This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, ágúst 16, 2004
Allur skalinn í Guildford
Guildford er góður staður fyrir bílaáhugamenn.
A þessum slóðum býr frekar efnað fólk sem hefur ráð á að splæsa á sig góðum lúxusbílum og því er gott að hafa hjá sér augun þegar rölt er um bæinn til ad missa ekki af ofurkerrunum.
Eins og ég hef minnst á hér áður þá eru tveggja dyra blæju Bensar og BMWffar, Jaguar, gamlir enskir sportbíla og stærri lúxusjeppar (SUVs) eins og Porsche Cayenne, Range Rover og BMW X5 mjög algengir hér.
Allt saman basic bílar fyrir þá sem eiga nóg af seðlum og fíla öfluga bíla.
Svo kemur reglulega fyrir að Ferrari eða Lamborghini kaggar bruna fram hjá manni. Bentley og Rolls Royce sjást líka einstöku sinnum.
Always a treat.
Það er þó ekki þannig að allir bílar hér séu flottir. Auðvitað eru flestir bílar bara venjulegir Nissan og Toyota og Renault og Rover og Volkswagen. Maður tekur bara frekar eftir þeim flottu og þeir virðast næstum á hverju strái.
Um daginn var ég svo á rölti niður í miðbæ og rak augun í dýrasta og líklega flottasta bíl sem ég hef augum litið. Porsche Carrera GT.
Kostar einungis 320 þúsund pund sem er eitthvað yfir 40 milljónir ikr. Gráhærður, miðaldra gaur sat í bílnum og virtist alveg njóta athyglinnar sem hann fékk þar sem hann sat kyrrstæður fyrir framan einhverja búðina. Hver einasti gaur og jafnvel einstaka kona sem rölti framhjá bílnum leit við og gapti.
Ég gapti og beið svo eftir að hann færi af stað. Vildi sjá tækið keyra.
Varð heldur ekki fyrir vonbrigðum þegar vélin var ræst. Hljómaði eins og formúlu bíll. Og svo var hann horfinn. 612 hestöfl og 3.9 sekúndur upp í hundrað.
(Her er haegt ad heyra velarhljodid i bilnum).
Úffa.
Jeremy Clarkson í Top Gear á BBC2 (bílaþáttur) segir þennan bíl vera "the most exciting and the best looking road going Porsche of all time". Svo bætir hann við: "I thought the Ford GT was fast. I thought the McLaren F1 was fast. I thought the F15 jet fighter was fast. But none of them even gets close to the fearful savagery of this Porsche. It is utterly mind-blowing".
Fann thessi quotes i bilamanual theirra Top Gear manna - sem er reglulega flett a minu heimili.
Þar sem Clarkson er nú oftast frekar spar á hrósið í þættinum sínum þá geri ég ráð fyrir að hann hafi verið nokkuð sáttur við þennan bíl.
Fyrir rúmar 40 milljónir ætti maður líka að fara fram á eitthvað meira en bara gott.
Talandi um bíla. Eða kannski trukka. Guildford er líka trukkabær.
Hér á árum áður voru Dennis vörubílaverskmiðjurnar einn stærsti vinnuveitandi á svæðinu. Breski herinn notaði þessi trukka í áratugi og svo hef ég séð nokkra Dennis slökkviliðsbíla her i bae. Fleiri hafa væntanlega þjónað eigendum sínum sem vöruflutningabílar, mjólkurbílar etc.
Dennis verksmiðjunni í Guildford var víst lokað fyrir nokkrum áratugum svo það kemur í hlut Pinzgauer trukksins að halda merki bæjarins á lofti.
Pinzgauer er fjögur tonn að þyngd, 15 sekúndur í 80 km/klst, og hægt er að velja um aukabúnað eins og "paint job that will resist chemical attack" og auka bensíntank fyrir þá sem þurfa að geta keyrt 2000 km án þess að fylla á. Jú, svo gengur hann líka fyrir flugvélabensíni.
Sem sagt eðal trukkur fyrir erfiðar (islenskar kannski!) aðstæður og made in Guildford.
Tho líklega eins langt frá Porsche Carrera GT og hægt er að komast, car-wise.
16:43
|
|
|
|
|