This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
fimmtudagur, júlí 10, 2003  
Jessörríbob

Það er alvörusumar hér í UK um þessar mundir. Virkilegar hlýtt og næs. Jafnvel þótt stundum sé skýjað þá fer hitinn oftast vel yfir 20 stig.

Í gær fórum við í dagsferð til Cardiff í Wales. Lestarferðin frá Bristol tók ca 50 mínútur og kostaði skít og kanel.
Veðrið var eðal, glampandi sól og líklega yfir 25 stiga hiti.

Í Wales búa tæpar 3 milljónir manna, 300.000 í höfuðborginni Cardiff og ca 2 milljónir á Stór-Cardiff svæðinu.
Borgin kom okkur mikið á óvart. Það er sannkallaður stórborgarblær á henni. The Civic centre sem hefur að geyma ráðhúsið, ráðuneyti og aðrar stjórnsýslubyggingar hefur verið líkt við sambærileg hverfi í Washington DC. Falleg hvít hús með stórum þakhvelfingum, skreytt styttum og umhverfis eru fallegir garðar með gosbrunnum og blómum í öllum regnbogans litum.
Ég bjóst ekki við að sjá svona flott hverfi á þessum slóðum.

Í miðborginni, á bökkum River Taff, er kastali, Cardiff Castle. Þangað kíktum við og höfðum gaman af.
Alltaf gaman að skoða kastala og af þeim er víst nóg í Wales. Í norður-Wales eru víst nokkrir af fallegustu kastölum í UK. Þangað er stefnan sett fyrr en síðar.

Millenium Stadium stendur líka við ána, alveg inni í miðbæ. Þangað flykkjast Wales-menn til að horfa á rugby leiki og á meðan Wembley í London er í endurbyggingu þá eru flestir úrslitaleikir í enska boltanum spilaðir þarna. Leikvangurinn hýsir líka oft stóra rokktónleika.

Seint á 19. og snemma á 20 öld var í Cardiff ein stærsta kola- og stál-útflutningshöfn í heimi. Nú er sá bisness búinn og er því verið að breyta hafnarsvæðinu úr iðnaðarsvæði í skemmtisvæði. Þar er nú allt að fyllast af börum, veitingastöðum, hótelum og allskyns "menningarhöllum". Við kíktum á svæðið og fóru í siglingu út á Cardiff Bay. Það var mjög gott að leyfa sjávargolunni að kæla sig aðeins og gaman að sjá höfnina og borgina frá öðru sjónarhorni.
Dagurinn endaði svo á nokkrum köldum pæntum á útibar í miðbænum og mexikönskum dinner.
Lestin heim hálftíu og vorum mætt á Garðana um ellefuleytið.

Fínn dagur. Við mælum með með Cardiff.


12:59

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.