This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
laugardagur, júlí 19, 2003  
Þá er maður loksins búinn að fá út úr prófunum.
Þetta gekk allt saman upp. "Mr Jonsson has passed all modules", stóð á niðurstöðutöflunni í skólanum. Ég las línuna tíu sinnum til að vera viss.
Við vorum reyndar bara fjögur sem náðum þessum árangri. Sjö af ellefu full-time bekkjarfélögum féllu í einu eða jafnvel fleiri fögum.
Auðvitað held ég því fram að námið hafi bara verið svona erfitt að aðeins þeir allra-bestu féllu ekki.
Þeir sem féllu þurfa að taka haustpróf. Það hefði ekki passað alveg inn í prógrammið hjá mér að fara í haustpróf því ég þarf að skila lokaritgerðinni 26. ágúst. Haustpróf hefði sett þau plön í hættu.

Ritgerðarskrif ganga þokkalega. Ég er búinn að lesa og glósa ansi mikið og byrjaði svo fyrst að skrifa fyrir rúmri viku. Allt í orden þar. Undirbúningurinn er að gera sitt gagn.
Ég ætla svo að skrifa meira í næstu viku og reyna að byrja að vinna með gögnin um mánaðamótin. Sá pakki mun líklega taka góðan tíma.
Ég þarf að vera ansi duglegur næstu vikurnar til að ná að klára þetta fyrir 26. ágúst. Það reddast vonandi.

Óli Jó kom í heimsókn til Bristol á fimmtudaginn. Hann var að klára prófin í Oxford og því tilvalið fyrir hann að lyfta sér aðeins upp í sumarblíðunni í Bristol. Sjálfur átti ég nú skilið að fagna vel niðurstöðum prófanna svo þetta hitti allt saman mjög vel á. Ég var svo að fylgja honum út á lestarstöð rétt áðan.
Þetta voru því tveir góðir dagar þar sem ég reyndi að sýna honum það helsta sem Bristol hefur upp á að bjóða. Mæja var að vinna á fimmtudag, föstudag og í dag en náði samt að vera með okkur á fimmtudagskvöldið.

Við Óli röltum um miðbæinn, um helstu garðana, eyddum góðum tíma við Clifton suspension bridge og í Clifton hverfinu. Svo lagði ég einnig mikla áherslu á það að helstu pubbar borgarinnar færu ekki framhjá okkur. Óli virtist ekki hafa mikið á móti því plani.
Við fórum út að borða bæði kvöldin og höfðum það alveg reglulega fínt. Fyrra kvöldið fórum við öll þrjú á veitingastaðinn Spyglass sem er grillstaður á báti sem liggur á ánni í miðbænum. Steik og bernaise sósa með frönskum og salati. Eðalmatur. Í gær fórum við svo tveir á indverskan stað í Clifton, Bombay Spice. Lamb í sósu með grjónum, naan og ísköldum Kingfisher bjór. Ekki slæmt heldur.
Svo gisti Óli á svefnsófanum í stofunni hjá okkur og vaknaði ávallt með eindæmum hress!

Nú taka svo ritgerðarskrif við aftur. Það þýðir ekki að hanga í afslappelsi lengur. Það er bara hasta la vista baby, eins og Arnold myndi orða það.




15:33

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.