This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Back to Bristol.
Við erum mætt aftur á svæðið eftir tæplega tveggja vikna dvöl á Íslandi.
Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem buðu okkur í grillveislur, kvöldverðarboð, brúðkaup, útskrift og svo videre. Þetta var alveg frábært. Nákvæmlega það sem við þurftum eftir tæpt ár í frekar rólegu félagslífi.
Maður er andlega endurnærður þótt líkaminn hafi verið orðinn ansi lúinn undir rest.
Vantaði kannski örlítinn svefn!
Ekki tókst mér að koma góðri fjallgönguferð fyrir á þessum fáu dögum sem stoppað var á landinu. Ein nóttt í tjaldi hjá bústaðnum í Helludal gerði manni þó gott.
Bíltúr yfir Lyngdalsheiði og niður á Þingvelli reddaði fjallasýninni og kayakferð út í Þerney kom manni í smá tengsl við náttúruna.
Það verður bara meira næst, hvenær sem það nú verður.
Ferðin heim til Bristol frá Íslandi gekk vel og fær IceExpress eðaldóma hjá okkur Mæju. Hver saknar þess að fá gufusoðið grænmeti og ferkantaða ommelettu frá Flugleiðaeldhúsi þegar hægt er að kaupa Júmbó samloku með roastbeef og dollu af Egils Gulli af næstu flugfreyju á ca 500 kr.
Ekki ég amk.
Ok, Heathrow er aðeins nær London en Stansted (fyrir þá sem eiga leið til London). Ferðatíminn er kannski tæpum klukkutíma lengri frá Stansted en frá Heathrow og farið eitthvað dýrara.
Mann munar samt um að spara allt frá 15.000 kr og jafnvel meira þegar kaupa þarf flugfar. Það er málið.
Annars allt að komast í fyrra horf hér hjá okkur í Bristol. Mæja er komin á fullt á City Inn og ég les og skrifa um market response models.
Tony stendur enn í ströngu og Ian Duncan Smith lofar upp í ermina á sér. Berlusconi sér samt um um fjörið í gúrkutíðinni.
Bresku blöðin eru nú hvert af öðru að senda fréttaritara til Madrid til að fylgjast með ævintýrum Beckham og Posh þar á bæ. Þessir fréttaritarar munu hafa aðsetur í borginni og eingöngu flytja fréttir af þeim skötuhjúum. Hljómar hálfómerkilegt starf. Samt er líklegt að þessar fréttir verði þær mest lesnu í blöðunum næstu árin.
22:10
|
|
|
|
|