This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
miðvikudagur, september 29, 2004  
Haustheimsókn

Það er aðeins farið að hausta hér í Guildford.

Það er svo sem í fínu lagi enda sumarið búið að vera ansi langt hjá okkur Mæju.
Það byrjaði eiginlega um páskana á Sikiley og endaði um miðjan september þegar við komum heim frá Seville.
Nú dimmir um kvöldmatarleytid og er alveg þörf á að kveikja upp í arninum á sama tíma.
Vid erum með ágætis kolaarinn og góðar birgðir af kolum úti í garðskúr.
Það logar í kolunum í ca 6 tíma sem er alveg passlegt.
Kveikt í med spritti og voda kósí stemming.


Haustin hér í Englandi eru annars stórfín.
Skógarnir skarta fallegum haustlitum, veðrið er frekar milt og oft bjart (eins og gerist og gengur!) og sjónvarpsdagskráin batnar heilmikið.

Í ágúst er silly season (gúrkutíð) hjá fréttamiðlum enda þingmenn í fríi og því fátt að gerast á þeim vettvangi.
Nú eru þeir hins vegar flestir að komast í gírinn aftur og blaðasnáparnir hressast aldeilis við það.
Ég kætist líka enda skemmtilegra að fylgjast með fréttum en ekki-fréttum.

Nú ku fara í hönd síðasti vetur fyrir alþingiskosningar og því líklegt að fjörið verði ansi mikið í vetur.
Torys ætla að djöflst á Tony og Labour og Lib Dems ætla að reyna að troða sér á milli, láta í sér heyra svo að kjósendur muni nú örugglega eftir þeim í kjörklefanum næsta vor.

Torys eiga nú lítinn séns á að vinna konsningarnar. Til þess eru þeir of vonlausir. Það viðurkenna jafnvel hörðustu Torys.
Næstum allir nema þeir sem sitja í the shadow cabinet.
Þeirra tími er ekki kominn þrátt fyrir að hafa verið úti í kuldanum frá 1997.

Labour er enn málið.
Þrátt fyrir allt.
Andstaðan er bara ekki nógu góð.
Lib Dems hafa jafnvel staðið sig betur í stjórnarandstöðu en Torys en þeir eru bara of litlir enn til að eiga möguleika á að vinna.

Sumir taka þá heldur ekki alvarlega.

Thad var eitthvad annad uppi a teningnum her i upphafi 20. aldar thegar Lib Dems voru 'in' og fengu meiradsegja Churchill med ser i lid.
Their stalu honum fra Torys. Hann gekk reyndar aftur i lid med Torys seinna meir en thad er onnur saga.
Churchill lenti amk oft i rikisstjorn thegar hann tilheyrdi Lib Dems.

Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri með kosningarétt hér.
Ég geri ráð fyrir að Guildford sé Tory bær.
Eg er nú samt ekki mikill Tory í mér. Meira Lib Dem - Labour blanda.
Sjáum til.
Ætli maður taki ekki bara þátt í þessum kosningapakka eins og maður væri Breti.
Fylgist með, mynda mér skoðun og kýs svo ekki.
Um það bil helmingur kýs ekki - held ég. Það er nú málið.

-----------------------------

Við Mæja fengum góða heimsókn hingað til Guildford fyrir helgi.
Einar Ingimundar og Bryndís mættu á svæðið á fimmtudagskvöld og dvöldu hér fram á mánudag.

Þau tjilluðu sér í London á föstudag og sunnudag en thess a milli attum vid godar stundir her i Guildford.
A fostudagskvold var farid á pubbinn hér í Guildford og nokkrum pintum skolad nidur og endað á Pizza Express í góðu stuði.
Tókum svo klassískan Guildford pakka á laugardeginum (labb&pub) og enduðum hér heima í "spænskum" smáréttum og smá öli og víni.
Einar náði að vinna mig í pílukasti í koldimmu í garðinum og var það lágpunkur kvöldsins að mínu mati.
Hápuntur kvöldsins var hings vegar þegar þegar nágranninn kom niður og kvartaði vegna hávaða í okkur.
Þetta kom mér í opna skjöldu því við vorum einkar lágvær að mínu mati. Ekki einu sinni að spila Whitesnake eða annað gott rokk. Bara á rólegum Blur nótum.

Ég vil nýta tækifærið og þakka Ink og fru aftur fyrir lifrarpylsuna og sælgætið.

Steikt lifrarpylsa með English breakfast er alveg málið.

Try it at home.

16:50

þriðjudagur, september 28, 2004  
Einmitt!!!!!!

Er allt ad verda craaaaazzzzzzzzzyyyyyyy?

Gudni Agustsson er starfandi forsaetisradherra.
Hvada snillingi datt thetta i hug?
Gudni Agustsson!!!!

Endanleg sonnun thess ad eitthvad tharf nu ad fara ad krukka i skipulaginu a thessum malum heima a Islandi.
Forsaetisradherrann kemur ur flokki sem sem vard i 3ja saeti i sidustu kosningum (med nokkurri hjalp fra kosningakerfis-bias) og varamadurinn er med IQ undir ollum velsaemismorkum.

Er ollum sama?

Their eiga thetta kannski skilid.
Bunir ad vera numer 2 i rikisstjorn svo lengi.
Skiptir engu thott fair hafi kosid tha og enn faerri hafa ahuga a theim nu.

Jaeja.
Best ad hneykslast bara i hljodi.



08:08

fimmtudagur, september 23, 2004  
Binni tekur tolvuleikjabransann med trompi

Flest stuffid i thessari frett er byggt a stormerkilegum tolfraedilegum greiningum minum.
Casual gamers urdu til i tolvunni minni, hvorki meira ne minna.
Gaman ad thvi.

Eg vona bara ad eg hafi nu orugglega reiknad allt saman rett svo leikjaframleidendur fari nu ekki ad eyda peningum i einhverja vitleysu.

Fingers crossed.

10:59

föstudagur, september 17, 2004  
Sevilla

Sisi.

Maett aftur til Guildford eftir gott fri i Sevilla a sudur-Spani.
5 naetur og 6 dagar i Andalusiu.

Maja gerir ferdinni god skil a blogginu sinu.


08:20

föstudagur, september 03, 2004  
Bara thegar hentar mer

Hermadurinn John Kerry var sendur til Vietnam arid 1968. Dvaldi hann thar i 4 manudi.

A theim stutta tima fekk hann 3 Purple Hearts ordur. Godur arangur thad, ekki rett?

Varla.

Fyrir ykkur sem ekkert vitid um ordu-systemid i bandariska hernum, tha fa bandariskir hermenn Purple Heart orduna thegar their saerast i stridi.
Talsmenn Kerry hafa thegar vidurkennt ad fyrsta "sarid" var 'self inflicted'.
"Sar" nr 2 og 3 voru hins vegar alvoru en ekki alvarleg.
Fair enough.

Thegar bandariskur hermadur hefur fengid 3 Purple Hearts ordur en er enn bardagahaefur hefur hann val um hvort hann klarar herthjonustu sina, sem var eitt ar arid 1968, eda fer med naesta flugi heim.
Kerry var bardagahaefur thratt fyrir "sarin" thrju en akvad ad fljuga heim.
Skil thad vel. Ekkert stud i Vietnam.

Eftir ad heim var komid gerdist hann mikill andstaedingur stridsins, brenndi ordurnar sinar, tok thatt i motmaelafundum asamt Jane Fonda & co. og kom fram sem talsmadur andstaedinga stridsins.
Su fjolmidlaumfjollun sem Kerry fekk a thessum tima hefur an vafa att mikinn thatt i ad hann var kjorinn a thing. Hann vard amk nokkud thekktur fyrir vikid.

Oflugur gaur med hugsjonir a heima a thingi.

36 arum sidar er madurinn i godum gir, running for president of the USA (BNA, svo Moggamennskilji thetta nu orugglega).

I kosningabarattunni minna Kerry og hans menn okkur syknt og heilagt a thad ad her se nu gomul og god stridshetja a ferdinni. Fyrir 36 arum bardist madurinn i Vietnam og fekk 3 Purple Hearts ordur. Hvorki meira ne minna. Thetta er hinn utvaldi leidtogi a timum hrydjuverka og stridsataka.
Enginn aumur pabbastrakur sem aldrei hefur migid i saltan sjo.

Their gleyma samt ad minnast a thad ad Kerry var nu bara "stridshetja" i 4 manudi, eina af ordunum fekk hann fyrir ad skjota sjalfan sig i fotinn og thegar hann hafdi valid tha dreif hann sig bara heim i heidardalinn og skildi felagana eftir i skitnum.
Tha var hann ekki stoltur af ordunum og taladi gegn stridinu thvi oll thesshattar hegdun hentadi vel til ad afla ser vinsaelda. Nu er hann hins vegar stoltur af theim enda super-tromp ad geta veifad stridsordum framan i bandarisku thjodina um thessar mundir.
Sjaid mig - eg er horkutol.

Bara thegar hentar mer.
Bara thegar hentar mer.

Var ekki einhver ad tala um ad Kerry vaeri taekifaerissinni? Eg er farinn ad trua thvi.
Svo er hann nu oskop trenadur.
Ekki mikill vollur a kalli.
Eda karisma. Hvar er thad?
Ekki er hann fyndinn.
Eda hrifandi raedumadur.

Svona fljott a litid finnst mer hann ekki nogu godur i jobbid.

Frekar vil eg Mrs Clinton eftir 4 ar en Kerry naestu 8 ar.

Republikanar mega hreinsa skitinn eftir sig sjalfir - og fa 4 ar til thess i vidbot.






08:12

miðvikudagur, september 01, 2004  
Vedur

Eftir ovenju blautan agust her i UK spa their edal-september.
4 vikna spain var vist ovenju god ad thessu sinni.

Folk er rett komid ur sumarfrii og grislingarnir maettir i skolann og thvi tilvalid ad smella sma blidu a landid.

Reyndar var vedrid her i Guildford alveg tholanlegt i agust. Segjum 5 skurir a dag - ad jafnadi. Stadalfravik 1.7.
Frekar hlytt og oftast sol og blida a milli skura.
Mjog gott fyrir grodruinn og allt i lagi fyrir mannfolkid.

Annars stadar i UK var astandid verra. Thad rigndi vida mjog mikid og a stoku stad endadi allt a kafi.

I London kom thad tvisvar fyrir ad torrential rain gjorsamlega yfirfyllti oll raesi sem olli thvi ad skolp og annad oged flaut beint ut i Thames. Fiskar i anni dou og rodramenn neyddust til ad thvo bata sina med sapu eftir hvern rodur til ad na burt saurgerlunum.
Greyid their.

Thetta kom sem sagt fyrir tvisvar i sidasta manudi. Thad kom tho engum a ovart ad raesin i London myndu klikka i svona ofsarigningu. Thau voru byggd a 19. old og alls ekki ekki honnud fyrir rumlega 8 milljon manna borg.
Liklega voru thau heldur ekki honnud fyrir thau vedurskilyrdi sem nu skella a borginni.
'Global warming' segja menn bara og yppta oxlum.

Daemin eru fleiri.
Einn godan vedurdag a mjog afmorkudum stad i Cornwall rigndi nokkra manada regnskammti a orfaum andartokum og nidurstadan vard 3 metra ha flodbylgja sem skall a litlu thorpi sem stendur i dal eda laegd. Ain sem rennur i gegnum thorpid ox sem sagt meira en godu hofi gegnir, flodbylgjan skall a og tok med ser bila og hus og alla mogulega lausamuni.
Mikid tjon en tho ekki manntjon. Furdulegt sem thad ma nu vera.
Their eru kannski svona vel syndir tharna i Cornwall?
Eda ekki syndugir og thvi fengid ad kynnast miskunn Gussa.
Beats me.

Kalli prins maetti a svaedid til ad tjekka a stodunni og syna samhug i tweed jakka og base buxum og var voda finn. Thadi halfa! pintu af oli a pubbnum (hann stodst flodid, sem betur fer) og brosti sinu breidasta.
Hr Prescott, deputy Prime Minister, maetti lika a svaedid og hefur orugglega fengid ser 6 pintur og brosad enn breidar. Tha var hann nykominn fra Wales thar sem hann bjargadi steinrotudum kajakgubba fra drukknum thar sem hann flaut nidur beljandi fljot. Prescott var fljotur til thegar hann sa gubbann koma fljotandi, od ut i og bjargadi honum. Veiddi visast nokkur atkvaedi i leidinni.
66 ara Prescottarinn laetur ser sko ekki leidast. Thykir vist fatt betra en gott pie og pinta af hlandvolgum bitter.

Ja. Og ekki ma heldur gleyma storflodunum i Dunkeld i Scotlandi. Thau settu allt a annan endann a heimili Svenna Ingvars og fjolskyldu. Bassarnir foru a kaf enda 30 sm af fresku halandavatni a stofugolfinu.
Uff. Ekki gaman ad thvi.

Sidast frettist af Svenna a baksundi a hverfispubbinn. 500 metrar framogtilbaka.
Hressandi sundsprettur segi eg nu bara.




16:18

 
This page is powered by Blogger.