This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
fimmtudagur, júní 10, 2004
Við Mæja tókum upp á því að verða veik saman í gær.
Ég fór að slappast í kringum hádegisbilið í en þraukaði samt í vinnunni til sex. Þegar ég mætti heim var Mæja í nákvæmlega sama pakka og ég. Slappleiki og hitavella. Við eyddum því kvöldinu í hálfgerðu móki í sófanum og horfðum á TV. Fréttir, Dangers in Space, klukkutími af Jurassic Park III, og Big Brother.
Sveitt nótt og engin vinna í dag. Fyrsti veikindadagurinn eftir nákvæmlega 3 mánuði í vinnu.
3 mánuðir já. Það var víst reynslutímabilið mitt hjá Arkenford. Nú er ég orðinn varanlega fastur starfsmaður sem þýðir að ég rétt á meiri sporslum (bónusar, pension scheme, tryggingar) en á móti kemur að gert er ráð fyrir að ég vinni í minnst 2 ár hjá fyrirtækinu.
Það er í fínu lagi mín vegna.
Oxford-helgi (29. - 30. maí).
Ég sagði frá því hér um daginn að ég ætlaði til Oxford að hitta Óla Jó og skála fyrir 10 ára stúdentsafmæli.
Sú ferð var hin fínasta.
Ég náði beinni lest frá Guildford til Oxford á laugardagsmorgni og var hún rétt rúmlega klukkutíma á leiðinni. Þegar til Oxford var komið byrjaði ég á því að fara í eðal-bókabúð Blackwells í miðbænum. Ég tölti út með eina góða tölfræðibók, Analysing Multivariate Data, og tvær léttari - ævisaga Leonardo Da Vinci með áherslu á vísindastörf hans og svo pistlasafn Jeremy Clarksons um bíla og tengt stuff.
Við Óli hittumst svo um tvöleytið og tókum góðan labbitúr um bæinn með reglulegum hvíldarhléum á pubbum bæjarins. Þennan daginn var aðeins drukkinn bitter af bestu sort.
Um kvöldið fórum við á gott curry-house og enduðum svo daginn á nokkru viskí sjússum. Skál fyrir 10 ára stúdentum og sa videre.
Full-English breakfast á sunnudagsmorgninum gerði gæfumuninn og ég brunaði aftur heim til Guildford rétt eftir hádegi.
Woodbridge helgi.
Já vinnuvikan leið hratt því hún var aðeins 4 dagar. Bank Holiday á mánudeginum.
Eftir vinnu á föstudeginum (4. júní) tók ég lestina til Ipswich þar sem Mæja (sem fór á fimmtudeginum) og Ásta og Ben náðu í mig og við brunuðum til Woodbridge. Planið var að við Mæju pössuðum upp á Ben litla um helgina því Ásta þurfti að vinna á dýralæknastofunni sinni.
Einhvern veginn fannst mér við ósköp lítið þurfa að passa og eyddum við mun meiri tíma í að ferðast með Ástu og Ben um næstu sveitir. Gott mál.
Á laugardeginum kíktum við m.a. á Framlingham Castle í Suffolk. Kastali frá 12. öld, 13 turnar og nokkuð heillegur. Hægt er að ganga hringinn á kastalaveggnum og því auðvelt að setja sig í fótspor þeirra sem sáu um varnir kastalans fyrr á öldum. Bogi og örvar, heit tjara, sverð og axir. Magnað hefði maður fengið að leika sér þarna þegar maður var 10 ára.
Þennan dag var á dagskrá landsleikur Englands og Íslands í knattspyrnu í Manchester. Rúmlega 2000 Íslendingar á svæðinu og ölvun ógilti ekki miðann (sem betur fer).
Við mættum frekar seint til Woodbridge eftir kastalaferðina svo ég náði aðeins að sjá síðasta korterið af leiknum á pub í bænum. Þegar ég kom inn á pubbinn sá ég strax á skjánum að staðan var 6-1 fyrir England. Ég setti upp skömmustulega grettu sem vakti athygli viðstaddra. Gaur sem stóð við barinn spurði mig hvaðan ég væri og þegar ég sagði honum það hló hann alveg ógurlega og hrópaði svo heyrðist yfir allan pubbinn "This guy is from Iceland". Á pubbnum voru circa 50 lager-laddar á öllum aldri og hlógu þeir vel og lengi af þessum einmana aumingja Íslendingi. 6-1 in your face.
Mér fannst þetta nú bara fyndið líka og hló með þeim. Fékk svo Guinness í boði hússins og ræddi við nokkra fastagesti um fótbolta. Hreiðarsson er mikil hetja á þessum slóðum eftir að hafa spilað með Ipswich og allir þekkja náttúrulega Gudjohnsen. But Iceland is not a footballing nation. Það var niðurstaðan.
Ég sagði bara já já og dreif mig heim í grill og góðgæti.
Á sunnudeginum kíktum við í strandbæinn Bawdsey, röltum meðfram stöndinni, flugum Winnie-the-poo flugdreka og kíktum á kaffihús bæjarins.
Lest - nei rúta vegna viðhalds á teinum - frá Ipswich um fjögur. Á London Liv. St. um sex. Við Mæja nenntum ómögulega að fara heim til Guildford alveg strax enda mikil sól og blíða og loftkælingin í rútunni biluð og við því alveg soðinn eftir ferðina. Því var tilvalið að tjilla aðeins í Est End fram á kvöld. Kíktum á tvo pubba af svalari gerðinni og fórum svo á curry-house á Brick Lane. Ódýrt og gott að borða þar.
Heim fyrr en síðar og gírinn góður.
Góð helgi með Ástu og Ben í Suffolk og fínt að enda hana á afslappelsi í London.
10:35
|
|
|
|
|