This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, ágúst 27, 2004
Fagn
Ad thessu sinni verdur MSc ritgerdarskilum Maju fagnad med pompi og prakt.
Hun skiladi ritgerdinni inn til prentunar og bindingar i gaer, nakvaemlega einu ari eftir ad eg skiladi inn minni MSc ritgerd.
Eg held thetta se nokkud magnad verk hja henni.
Uje.
Dissertation upp a Distinction segja frodir menn i bransanum.
Von er a godum gestum til Guildford ad vanda.
Aegir prik maetir i kvold eftir ogurlega fundarsetu med thungavigtarmonnum i London i dag.
Hann aetlar ad slast i hop med mer, Maju, Karen dse German (sem byr nu heima hja okkur a Stocton Road - for the timebeing) og Rhiannon en vid aetlum ad skella okkur a godan pub/bar og ut ad borda i tilefni skilanna.
Thai-Rooftop restaurant verdur heimsottur. Edalstadur med utsyni yfir alla sveitina - ofan af sjoundu haed.
Fint mal.
A morgun maetir svo Olof, vinkona Maju, og verdur liklegast slegid upp godu bbq i gardinum.
Spain fin og allt i orden.
Islenska gengid fer svo heim a sunnudag.
Bank holiday weekend i thokkabot.
Fri hja mer a manudag.
Eg fae thvi aukadag til ad jafna mig eftir fjorid.
Thad er ekki verra.
15:21
mánudagur, ágúst 16, 2004
Allur skalinn í Guildford
Guildford er góður staður fyrir bílaáhugamenn.
A þessum slóðum býr frekar efnað fólk sem hefur ráð á að splæsa á sig góðum lúxusbílum og því er gott að hafa hjá sér augun þegar rölt er um bæinn til ad missa ekki af ofurkerrunum.
Eins og ég hef minnst á hér áður þá eru tveggja dyra blæju Bensar og BMWffar, Jaguar, gamlir enskir sportbíla og stærri lúxusjeppar (SUVs) eins og Porsche Cayenne, Range Rover og BMW X5 mjög algengir hér.
Allt saman basic bílar fyrir þá sem eiga nóg af seðlum og fíla öfluga bíla.
Svo kemur reglulega fyrir að Ferrari eða Lamborghini kaggar bruna fram hjá manni. Bentley og Rolls Royce sjást líka einstöku sinnum.
Always a treat.
Það er þó ekki þannig að allir bílar hér séu flottir. Auðvitað eru flestir bílar bara venjulegir Nissan og Toyota og Renault og Rover og Volkswagen. Maður tekur bara frekar eftir þeim flottu og þeir virðast næstum á hverju strái.
Um daginn var ég svo á rölti niður í miðbæ og rak augun í dýrasta og líklega flottasta bíl sem ég hef augum litið. Porsche Carrera GT.
Kostar einungis 320 þúsund pund sem er eitthvað yfir 40 milljónir ikr. Gráhærður, miðaldra gaur sat í bílnum og virtist alveg njóta athyglinnar sem hann fékk þar sem hann sat kyrrstæður fyrir framan einhverja búðina. Hver einasti gaur og jafnvel einstaka kona sem rölti framhjá bílnum leit við og gapti.
Ég gapti og beið svo eftir að hann færi af stað. Vildi sjá tækið keyra.
Varð heldur ekki fyrir vonbrigðum þegar vélin var ræst. Hljómaði eins og formúlu bíll. Og svo var hann horfinn. 612 hestöfl og 3.9 sekúndur upp í hundrað.
(Her er haegt ad heyra velarhljodid i bilnum).
Úffa.
Jeremy Clarkson í Top Gear á BBC2 (bílaþáttur) segir þennan bíl vera "the most exciting and the best looking road going Porsche of all time". Svo bætir hann við: "I thought the Ford GT was fast. I thought the McLaren F1 was fast. I thought the F15 jet fighter was fast. But none of them even gets close to the fearful savagery of this Porsche. It is utterly mind-blowing".
Fann thessi quotes i bilamanual theirra Top Gear manna - sem er reglulega flett a minu heimili.
Þar sem Clarkson er nú oftast frekar spar á hrósið í þættinum sínum þá geri ég ráð fyrir að hann hafi verið nokkuð sáttur við þennan bíl.
Fyrir rúmar 40 milljónir ætti maður líka að fara fram á eitthvað meira en bara gott.
Talandi um bíla. Eða kannski trukka. Guildford er líka trukkabær.
Hér á árum áður voru Dennis vörubílaverskmiðjurnar einn stærsti vinnuveitandi á svæðinu. Breski herinn notaði þessi trukka í áratugi og svo hef ég séð nokkra Dennis slökkviliðsbíla her i bae. Fleiri hafa væntanlega þjónað eigendum sínum sem vöruflutningabílar, mjólkurbílar etc.
Dennis verksmiðjunni í Guildford var víst lokað fyrir nokkrum áratugum svo það kemur í hlut Pinzgauer trukksins að halda merki bæjarins á lofti.
Pinzgauer er fjögur tonn að þyngd, 15 sekúndur í 80 km/klst, og hægt er að velja um aukabúnað eins og "paint job that will resist chemical attack" og auka bensíntank fyrir þá sem þurfa að geta keyrt 2000 km án þess að fylla á. Jú, svo gengur hann líka fyrir flugvélabensíni.
Sem sagt eðal trukkur fyrir erfiðar (islenskar kannski!) aðstæður og made in Guildford.
Tho líklega eins langt frá Porsche Carrera GT og hægt er að komast, car-wise.
16:43
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Ágúst mættur
Ég get nú ekki beint sagt að ljúlíjúlí hafi verið lengi að líða.
Vikurnar eyddust upp á metttttttíma.
Þetta var vel þokkalega bissí mánuður hér á Stocton Road og því engin ástæða til að láta sér leiðast lífið.
Tvær eðal heimsóknir og tilheyrandi grill og ölstúss og svo náttúrulega vinna hjá mér og ritgerðarskrif hjá Mæju.
Rúnar og Vilborg mættu hingað í fyrri hluta júlí og stoppuðu í tæpa viku. Á meðan á dvöl þeirra stóð náði ég að mæta tvisvar sinnum þunnur í vinnuna - sem ætti að teljast nokkud gott.
Eftir að Rúnar og Vilborg voru á bak og burt leið ein vika þar til Melkorka systir og Elísa frænka mættu á fimmtudagskveldi beint frá Danaveldi.
Kominn tími á að fá þær hingað til Englands.
Eftir tæp tíu ár í Aalborg eru þær náttúrulega orðnar örlítið skemmdar á geðsmunum og hreimurinn orðinn ansi danskur en það var nú samt hægt að hafa mjog gaman að þeim. Sérlega gaman fannst mér að heyra Melkorku tala ensku með dönskum hreim. Hljómaði alveg eins og Peter Smeichel. Hvorki meira né minna.
Daginn eftir að þær mættu rákumst við svo á Mömmu og Pabba á Paddington lestarstöðinni í London. Þau voru líka drifin til Guildford enda nóg pláss á Stocton Road. No worries.
Gestirnir fengu hinn klassíska Binna og Mæju gesta-pakka, þ.e. grillveisla í garðinum + varðeld, labbitúr um nærsveitir og smá öl á helstu pubbum bæjarins. Skothelt stuff enda Guildford med betri stöðum sunnanverðu Englandi.
Næstu daga voru gestirnir svo á flakkinu í London og Oxford og víðar.
Áttum reyndar mjög gott pikknikk í Hyde Park í London á föstudeginum. Brakandi blíða og því tilvalið að sitja í skugga undir tré og raða í sig gúmmelaði í parkinum góða.
Á svona góðum sumardegi verður London eiginlega of heit og yfirþyrmandi og því eina ráðið að flýja í garðana sem eru víða og vel stórir í þessari borg. Alveg ónýtt að rölta um bissí götur í 30 stiga hita með díselstrætó spúandi upp við eyrað á manni og mannmergðina í allar áttir.
Það er nú málið.
Reyndar ætla ég nú ekki að kvarta yfir veðurblíðunni hér um þessar mundir. Tæp 30 stig upp á hvern dag, sól og næsheit. Stuttbuxur og sandalar í vinnu og næstum óþarfi að sofa með sæng.
Þetta er búið að vera svona í rúmar tvær vikur og ég því orðinn þokkalega brúnn á fótunum.
Þokkalega.
Náði meiraðsegja að sóla á mér belginn á sundlaugarbakka núna um helgina.
Við Mæja og Karen Dse German skelltum okkur nebbilega í heimsókn til Rhi í Hampshire þar sem foreldarar hennar búa í vænni villu með öllu tilheyrandi. Vorum mætt um hádegisbil á laugardag og var veðrið í afskaplega suðrænum stíl. Það var því alveg tilvalið að skella sér í sund og sólbað í garðinum og slappa vel af.
Rhi og hennar kærasti voru að fara í eitthvað afskaplega merkilegt boðspartý um kvöldið og varð hún því að skilja okkur þrjú eftir í umsjá foreldra sinna. Þau voru þegar búin að bjóða nokkrum hjónum í garðveislu um kvöldið og vildu endilega að við slægjumst í hópinn.
No problemo sögðu þau enda afskaplega hress og létt á því.
Fyrst vorum við nú ekki alveg viss um að við vildum vera að troða okkur inn í svona voða fínt dinnerboð en þau tóku ekki annað í mál. Búið að leggja á borð í garðinum fyrir okkur og alles.
Við brugðum því á það ráð að skella okkur á næsta pub til að koma okkur í gírinn og mættum svo galvösk í veisluna um áttaleytið.
Gestirnir voru sannkallaðir broddborgarar - posh Hampshire gengi. Það skipti hins vegar engu máli og áttum við boðflennurnar mjög gott kvöld í þessum félagskap. Eðalvín og grilluð önd, púrtvín og stór vindill hjálpuðu náttúrulega til. Og ekki spillti fyrir að sitja úti í garði innan um gosbrunna, logandi kyndla og aðra skrautmuni.
Við Mæja og húsbóndinn, Dr Jeffery, sátum svo úti eitthvað framyfir miðnætti og púuðum vindlana okkar (Mæja var reyndar ekki mikið í vindlunum).
Different but nice.
Daginn eftir var svo farið í golf og krokket og enn meira etið af eðalkræsingum.
Lest heim til Guildford seinni partinn og 2nd day on Monday.
Gaman að því.
14:20
|
|
|
|
|