This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, maí 03, 2004
Flutningar og Frex í London
Mánudagur á Stocton Road.
Í dag er Bank Holiday hér í UK. Það er víst eitthvað tengt 1. maí pakkanum. Ég er því í fríi hér heima í nýju íbúðinni að dunda mér við hitt og þetta.
Flutningarnir á laugardag gengu prýðilega. Við leigðum lítinn sendiferðabíl, Vauxhall Combo, sem ég keyrði og þurftum við einungis að fara 2 ferðir með draslið okkar (+ smá stuff í síðstu ferð). Svo var tækifærið nýtt og farið í Tesco og bíllinn fylltur af allskyns góðgæti.
Rhi, leigusalinn, skildi eftir flest húsgögnin sín og eldhúsdót þannig að íbúðin er í raun velfull af dóti. Strax um kvöldið var komin ágætis mynd á þetta hjá okkur og við eldudum góðan mat (á þvílíkt stórri og fínni gaseldavél), supum vín og kveikum í arninum. Fínt mál. Erum með kolageymslu úti í garði og ættu kolabirgðirnar ad duga vel fram á næsta ár
Garðurinn er reyndar í nokkurri órækt en okkur skilst að Rhi ætli að senda garðyrkjumann fjölskyldunnar hingað í vikunni. Ef það gengur upp sýnist mér að garðurinn verði mikill eðal hér í sumar. Hægt að flatmaga í sólinni og borða úti á kvöldin. Jafnvel að maður detti sjálfur í smá "gardening gír".
Hverfið sem við búum í virðist rólegt þrátt fyrir að vera mjög nálægt miðbæ Guildford og því stutt í verslanir og þjónustu. Beint á móti húsinu okkar er stór krikket/fótboltavöllur og er hægt að sitja í stofunni og fylgjast með. Gatan sjálf er botnlangi þannig að umferðin er með minnsta móti. Sem sagt hið besta mál. Og ekki spillir fyrir að ég er aðeins 5 mín að rölta í vinnuna. Ansi hentugt.
Einn vinnufélagi, sem býr í Wembley-hverfinu í London, eyðir 4 tímum á dag í að ferðast til og frá vinnu með tilheyrandi kostnaði. Ég hlýt að teljast ansi heppinn. Líklega eitt stysta og ódýrasta "commute" sem sögur fara hér í South-East.
Á sunnudag skellti ég mér svo til London og rakst þar á Frex og frú (Miirju). Hún flaug til London frá Finnlandi og Frexið frá Fróni og liggur leið þeirra svo til Mexico í dag þar sem þau ætla að dvelja í ca 2 vikur. As we speak eru þau líklega í háloftunum yfir Atlantshafi. 13 tíma flug til Mexico City.
Við mæltum okkur mót í Covent Garden og röltum svo í góðum gír á milli pubba í Westminster og nágrenni og pössuðum okkur á því að kíkja á nokkrar flottar byggingar og parka í leiðinni. Fínt að taka gott Sunday afternoon tölt í London í sól&blíðu.
Um kvöldið lá leiðin svo á Brick Lane í East-London þar sem allt úir og grúir af indverskum veitingastöðum.
Fengum fínan mat og máttum meiraðsegja að taka nokkra Cobra bjóra með okkur inn (það er víst lenskan á þessum slóðum - bring your own drinks).
Við kvöddumst svo með virktum á Liverpool Street lestarstöðinni og ég brunaði heim á leið, fyrst með underground-inu á Waterloo og þaðan með lest til Guildford. Rod Stewart & The Faces fengu hljóma í CD spilaranum og héldu mér í miklu rokkstuði á meðan.
Góður dagur í London.
Stemmingin á Waterloo var svolítið skrýtin. Mikið af ölvuðu fólki, sumir að enda kvöldið en aðrir rétt að byrja - líklega á leiðinni á klúbb eða eitthvað álíka. Allskyns múnderingar í gangi og sumir í miklu stuði og því ekki ónýtt að sitja bara á bekk og fylgjst með mannlífinu.
Og Roddarinn klikkaði ekki. Þvílíkt sem hann var fínn blúsrokkari hér á árum áður. Röddin er góð og rokk-attitúdið kemst vel til skila í söngstílnum. Bandið, The Faces, var líka vel blúsað og þétt og passaði vel við rödd Roddarans.
Síðar breyttist hann í sólbakaðan Californiu-poppara með hairdoo, deitaði súpermódel og söng "Do you think I´m sexy" o.s.frv. Þá fór þetta nú að dala hjá honum. Hann á hins vegar heiður skilinn fyrir afraksturinn á fyrstu árum ferilsins. Lagið "Every picture tells a story" eftir þá félaga Rod og The Faces gítarleikarann Ron Wood (sem síðar gekk í Rolling Stones) er t.d. mikill eðalrokkari. Þetta lag fór alveg framhjá mér öll þessi ár. Ég heyrði það fyrst fyrir nokkrum mánuðum en nú er það spilað daglega á mínu heimili. Jafnvel að Mæja fíli það öggulítið.
Roddarinn hefur þessi áhrif á kvenkynið. Úffa.
Gamli rámurinn.
------------------------
Spent some time feelin' inferior
standing in front of my mirror
Combed my hair in a thousand ways
but I came out looking just the same
Daddy said, "Son, you better see the world
I wouldn't blame you if you wanted to leave
But remember one thing don't lose your head
to a woman that'll spend your bread"
So I got out
Paris was a place you could hide away
if you felt you didn't fit in
French police wouldn't give me no peace
They claimed I was a nasty person
Down along the Left Bank minding my own
Was knocked down by a human stampede
Got arrested for inciting a peacful riot
when all I wanted was a cup of tea
I was accused
I moved on
Down in Rome I wasn't getting enough
of the things that keeps a young man alive
My body stunk but I kept my funk
at a time when I was right out of luck
Getting desperate indeed I was
Looking like a tourist attraction
Oh my dear I better get out of here
'for the Vatican don't give no sanction
I wasn't ready for that, no no
I moved right out east yeah!
On the Peking ferry I was feeling merry
sailing on my way back here
I fell in love with a slit eyed lady
by the light of an eastern moon
Shangai Lil never used the pill
She claimed that it just ain't natural
She took me up on deck and bit my neck
Oh people I was glad I found her
Oh yeah I was glad I found her
I firmly believe that I didn't need anyone but me
I sincerely thought I was so complete
Look how wrong you can be
The women I've known I wouldn't let tie my shoe
They wouldn't give you the time of day
But the slit eyed lady knocked me off my feet
God I was glad I found her
And if they had the words I could tell to you
to help you on the way down the road
I couldn't quote you no Dickens, Shelley or Keats
'cause it's all been said before
Make the best out of the bad just laugh it off
You didn't have to come here anyway
So remember, every picture tells a story don't it.
13:10
|
|
|
|
|