This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, maí 14, 2004  
Week Ends

Svenna-helgi að baki, og rúmlega það, og EuroVision-helgi framundan.

Ætli við verðum ekki með einhverja smá gleði hér á Stocton Road á laugardaginn á meðan við fylgjumst með Jónsa gaula slagarann góða. Við höfum aldrei heyrt þetta blessaða lag sem gerir þetta bara enn meira spennandi. Spurning um að grilla og borða í garðinum góða og færa sig svo inn í stofu fyrir stigatalninguna. Við erum búin að ditta aðeins upp á garðinn svo hann er orðinn vel boðlegur fyrir garden party - eins og felagararnir i Mezzoforte myndu orda thad. Stórt borð á pallinum og gróðurinn kominn í góðan gír.

Síðasta föstudag var fyrsta grillpartý sumarsins haldið hér í nýju íbúðinni. Svenni mætti til Guildford um fimmleytið og tölti með mér í Sainsbury´s til að kaupa í matinn. Nautakjot og fineri. Á meðan lágu þær Mæja, Karen og Goyo (the Mongolian) hér heima og sötruðu rauðvín. Eitthvað gekk mér nú illa að kveikja í blessuðum kolunum enda hafa þau legið hér í garðskúrnum í allan vetur og eru því orðin ansi rök. Það var ekki fyrr en Goyo tók til sinna ráða að eitthvað fór að gerast. Hún er náttúrulega þaulvanur grillari enda Mongólar þekktir fyrir sín bbq. Hún kann meiraðsegja að grilla á kúadellum en það er önnur saga.

Grillmaturinn var ekki til fyrr en að ganga tíu en það var svo sem allt í lagi því nóg var til að rauðvíni handa stelpunum svo þær tóku bara ekkert eftir seinkuninni. Gott mál.

Daginn eftir vorum við Svenni mættir til London um hádegisbilið. Frá Waterloo fórum við yfir Thames og kíktum á Houses of Parliament, Westminster Abbey, Green Park, Buckingham Palace og röltum svo eftir Knightsbridge og enduðum á Natural History Museum og svo á Science Museum. Tókum svo underground niður á Leicester Square og töltum um Piccadilly Circus og Trafalgar Square og lukum göngunni á pub hjá Covent Garden (The Globe). Átum frekar morkið Chinese stuff á þessum slóðum og kvöddum svo London á Sherlock Holmes pubbnum á The Strand.
Allt fór vel fram og þurfti hvorugur að styðja hinn.
Þegar heim var komið skelltum við nokkrum góðum Kiss slögurum í DVD spilarann áður en farið var í háttinn. Mæja var nú ekki alveg að fíla þá.

Á sunnudeginum tókum við Svenni svo gott tölt um sveitina hér í kringum Guildford og enduðum svo með Mæju á The White House í miðbænum þar sem hægt er að fá eðalmat. Steak and Ale pie-ið hjá þeim klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Og ekki er slæmt að skola því niður með creamy Guinness.

Svenni flaug svo aftur til Scotlands snemma á mánudagsmorgninum. Það tók hann sex og hálfan tíma að komast í vinnuna þennnan morgun. Það tók mig ca sex og hálfa mínútu að tölta í mína vinnu.



12:58

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.