pubbum og gömlum steinhúsum.
Markaðstorgið sem vantar í Guildford er á svæðinu og svínvirkar.
Frexið gengur um svæðið í brynju, vopnaður exi og gaddakylfu.
Riddari hennar hátignar.

Sunnudagur sem sagt í smá þreytu og þynnku en samt kíkt inn í Durham cathedral og rölt meðfram ánni.
Ekki galinn bær að búa í.
Frexið í esinu sínu.

Binni brunar heim til Guildford á mánudeginum og mætir aftur til vinnu daginn eftir.
Stutt vika þó.
Floginn til Grikklands með Maju á föstudagsmorgun. Mykonos, Naxos og Amorgos eru grískar eyjar sem verða málið næstu vikuna.
Þar er enn heitur sjór og sól og blóða.

Gott að fara í smá frí eftir öll þessi ferðalög.
Tekur á.

En sem sagt.
Styttist í flutning til Íslands.
Líklegt að það gerist rétt fyrir jól.

07:41

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.