This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
sunnudagur, nóvember 28, 2004  
Journeyman

Klukkan 17:35 - akkúrat - sl. fimmtudag tók ég London tube-ið frá Baker Street stöðinni niður á Waterloo og þaðan fór ég svo með lestinni til Guildford. Þurfti að bíða aðeins eftir Guildford lestinni á Waterloo svo ég var ekki mættur á Guildford station fyrr en klukkan sjö. Korters labb heim á Stocton Road og ferðalagið tók samtals vænan einn og hálfan tíma.

Þokkalegt.
Ef farið er fram og til baka erum við að tala um 3 klukkutíma.

Þetta er ferðalag sem fjölmargir Guildford-búar leggja á sig á hverjum vinnudegi. Guildford - London.
Commuters.
Jethro Tull-menn kalla þá Journeymen.

Frá og með 4. janúar verður Mæja ein af þeim.
Hún var ekki í miklum vandræðum með að redda sér vinnu hjá TRI Hospitality Consulting sem.... ja líklega Hospitality Consultant.
Voða flott jobb.

Skrifstofan er einmitt á Baker Street í London og því líklegt að Mæjan verði að splæsa ca 150-200 mínútum á dag í ferðalagið frá Guildford og til baka. Henni finnst það samt allt í lagi því starfið er eðal og svo kemst þetta líka upp í vana.

Sjálfur eyddi ég nú ca 150 mínútum í mitt commute á milli Guildford og Weybridge þegar ég var að vinna þar í rúman mánuð. Eftir ca 2 vikur var ég næstum hættur að taka eftir ferðalaginu. Þetta var bara hluti af vinnudeginum. Með músík í eyrunum og eitthvað að lesa.

TRI fyrirtækið er með skrifstofur út um allan heim og líklegt að Mæja verði á flakki út um hvippinn og hvappinn að ráðgjafast og rannsaka.
Hljómar ansi hreint spennandi.
----------------------------------------

Þegar heim var komið á fimmtudaginn var aldeilis stuð á Stocton Road því í stofunni sátu þrjár hálf-drukknar stúlkur og supu rauðvín. Þær glöddust mikið við komu mína enda með þrjár ljúffengar rauðvínsflöskur í farteskinu og jafnvel smá bjór. Þetta voru þær Mæja, Goyo og Rhi og einnig var von á Alex the Greek frá Grikklandi seinna um kvöldið.

Mæja eldaði djúsí mexíkanskan rétt og toppaði kvöldið með eðal tiramisu.

Alex hafði reyndar ekki lyst á neinu enda tiltölulega nýbúinn að æla úr sér iðrunum. Það gerðist víst um morguninn áður en hann lagði af stað í ferðalagið frá Grikklandi til Englands.

Hann sagðist ekkert skilja í þessu.

Hann viðurkenndi reyndar að hafa drukkið tvær pæntur, 3 tequila staup og 3 sambukka staup kvöldið áður.

Ég taldi ástæðuna fyrir þessum flökurleika vera fundna.

Hann sötraði bara te allt kvöldið á meðan við hin tæmdum rauðvínsflöskurnar og enduðum í góðum gír.

Framundan er svo heimsókn frá DJ Sven, a.k.a. Sveinn Ingvarsson, Duke of Dunkeld.
Hann nældi sér nýlega í vinnu hjá fjarskiptalausnafyrirtækinu THUS, sem er í Livingstone - á milli Glasgow og Embra. Þeir ætla að senda hann hingað suðureftir on business og fær hann að gista hjá okkur í tvær nætur.
Gaman að því.

Commutið hans er ca tveir og hálfur tími á dag - keyrandi á sínum Citroen Saxo með Radio 2 í botni - frá Dunkeld, yfir Firth of Forth og áleiðis til Livingstone og svo til baka.

Annars merkilegt hvað okkur litlu M.Sc. Íslendingunum hefur gengið ágætlega að fá vinnu hér í UK. Með masterinn í vasanum höfum við Mæja og Svenni endað í vinnu sem hæfir gráðunni vel. Það er náttúrlega alveg afskaplega gott.

Hjá Arkenford er ég t.d. farinn að færa mig nokkuð vel upp á skaftið og eyði ég nú mestum tíma í alls kyns tölfræðilegar greiningar og hef gaman að.

Bjó til eitt stykki Logistic Regression módel fyrir kúnna um daginn, notaði Correspondence Analysis í vikunni, framundan er Forecasting verkefni og fleiri verkefni sem krefjast ýmist Logistic Regression eða Regression lausna.
Allt stuff sem ég stúderaði í M.Sc. prógramminu í Bristol.
Svona á þetta að vera.
----------------

Svo sem alveg hægt að enda commuter pælingarnar á Journeyman með Jethro Tull. Viðeigandi texti sem Hr Anderson skrifaði þegar hann bjó í sveitinni rétt fyrir utan London. Kannski var það í Surrey.

Spine-tingling railway sleepers
Sleepy houses lying four-square and firm
Orange beams divide the darkness
Rumbling fit to turn the making worm.
Sliding through Victorian tunnels
where green moss oozes from the pores
Dull echoes from the wet embankments
Battlefield allotments. Fresh open sores.

In late night commuter madness
Double-locked black briefcase on the floor
like a faithful dog with master
sleeping in the draught beside the carriage door.
To each Journeyman his own home-coming
Cold supper nearing with each station stop
Frosty flakes on empty platforms
Fireside slippers waiting - Flip. Flop

Journeyman night-tripping on the late fantastic
Too late to stop for tea at Gerrards Cross
and hear the soft shoes on the footbridge shuffle
as the wheels turn biting on the midnight frost.
On the late commuter special
Carriage lights that flicker, fade and die
Howling into hollow blackness
Dusky diesel shudders in full cry
Down redundant morning papers
Abandon crossword with a cough.
Stationmaster in his wisdom
told the guard to turn the heating off.

------------------

15:03

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.