This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
fimmtudagur, desember 30, 2004  
Jólafrí

Meiru snillarnir þessir Tjallar.

Þegar Bank Holidays eins og t.d. Jóladagur og annar í jólum (Boxing Day hér) hitta á helgar þá fá vinnandi menn frí á næsta virka degi í staðinn. Mánudagur og þriðjudagur í þessari viku voru því Bank Holidays og næsti mánudagur verður líka frídagur hér því Nýársdagur hittir á laugardag.

Þetta finnst mér afar sniðugt kerfi.

Mér skilst t.d. að jólafríið hafi verið ansi skitið hjá mörgum Íslendingnum sem fékk max þriggja daga frí út úr jólunum.
Það er bara svindl.

Hér er virkar frídagakerfið líka þannig að allir almennir stakir frídagar eru settir á mánudaga svo vinnandi menn fái þriggja daga helgar út úr þeim frekar en að fá þá inni í miðri viku þar sem þeir týnast bara.
Þetta er að mínu mati betra fyrir vinnandi menn því þeir geta þá nýtt frídagana betur og einnig er þetta betra fyrir fyrirtækin sem hljóta að tapa meira á því að skipta vinnuvikunni í tvennt en að stytta hana í annan endann.

Uje.

Annars er ég í alveg heljarinnar jólafríi því Arkenford er lokað á milli jóla og nýárs.
Ég vann rétt framyfir hádegi þann 24. og mæti ekki aftur fyrir en 4. janúar.
Var sendur heim á Aðfangadag með vínkassa, jólabónus og bros á vör.
5 hvítar, 5 rauðar, kampavín og púrtvín í kassanum. Við Mæja höfum því verið í ansi góðum gír núna í fríinu.

Bretar halda ekki upp á jólin fyrr en á Jóladag en við Mæja héldum að sjálfsögðu upp á Aðfangadagskvöld.
Grilluðum stóran free range kjúlla sem við keyptum á markaðnum, vorum með stuffing, brúnaðar kartöflur, rósakál, rauðkál og gravy með og heimatilbúinn ís í eftirrétt. Að þessu sinni var hann bragðbættur með Bowmore viskýi sem Mæja fílaði ekki neitt afskaplega vel.
Hangikjöt með öllu tilheyrandi á Jóladag.

Svo var bara tjillað hér í Guildford yfir helgina en á mánudaginn skelltum við okkur í dagsferð til London.

Ferðinni var fyrst heitið til Greenwich sem er við Thames í suð-austurhluta London. Sá staður er líklega þekktastur fyrir að vera "heimili" Prime Meridian (upphafs-lengdarbaugur) og Greenwich Mean Time. Á þessum stað er lengdarbaugurinn núll og því eru allar klukkur heimsins stilltar í samræmi við hvað klukkan er í Greenwich, þ.e. Greenwich Mean Time.

Á þessum stað eru líka flottar hallir og hús og svo er Greenwich Park líka stórfinn.

Tudor kóngarnir, Henry VII, Henry VIII og líklega fleiri, dvöldu mikið á þessum stað og var Elizabeth I t.d. fædd þarna á 16. öld. Henry VIII fæddist reyndar líka í Greenwich en hann er líklega þekktastur fyrir að hafa látið hálshöggva fimm ef ekki sex eiginkonur sínar. Queen Elizabeth I var mun betri í skapinu en faðir hennar, Henry VIII, og fékk meiraðsegja heila Hollywood kvikmynd nefnda eftir sér nýlega. Þokkalegasta mynd.

Verða nú að segja frá því að á pub í Greenwich smakkaði ég í fyrsta skipti Fish & Chips hér í Bretlandi. Þeir héldu því fram að þeirra væru "The best Fish & Chips along the River Thames". Ég hef nú svo sem engan samanburð en fiskurinn smakkaðist vel. Og ekki var útsýnið á staðnum verra. Hann stóð alveg útí Thames og á hinum bakkanum blasti við hin fræga Millenium Dome og háhýsahverfið Canary Wharf.

Enduðum svo daginn í Soho á pubbum og pizzastað.
Nokkrar salíbunur í tívolíinu á Leicester Square og svo beint heim með lestinni.

Nú eru hins vegar komið að áramótum.
Við förum í dag í gegnum London til Ipswich og þaðan til Woodbridge þar sem við ætlum að dvelja hjá systur Mæju og hennar og fjölskyldu fram á sunnudag.
Það verður gott að komast í sveitastemminguna, jafnvel tékka á nokkrum eldgömlum pubbum og taka því rólega.

Gleðilegt ár.

13:23

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.