This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, júlí 14, 2003  
Hitinn fer oftast vel yfir 20 stig hér í Bristol um þessar mundir, sagði ég um daginn.
Góðan daginn.
Í dag var 31 gráða. Þvílíktur hiti. Ég hef ekki lent í öðru eins síðan á Mallorca fyrir nákvæmlega 10 árum síðan.
Helgin var eins. Ekki ský á himni, heit gjóla og mikill hiti. Ásta, systir Mæju, Ben, tæplega þriggja ára sonur hennar og Malla, vinkona Ástu, komu í heimsókn til Bristol á laugardaginn og stoppuðu í tvo daga. Mæja reddaði þeim góðum díl á City Inn.

Við Mæja fórum með þau út um alla borg og sýndum þeim það helsta sem Bristol hefur upp á að bjóða. Borgin skartaði náttúrulega sínu fegursta í góða veðrinu og mannlífið var einkar líflegt. Miðbærinn var stappaður frá morgni til kvölds af fólki í góðum gír að sleikja ís eða drekka bjór. Ben var einkar sáttur við að leika sér í gosbrunnum borgarinnar eins og reyndar flestir krakkarnir á svæðinu. Spjarirnar af og hoppað beint út í að busla. Ekki slæmt.
Sem sagt, mjög fín helgi.

Ég er ekki frá því að ég eigi eftir að sakna Bristol þegar við flytjum í haust. Nóg að skoða, flottar byggingar og fínir veitingastaðir og pöbbar á hverju strái. Svo er borgin mjög hæðótt sem settur mjög flottan svip á hana. Víða eru góðir útsýnisstaðir og turnar til að trítla upp í. Áin sem rennur í gegnum borgina setur svo punktinn yfir i-ið. Nú um hásumarið er mikil umferð á ánni. Skútur, spíttbátar, húsbátar, ferjur, kayakar og allt þar á milli.

Þeir spá svo aftur svona hita og blíðu á morgun en svo á að fara að kólna. Ég er sáttur við það. Það var eiginlega of heitt í dag. Ég sat hér inni við skriftir í dag á stuttbuxum einum fata og var að kafna úr hita.
Sumir eru nú samt sáttari við þetta en aðrir. Það var metsala á bjór, ís og grænmeti í stórmörkuðum í UK um helgina. Stórmarkaðir eins og Tesco eru með veðurfræðing í fullu starfi til að fylgjast með veðurspám. Búðin þarf að jú að vera með réttu vörurnar á tilboði og nóg af þeim þegar rétta veðrið kemur. Þegar gott veður er á næsta leiti þá þarf að panta meira af bjór, ís, jarðarberjum og öðrum blíðuvarningi.
Fatabúðirnir selja metmagn af sandölum, stuttbuxum, bikiníum og sólgleraugum og barir og veitingastaðir fyllast.
Bretar, eins og Íslendingar, vilja gera sér glaðan dag þegar vel viðrar.


21:21

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.