This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
sunnudagur, október 24, 2004  
Walking in the shadow of the blues

Eins og Coverdale myndi orða það.

Aftur er ég einn í kotinu og blúsinn því í algleymingi.

Mæja fór í gær til Woodbridge að passa Ben, frænda sinn, og verður hún þar fram á þriðjudag.
Ég átti því frekar tíðindalítið laugardagskvöld.
Horfði á sögulegt documentary um Venice og mörk dagsins í enska boltanum.
Gary Lineker og Alan Hansen - alltaf í boltanum.

Svo er spurning hvað maður gerir í dag.

Guildford er og var markaðsbær.
Í aldanna rás hefur fólk komið hér saman til að kaupa og selja afurðir úr sveitinni í kring og helstu iðnaðarvörur frá Guildford.
Nú á gervihnattaöld hafa high street chains tekið völdin og hinn eiginlegi markaður látið í minni pokann.

Nú sem áður fyllist miðbærinn samt af fólki um helgar því ekki skortir úrvalið af búðum, vörum, kaffihúsum, pubbum og því helsta sem þarf til að mynda góða bæjarstemmingu.

Í North Street er svo að finna útimarkað þar sem hægt er að kaupa afurðir úr sveitinni. Þessi markaður gefur manni líklega ágæta mynd af stemmingunni hér í miðbænum fyrr á öldum.
Kjöt, grænmeti, ávextir, ostar og allskyns handverk sem maður fær á góðu verði. Kaupmennirnir hrópa hver ofan í annan og allt er fullt af fólki.

Það er því alltaf ágætt að rölta í miðbæinn um helgar og kíkja í búðir og kaupa í matinn.
Jafnvel að maður fái sér eitt heitt Cornish Pasty til að ilja sér og kíki í bókabúð.

Er búinn að finna hér bókabúð sem selur bækurnar með góðum afslætti. Veit ekki afhverju þeir eru svona ódýrir en þarna má finna nýja bækur á 10-12 pund. Hardcover og alveg splunkunýtt efni. Úrvalið er reyndar minna en í öðrum bókabúðum og er það líklega skýringin.
Venjulega kostar ný hardcover bók ca 20 pund en fer svo niður í 8-9 pund þegar kiljan kemur út ca 6-12 mánuðum síðar.

Svo hef ég alltaf The Spectator til að glugga í um helgar.
Ég hef verið áskrifandi að þessu tímariti síðan snemma í sumar og kemur það út á hverjum föstudegi, smekkfullt af góðum greinum eða ritgerðum um málefni líðandi stundar - þó helst um pólitík, þjóðfélagsmál, menningu og listir.
Ég hef tekið eftir því að Egill Helgason skifar stundum um The Spectator á Silfrinu sínu. Hann virðist vera áskrifandi líka og hefur miklar mætur á þessu tímariti.

The Spectator hefur komið út óslitið síðan 1828 sem er víst met í blaða/tímaritabransanum.
Right wing, upmarket, intellectual, cultural, witty, historical, conservative, old English values.

Þessi orð ættu að lýsa The Spectator ágætlega en ekki endilega lesendunum.
Upplagið hér í UK er um 66.000 eintök sem er svona álíka og sunnudagsblað Moggans.

Ég geri ráð fyrir að þeir sem kaupa auglýsingar í The Spectator viti eitthvað um lesendahópinn. Dýr úr og bílar, handsaumaðar skyrtur og jakkaföt, exotic lúxus ferðalög, second homes in France, handsmíðuð húsgögn og listaverk.
Sem sagt, dýrt stuff fyrir fyrir 40-50 ára og eldri.
Ég er varla í markhópum. Ekki efnaður eða mjög gamall - þótt The Big ThreeO sé nú á næsta leiti.
Finnst stundum eins og blaðið sé of posh fyrir almúgamann eins mig.
Eins og maður verði að vera aristocrat, innsti koppur í Whitehall eða big shot í London til að mega lesa það.

Samt eðalblað.
Bestu og reyndustu blaðamenn landsins fá að skrifa greinar í það - sem og einstaka gestapennar sem eru í flestum tilvikum þungavigarmenn í pólitík eða háskólum, rithöfundar eða bissnessmenn.

New Statesman er annað álíka tímarit en meira á vinstri vængnum.
Ég gaf því líka séns og keypti það nokkrum sinnum.
Var ekki næstum eins sáttur við það.
Meira væl, kvart og kvein eins og oft vill loða við blöð og tímarit á vinstri vængnum.
Ég hef t.d. aldrei getað vanið mig á að lesa The Guardian af sömu ástæðu.
Netútgáfan þeirra er reyndar fín, sérlega MediaGuardian og Jobs.

Svo vantaði líka allan húmor í New Statesman.

Útsýnið er alltaf svo slæmt þarna vinstra megin og því alltof lítill tími til að hafa gaman að hlutunum.


11:36

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.