This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, janúar 24, 2005  
Gistigestir & nutcases

Já, það er rétt.
Drengurinn er dottinn í tölvuleikina.
Loksins.

PlayStation 2 - slim line - heitir hún. Nýjasta útgáfan af þessari mögnuðu vél.
Fékk hana á 105 pund sem verður að teljast nokkud ódýrt.
Svo er bara málið að kaupa notaða leiki enda engin ástæða fyrir mig - byrjandann - að eltast við þá allra nýjustu.

Splunkunýr leikur kostar 35-40 pund en notaða leiki fær maður 7-15 pund. Og nóg er úrvalið.

Er nú að spila leik sem heitir Half Life sem snýst mest megnis um að drita niður hermenn og skrímsli og leysa nokkrar thrautir . ´First person shooter´ er þessi týpa af leikjum víst kölluð.
Nokkuð spennandi stuff.
Langar líka að prófa Splinter Cell þar sem maður er einhverskonar sérsveitarmaður á mission á stórhættulegum stað. Njósn og ofbeldi. Smá heilastarfsemi krafist.

Það hlaut svo sem að koma að þessu. Við Arkenford-menn vinnum mikid fyrir framleiðendur leikjavéla og tölvuleikja og því ekki verra fyrir mig - professionally séð - að tjékka aðeins á hvað þetta snýst allt saman um. Við erum jafnvel ein aðalrannsóknarstofan í bransanum og því jafnvel nauðsynlegt fyrir mig að vera 'gamer'.
Það var náttúrulega meginástæðan fyrir því að ég keypti vélina.
Einmitt!
Svo er hún líka DVD spilari.

Er með lítið sjónvarp og PS2 í milliherberginu svo Mæja getur horft á Big Brother og Wife Swap, og hvað þetta allt nú heitir, inni í stofu á meðan ég lumbra á skrímslum og furðuhlutum í herbeginu.
Reyni samt að verða ekki alveg hooked.
------------------------

Ég tók mig til um daginn og taldi saman fjölda gistinátta hjá okkur Mæju í Guildford á síðasta ári. Mig grunaði að talan yrði nokkuð há enda oft með gesti hér.
Ein gistinótt var talin ef einn gestur dvaldi hjá okkur eina nótt, tvær nætur ef tveir gestir dvöldu yfir nótt o.s.frv. Ég gerði þetta nú bara eftir minni en held ég sé með þetta nokkuð rétt. Man svona hluti.

Niðurstaðan var 97 gistinætur árið 2004.
Flestir gistu hér á Stocton Road en örfáir mættu fyrir flutninga í maí og þurftu því að láta sér nægja hörðu sólstólsdýnuna á Twyford Court á campus.

67% gesta voru íslenskir, 29% frá Evrópu og 4% frá Asíu.

Magnað stuff og ég nú meiri nördinn að vera að telja þetta saman og brjóta niður eftir þjóðerni.
Svona er maður mikill analysti.

Nú er bara spurning um að slá metið á þessu ári.

Gestir alltaf velkomnir.
Max fjórir í einu samt.
Hundar velkomnir með.
En ekki kettir.
Neysla áfengis í góðu lagi.

Erum þegar komin með bókanir í febrúar og apríl.

----------------------

Vorum reyndar með matargesti á laugaraginn en ekki gistigesti þó.
Þetta voru þau Olivier og Sarah. Gengi sem ég kynntist í MSc náminu í Bristol og hef minnst á hér áður.
Hann er Fransmaður með þykkan hreim og hún grænmetisæta og frekar hlédræg.
Meira stuð í honum en henni. Fínn gaur. Finnst Camel góður og bjór og vín betra en ekkert. Hann býr í Strasbourg sem þýðir eðalbjór og hvítvín. Alsace er héraðið.

Hún tilkynnti sinn grænmetisætustatus þegar við vorum öll saman í Sainsburys að kaupa í matinn.
Við Mæja vorum búin að plana Mexikanskt þema. Nautakjöts fajitas mit alles og því góð ráð dýr.

Hún vildi frekar fá bauna og grænmetis version og fékk hún hana. Smakkaðist reyndar allt lagi enda kokkurinn úrvals - ég sjálfur.
Doritos snakkið mátti ekki vera með osti eða orginial flavour því það var ekki suitable for vegetarians. Bla bla.

Meira vesenið - eða eins og einhver gúbbinn sagði: "Bloody vegetarians, they´re all fruit-and-nutcases".



08:55

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.