This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, maí 25, 2004  
Good stuff

Enn ein quality helgin að baki.
Að þessu sinni vorum við Mæja bara tvo í kotinu og var því frekar rólegt hjá okkur.

Eftir vinnu á föstudag kom ég við í hverfissjoppunni og keypti nokkra bjóra til að sötra um kvöldið. Gott að fá sér nokkra kalda eftir öfluga vinnuviku.

Indversku mæðgurnar voru í góðu skapi að vanda. Amman situr á bak við búðarborðið og fylgist með dóttur sinni afgreiða og horfir á sjónvarpið. Sú gamla er tannlaus og gráhærð en virkar nokkuð hress. Talar þó ekki mikið. Talar líklega ekki ensku.

Um kvöldið gerðum við heiðarlega tilraun til að horfa á kvikmyndina Sleuth á DVD. Þeir Laurence Olivier og Michael Caine fara á kostum í myndinni og voru báðir tilnefndir til Óskarsverðluana árið 1972 eða 73. Mæju fannst þeir félagar þó vera með heldur mikla munnræpu og því erfitt að fylgja söguþræðinum á þriðja bjór (ég hef séð myndina áður plús leikritið þannig að ég var í þokkalegum málum). Því var ákveðið að að skipta yfir í hágæða tv-drama - Cold Feet, sería 4. Fínt að slappa af yfir þeim þáttum. Thirtysomething drama með öllu. Býr mann kannski aðeins undir það sem koma skal á næstu tíu árum eða svo. Líklega ekki samt.

Hápunktur laugardagsins var tvímælalaust kjöthleifurinn sem ég töfraði fram í kvöldverð. Mér til aðstoðar hafði ég magimix matarmixerinn sem fylgdi með íbúðinni. Þvílík græja. Hakk, krydd, laukur og sitthvað fleira mixað á ógnarhraða. Jukkinu vippað á fat og sveppum og nokkrum vænum beikonsneiðum splæst ofaná.
Niðurstaðan varð þessi líka fíni kjöthleifur.
It´s in the mix.

Á sunnudeginum fór ég svo í vænan labbitúr hér um sveitina enda veðrið eðal. Sól og blíða. Mæja ákvað hins vegar að vera heima að læra. Nóg að gera á þeim bænum.

Ég rölti upp að kirkjunni á St Martha´s Hill, fann mér þar góðan bekk í kirkjugarðinum og gæddi mér á samloku með afganginum af kjöthleifunum góða. Tölti svo til baka í gegnum skóginn, framhjá hestum á beit og í áttina að milljónavillunum í Guildford. Endaði svo túrinn í Castle Park þar sem gamla gengið var að spila bowling (enska útgáfan) og big band lék svala djassslagara undir. Fín stemming þar.
Gott annars að komast í svona labbitúr um sveitina. Tilvalið að spá og spekulera á svona stundum. Vantar bara góðan göngustaf og hatt og verð þá alveg eins og einhver nöttari.
Seinna.


Eftir tónleika bowling í Castle Park hitti ég Mæju yfir örfáum pæntum á The White House. Við enduðum svo í grilli í garðinum góða við undirleik Frank Sinatra og fiðruðu félaga okkar á svæðinu. Nautarassar voru grillaðir ásamt grænmeti, maís og kartöflum. Tesco Finest ítalskt rauðvín með og ekkert að því.
--------------------------------------

Annars er það helst að frétta af félaga okkar Tony Blair að hann þarf nú í sífellu að vera að hamra á því að hann sé ekki að fara að segja af sér eða að leyfa Gordon Brown að komast að á næstunni. Tony vill vera PM á næsta kjörtímabili og hana nú. Hins vegar ganga þær sögur nú fjöllum hærra að ýmsir flokksfélagar hans séu þegar farnir að stinga saman nefjum til mynda post-Blair ríkisstjórn.
Prescott og Brown áttu langan fund í aftursæti Jaguar bifreiðar á bílastæði ostru-veitingastaðar í Scotlandi og ræddu þar um næstu skref.
Þeir neita því náttúrulega.
Aðrir neita álíka sögum - misjafnlega sannfærandi þó.

Margir commentators vilja að Tony hypji sig sem fyrst og hleypi Gordon að. Það sé í raun hann sem á heiðurinn af því helsta og besta sem Labour hefur gert í ríkisstjórn síðan 1997 og eigi því fyllilega skilið að fá að vera PM. Tony hefur pundað á sig í utanríkismálum - að mati margra - en málið er að Tony vill ekki gefast upp þegar mótlætið er sem mest. Hann vill náttúrulega bæta fyrir mistök sín og skilja eftir sig almennilega arfleifð. Ef hann hættir nú þegar allt í er í bál og brand í Írak og Ísrael-Palestínu verður hann dæmdur sem misheppnaður PM.
Glætan segir Tony.

Það er þó ekki víst að hann hafi fullkomna stjórn á þessu.
---------------------


Surrey County Show verður haldin í Stoke Park um næstu helgi. Stoke Park er stór og fínn parkur ca 200 metra frá 55 Stocton Road - sem sagt næstum í bakgarðinum okkar.
Spurning um að skella sér.


Svo verður haldin tónlistarhátíð í sama parki seinna í sumar. Guildfest heitir hún. Skallapopparar ráða þar ríkjum og munu m.a. Simple Minds, UB40, Blondie og The Stranglers koma fram. Í fyrra spiluðu The Darkness og Alice Cooper á sama stað. Djö að hafa misst af því. Maður skellir sér nú samt í ár. Ekki annað hægt þegar maður býr nánast inni á hátíðarsvæðinu.
Ég ætti eiginlega að fá afslátt.


17:54

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.