This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, september 29, 2004
Haustheimsókn
Það er aðeins farið að hausta hér í Guildford.
Það er svo sem í fínu lagi enda sumarið búið að vera ansi langt hjá okkur Mæju.
Það byrjaði eiginlega um páskana á Sikiley og endaði um miðjan september þegar við komum heim frá Seville.
Nú dimmir um kvöldmatarleytid og er alveg þörf á að kveikja upp í arninum á sama tíma.
Vid erum með ágætis kolaarinn og góðar birgðir af kolum úti í garðskúr.
Það logar í kolunum í ca 6 tíma sem er alveg passlegt.
Kveikt í med spritti og voda kósí stemming.
Haustin hér í Englandi eru annars stórfín.
Skógarnir skarta fallegum haustlitum, veðrið er frekar milt og oft bjart (eins og gerist og gengur!) og sjónvarpsdagskráin batnar heilmikið.
Í ágúst er silly season (gúrkutíð) hjá fréttamiðlum enda þingmenn í fríi og því fátt að gerast á þeim vettvangi.
Nú eru þeir hins vegar flestir að komast í gírinn aftur og blaðasnáparnir hressast aldeilis við það.
Ég kætist líka enda skemmtilegra að fylgjast með fréttum en ekki-fréttum.
Nú ku fara í hönd síðasti vetur fyrir alþingiskosningar og því líklegt að fjörið verði ansi mikið í vetur.
Torys ætla að djöflst á Tony og Labour og Lib Dems ætla að reyna að troða sér á milli, láta í sér heyra svo að kjósendur muni nú örugglega eftir þeim í kjörklefanum næsta vor.
Torys eiga nú lítinn séns á að vinna konsningarnar. Til þess eru þeir of vonlausir. Það viðurkenna jafnvel hörðustu Torys.
Næstum allir nema þeir sem sitja í the shadow cabinet.
Þeirra tími er ekki kominn þrátt fyrir að hafa verið úti í kuldanum frá 1997.
Labour er enn málið.
Þrátt fyrir allt.
Andstaðan er bara ekki nógu góð.
Lib Dems hafa jafnvel staðið sig betur í stjórnarandstöðu en Torys en þeir eru bara of litlir enn til að eiga möguleika á að vinna.
Sumir taka þá heldur ekki alvarlega.
Thad var eitthvad annad uppi a teningnum her i upphafi 20. aldar thegar Lib Dems voru 'in' og fengu meiradsegja Churchill med ser i lid.
Their stalu honum fra Torys. Hann gekk reyndar aftur i lid med Torys seinna meir en thad er onnur saga.
Churchill lenti amk oft i rikisstjorn thegar hann tilheyrdi Lib Dems.
Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri með kosningarétt hér.
Ég geri ráð fyrir að Guildford sé Tory bær.
Eg er nú samt ekki mikill Tory í mér. Meira Lib Dem - Labour blanda.
Sjáum til.
Ætli maður taki ekki bara þátt í þessum kosningapakka eins og maður væri Breti.
Fylgist með, mynda mér skoðun og kýs svo ekki.
Um það bil helmingur kýs ekki - held ég. Það er nú málið.
-----------------------------
Við Mæja fengum góða heimsókn hingað til Guildford fyrir helgi.
Einar Ingimundar og Bryndís mættu á svæðið á fimmtudagskvöld og dvöldu hér fram á mánudag.
Þau tjilluðu sér í London á föstudag og sunnudag en thess a milli attum vid godar stundir her i Guildford.
A fostudagskvold var farid á pubbinn hér í Guildford og nokkrum pintum skolad nidur og endað á Pizza Express í góðu stuði.
Tókum svo klassískan Guildford pakka á laugardeginum (labb&pub) og enduðum hér heima í "spænskum" smáréttum og smá öli og víni.
Einar náði að vinna mig í pílukasti í koldimmu í garðinum og var það lágpunkur kvöldsins að mínu mati.
Hápuntur kvöldsins var hings vegar þegar þegar nágranninn kom niður og kvartaði vegna hávaða í okkur.
Þetta kom mér í opna skjöldu því við vorum einkar lágvær að mínu mati. Ekki einu sinni að spila Whitesnake eða annað gott rokk. Bara á rólegum Blur nótum.
Ég vil nýta tækifærið og þakka Ink og fru aftur fyrir lifrarpylsuna og sælgætið.
Steikt lifrarpylsa með English breakfast er alveg málið.
Try it at home.
16:50
|
|
|
|
|