This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Journeyman
Klukkan 17:35 - akkúrat - sl. fimmtudag tók ég London tube-ið frá Baker Street stöðinni niður á Waterloo og þaðan fór ég svo með lestinni til Guildford. Þurfti að bíða aðeins eftir Guildford lestinni á Waterloo svo ég var ekki mættur á Guildford station fyrr en klukkan sjö. Korters labb heim á Stocton Road og ferðalagið tók samtals vænan einn og hálfan tíma.
Þokkalegt.
Ef farið er fram og til baka erum við að tala um 3 klukkutíma.
Þetta er ferðalag sem fjölmargir Guildford-búar leggja á sig á hverjum vinnudegi. Guildford - London.
Commuters.
Jethro Tull-menn kalla þá Journeymen.
Frá og með 4. janúar verður Mæja ein af þeim.
Hún var ekki í miklum vandræðum með að redda sér vinnu hjá TRI Hospitality Consulting sem.... ja líklega Hospitality Consultant.
Voða flott jobb.
Skrifstofan er einmitt á Baker Street í London og því líklegt að Mæjan verði að splæsa ca 150-200 mínútum á dag í ferðalagið frá Guildford og til baka. Henni finnst það samt allt í lagi því starfið er eðal og svo kemst þetta líka upp í vana.
Sjálfur eyddi ég nú ca 150 mínútum í mitt commute á milli Guildford og Weybridge þegar ég var að vinna þar í rúman mánuð. Eftir ca 2 vikur var ég næstum hættur að taka eftir ferðalaginu. Þetta var bara hluti af vinnudeginum. Með músík í eyrunum og eitthvað að lesa.
TRI fyrirtækið er með skrifstofur út um allan heim og líklegt að Mæja verði á flakki út um hvippinn og hvappinn að ráðgjafast og rannsaka.
Hljómar ansi hreint spennandi.
----------------------------------------
Þegar heim var komið á fimmtudaginn var aldeilis stuð á Stocton Road því í stofunni sátu þrjár hálf-drukknar stúlkur og supu rauðvín. Þær glöddust mikið við komu mína enda með þrjár ljúffengar rauðvínsflöskur í farteskinu og jafnvel smá bjór. Þetta voru þær Mæja, Goyo og Rhi og einnig var von á Alex the Greek frá Grikklandi seinna um kvöldið.
Mæja eldaði djúsí mexíkanskan rétt og toppaði kvöldið með eðal tiramisu.
Alex hafði reyndar ekki lyst á neinu enda tiltölulega nýbúinn að æla úr sér iðrunum. Það gerðist víst um morguninn áður en hann lagði af stað í ferðalagið frá Grikklandi til Englands.
Hann sagðist ekkert skilja í þessu.
Hann viðurkenndi reyndar að hafa drukkið tvær pæntur, 3 tequila staup og 3 sambukka staup kvöldið áður.
Ég taldi ástæðuna fyrir þessum flökurleika vera fundna.
Hann sötraði bara te allt kvöldið á meðan við hin tæmdum rauðvínsflöskurnar og enduðum í góðum gír.
Framundan er svo heimsókn frá DJ Sven, a.k.a. Sveinn Ingvarsson, Duke of Dunkeld.
Hann nældi sér nýlega í vinnu hjá fjarskiptalausnafyrirtækinu THUS, sem er í Livingstone - á milli Glasgow og Embra. Þeir ætla að senda hann hingað suðureftir on business og fær hann að gista hjá okkur í tvær nætur.
Gaman að því.
Commutið hans er ca tveir og hálfur tími á dag - keyrandi á sínum Citroen Saxo með Radio 2 í botni - frá Dunkeld, yfir Firth of Forth og áleiðis til Livingstone og svo til baka.
Annars merkilegt hvað okkur litlu M.Sc. Íslendingunum hefur gengið ágætlega að fá vinnu hér í UK. Með masterinn í vasanum höfum við Mæja og Svenni endað í vinnu sem hæfir gráðunni vel. Það er náttúrlega alveg afskaplega gott.
Hjá Arkenford er ég t.d. farinn að færa mig nokkuð vel upp á skaftið og eyði ég nú mestum tíma í alls kyns tölfræðilegar greiningar og hef gaman að.
Bjó til eitt stykki Logistic Regression módel fyrir kúnna um daginn, notaði Correspondence Analysis í vikunni, framundan er Forecasting verkefni og fleiri verkefni sem krefjast ýmist Logistic Regression eða Regression lausna.
Allt stuff sem ég stúderaði í M.Sc. prógramminu í Bristol.
Svona á þetta að vera.
----------------
Svo sem alveg hægt að enda commuter pælingarnar á Journeyman með Jethro Tull. Viðeigandi texti sem Hr Anderson skrifaði þegar hann bjó í sveitinni rétt fyrir utan London. Kannski var það í Surrey.
Spine-tingling railway sleepers
Sleepy houses lying four-square and firm
Orange beams divide the darkness
Rumbling fit to turn the making worm.
Sliding through Victorian tunnels
where green moss oozes from the pores
Dull echoes from the wet embankments
Battlefield allotments. Fresh open sores.
In late night commuter madness
Double-locked black briefcase on the floor
like a faithful dog with master
sleeping in the draught beside the carriage door.
To each Journeyman his own home-coming
Cold supper nearing with each station stop
Frosty flakes on empty platforms
Fireside slippers waiting - Flip. Flop
Journeyman night-tripping on the late fantastic
Too late to stop for tea at Gerrards Cross
and hear the soft shoes on the footbridge shuffle
as the wheels turn biting on the midnight frost.
On the late commuter special
Carriage lights that flicker, fade and die
Howling into hollow blackness
Dusky diesel shudders in full cry
Down redundant morning papers
Abandon crossword with a cough.
Stationmaster in his wisdom
told the guard to turn the heating off.
------------------
15:03
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Afskaplega litid i hana varid
A desktopnum i tolvunni minni i vinnunni er eg med fallega haustmynd fra Thingvollum.
Skjaldbreidur og Hrafnabjorg, orlitid af Blaskogaheidi, sest i Oxara, kirkjuna godu og hraunid.
Eitt fallegasta utsyni a Islandi.
Einnig sest sma i Valholl og bruna yfir Oxara sem reist var fyrir orfaum arum.
Thad liggur vid ad bruin eydileggi thessa mynd.
Svo ljot er hun greyid.
Ljot er kannski ekki retta ordid.
Frekar kannski leidinleg eda omerkileg.
Dull a ensku.
Bara einfold steinsteypubru med beinum linum og beinu handridi.
Eins og klippt ut ur kafla eitt i handbok bruarsmida.
Einfaldasta bru landsins stendur a einum merkilegasta stad landsins.
Eg hefdi nu maelt med ad bru a thessum stad vaeri reist af myndarskap.
Sma flur her og thar, fallega malud, ljoskastarar.
I raun vantar allan karakter i bruna.
Hun fellur engan vegin inn i landslagid og heillar ekki hraedu.
Skammarlega omerkileg bru, segi eg.
17:42
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Go raibh maith agat
Síðastliðinn laugardag vaknaði ég örlítið þunnur á Maple Hotel í miðbæ Dublin.
Mæja var þá þegar farin niður í morgunmat sem var aðeins framreiddur á milli klukkan átta og hálftíu. Ilmandi pulsur og beikon biðu hennar á hlaðborðinu.
Kvöldið áður höfðum við verið á djamminu í Temple Bar hverfinu eitthvað frameftir nóttu með tilheyrandi húllumhæi, live music og öllum pakkanum. Sannkallað pubbarölt.
Ég var ekki alveg stemmdur fyrir morgunmatnum þegar ég vaknaði þennan morgun enda enn vel útbelgdur eftir að hafa drukkið örfáa lítra af Guinness kvöldið áður. Ég drakk reyndar ekki bara Guinness. Drakk nokkrar pæntur svona til að byrja með - þangað til ég gat ekki meira vegna seddu.
Þá var skipt yfir í lager og hann teygaður.
Samt allt í hófi.
Jújú.
Eins og þrítugum manni sæmir.
Mæja stóð sig líka vel í þessu öllu saman. Skartaði grænu pilsi af þessu tilefni og vakti mikla athygli meðal eldri borgara sem flækst höfðu á pubbinn þetta kvöld.
Ég lét það nú ekkert á mig fá. Hafði bara gaman að því.
Svo varð ég náttúrulega svangur fljótlega eftir að búið var að pakka morgunverðarhlaðborðinu saman.
Þá voru góð ráð dýr.
Reyndar rándýr.
Borgaði meira en 5 evrur fyrir skitinn hamborgara og franskar á I´m lovin´ it staðnum.
Klikka ekki á hótelmorgunmatnum aftur.
Burgerinn gerði samt sitt gagn - gaf mér gífurlega orku og bætti útlitið til muna - eða var það kannski Guinnessnum að þakka? Annaðhvort eða bæði.
Svo var deginum eytt á röltinu um borgina.
Fínasta borg. Hæfilega stór, flottir parkar og nokkur vel áhugaverð hús.
St Stephen´s Green og Dublin Castle standa uppúr.
Grafton St, verslunargatan, var líka mjög skemmtileg.
Gerðist menningarlegur og keypti eina bók eftir Dublinarmanninn James Joyce. The Dubliners heitir hún.
Simon, vinnufélagi, mælti svo eindregið með henni að ég bara stóðst ekki freistinguna.
Les hana líka fyrir jólin.
Laugardagskvöldið hófst á einumþúsundasta af pubbum bæjarins.
Reyklausir pubbar í Dublin um þessar mundir og hörkusektir ef menn sjást með tendraðan staut innandyra. Held að vertinn þurfi að borga.
Það þorir því enginn að brjóta lögin.
Í staðinn reykja menn bara fyrir utan aðalinnganginn, á gangstéttinni, eða í bjórgörðunum fyrir aftan staðina. Garðurinn á Hressó væri típískur svona bjórgarður. Margir pubbarnir voru með fína aðstöðu úti og var oftast góð stemming þar.
Gashitarar sjá um að halda hita á fólki og barinn er aldrei langt undan.
Þeir sem græða mest á reykingabanninu eru þeir sem framleiða og selja gashitara.
Það held ég.
Ef einhver er í gróðahugleiðingum á Íslandi, þar sem reykingar verða líklega bannaðar á pubbum mjög bráðlega, þá mæli ég með þessum bransa.
Ekki spurning.
Já, byrjuðum sem sagt kvöldið á einum af þessum reyklausu pubbum en fórum svo á eðalkósí franskan veitingstað, Le Cave. Í kjallara og allt voða lítið og dimmt og rautt og troðið af alls kyns France-style dóti.
Fékk mér önd og Mæja fékk sér steik. Skolað niður með rauðvíni. Frönsku.
Strunsuðum svo á O´Donoghue´s pubbinn og fengum alvöru írska stemmingu í æð. Sat þar við hliðana á gömlum gaur sem spilaði á nikku og þáði bjór fyrir. Fínn gaur. Ég saup líka mitt öl og söng svo Maístjörnuna með Mæju. Gestirnir á pubbnum voru sáttir við það og fögnuðu smá. Skrítið þetta fólk frá Íslandi.
Frammi á barnum var svo fimm manna grúppa að spila þjóðlög. Gítar, drumba, fiðla, flauta og pípa.
Sunnudagurinn byrjaði betur en laugardagurinn því ég komst í morgunmat.
Því miður var ósköp slappt framboð af morgunmat í þetta skiptið. Smá franskbrauð og skinka og ostur.
Varla safi og ekkert sætabrauð. Þetta kalla ég nú ekki continental breakfast.
Samt betra en ekkert og betra en Quarterpounder with cheese.
Og annars ekkert undan hótelinu að kvarta. Mjög gott pleis sem ég mæli með.
Þennan daginn kíktum við á Guinness verksmiðjuna og fengum okkur svo traditional írskan mat á veitingastað niðri í miðbæ.
Ég fékk mér Irish stew - eiginlega eins og kjötsúpa. Lamb, kartöflur og grænmeti í soði og sitthvað fleira.
Mæja fékk sér kartöflupönnuköku með beikoni og smjörjafningi.
Virkaði bara ágætlega á okkur. Hearty stuff.
Flug um kvöldmatarleytid og komið heim á Stocton Road um tíu.
Eðalhelgi í Dublin.
Meiri partýstaður en ég bjóst við.
Bókstaflega allt fljótandi í öli og góðri stemmingu.
Allir á klimmunni og Guinness menn mala gull - nú sem áður.
Þeir eiga það skilið. Sveimérþá.
20:57
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Dubaya - aya + lin
Ja man
Jamaica man.
Ur hvada edalmynd eru thessar tvaer linur?
Hint: I knew I knew you! - er einnig lina ut thessari mynd.
Hef litinn ahuga a kveini.
Aya aya aya aya aya segja sumir um thessar mundir. Serlega ef their eru US bornir.
Hef fatt um thad ad segja.
Hef hins vegar margt um ymislegt annad ad segja.
Vard 30 ara sl manudag og helt upp a thad med thvi ad fara i vinnuna og djoflast allan daginn i SPSS.
What a treat!
Maetti svo heim rett eftir sex og tha heldum vid Maja loksins almennilega upp a afmaelid med thvi ad skala i kampavini , elda dyrindis haggis og svo opnndi eg pakka.
Fint mal.
Haggis ber madur fram med kartoflu- og rofustoppu. Engu odru.
Edalmatur.
Pakkarnir voru margir og flottir.
Skil ekki hvernig eg gat fengid svona marga pakka an thess ad halda party.
Hvad hefdi eg fengid marga hefdi eg haldid party?
Eg bara spyr.
Lopapeysa, single-malt og edalglos med, fullt af bokum, DVD diskar, CDs , risa-flugdreki, utanlandsferd og sitthvad fleira.
Sisi.
Ekki slaemt.
Man ekki eftir odru eins gjafaflodi.
Uffa.
Takk fyrir mig.
Maja gerdi ser litid fyrir og baud mer i helgarferd til Dublin.
Meiri millinn.
Fljugum a morgun og verdum liklega maett pub i midbae Dublin um attaleytid annad kvold.
Live music og allir i studi.
Flautur, fidlur og drumbur.
Guiness i litratali og allur pakkinn.
Fljugum svo heim a sunnudagskvold.
Fljugum fra Gatwick sem gerir thetta allt mjog einfalt.
Bein lest fra Guidford til Gatwick tekur ca 45 min.
Nice and easy.
17:45
|
|
|
|
|