This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, janúar 05, 2004  
Nú um jólin las ég bók um breska landkönnuðinn og leiðangursstjórann Robert Falcon Scott, eða Captain Scott eins og hann var kallaður.
Bókin, Captain Scott, er eftir Ranulph Fiennes og kom út á síðasta ári. Hún er ca 450 bls og inniheldur mikið af góðum myndum og kortum.

Hér er smá umfjöllun um Scott.

Í upphafi síðustu aldar stýrði Scott tveimur breskum vísinda- og landkönnunarleiðöngrum til Suðurskautsins. Á þeim tíma höfðu menn ekki enn stigið fæti á Suðurpólinn og í raun var ósköp lítið vitað um þetta svæði. Menn vissu ekki einu sinni hvort að íshellan á Suðurskautinu hvíldi á landmassa eða hvot eingöngu væri um ís að ræða eins og á Norðurskautinu. Einnig átti eftir að staðsetja segulskautið sunnan megin á hnettinum, en það var mikilvægt til að auka öryggi á siglingaleiðum í suðurhöfum.

Höfundur bókarinnar er margreyndur pólfari og leiðangursstjóri og getur því skrifað sögu Scotts af miklu innsæi. Ranulph Fiennes (ca 55 ára) má kalla sig Sir Ranulph Fiennes og var hann m.a. fyrsti maðurinn til að komast á báða pólana (án þess að fljúga þangað). Nú síðast komst hann í heimsfréttirnar fyrir að reyna að hlaupa sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum. Hann og félagi hans náðu að hlaupa sjö maraþon á sjö dögum en þó aðein í sex heimsálfum. Mig minnir að einu fluginu hafi verið frestað vegna veðurs og því hafi þeir neyðst til að hlaupa tvö maraþon í sömu álfunni til að klára verkefnið á sjö dögum.
Það skiptir þó litlu máli og í raun stórmerkilegt að þeir hafi náð þessum árangri.
Það sem gerir afrek þeirra enn merkilegra er að Sir Fiennes var nýbúinn að jafna sig eftir hjartaáfall.

En aftur að Captain Scott.
Hann stýrði tveimur leiðöngrum til Suðurskautsins. Fyrri ferðin var farin 1901-1904 og þótt Scott hafi ekki tekist að komast á Suðurpólinn að þessu sinni þótti leidangurinn mikil sigurför því vísindamennirnir i hopnum náðu að sinna mikilvægum rannsókum á veðurfari, lífríki og jarðfræði svæðisins. Segulskautið var staðsett og steingervingar sem fundust sýndu fram á að Suðurskautið væri landmassi.
Í tilraun sinni til að komast á pólinn urðu Scott og félagar frá að hverfa vegna þess að þeir voru ekki nógu vel undirbúnir. Í raun má segja að verkefnið hafi verið erfiðara en þeir höfðu gert sér grein fyrir. Þeir komust hins vegar naer polnum en nokkur maður hafði áður komist og lærðu heilmikið af mistökum sínum.

Siglingin fra Englandi til Suðurskautsins tok nokkra mánuði og svo nýtist tíminn þar ansi illa því heimskautasumarið er mjög stutt - ca tveir mánuðir - en veturinn þeim mun lengri og dimmari - sólin sest í heila fimm mánuði. Sumarið er því nýtt til að ferðast og sinna vísindastörfum á vettvangi en yfir háveturinn geta menn ansi lítið gert utanhúss/skips. Scott og félagar hýrðust tvo heila vetur í skipi sínu - tæplega fimmtíu manns í yfirfullu skipi í ógurlegum kulda og myrkri með fátt fyrir stafni. Það fer ansi illa með marga og slíkar aðstæður reyna virkilega á leiðangursstjórann sem ábyrgur fyrir velferð manna sinna.

Í þessari ferð hét leiðangursskipið Discovery og var það smíðað í Dundee í Scotlandi. Þegar ég var á ferðinni í Dundee í nóvember sl. var stórt og gamalt seglskip það fyrsta sem við mér blasti þegar ég kom út af lestarstöðinni. Svenni, sem tók á móti mér, sagði að þetta væri það eina merkilega sem hægt væri að sjá í Dundee og að einhver gaur hefði farið á þessu skipi til Suðurskautsins. Nú sé ég mikið eftir því að hafa ekki farið um borð í skipið og skoðað það hátt og lágt því auðvitað var þetta sjálft Discovery - eitt frægasta leiðangursskip allra tíma.

Seinni leiðangur Scotts hófst árið 1910. Í millitíðinni hafði Shackelton, sem Scott hafði tekið með sér í 1901-4 ferðina, stýrt leiðangri til Suðurskautsins og komist nær pólnum en nokkur annar. Hann neyddist hins vegar til að snúa við ca 200 km frá pólnum og voru hann og félagar hans heppnir að komast lífs af úr þeirri ferð.
Scott fékk aðgang að dagbókum Shackeltons og lærði heilmikið af þeim mistökum sem gerð voru í leiðangri hans. Scott var því nokkuð bjartsýnn þegar hann lagði í hann á skipi sínu Terra Nova árið 1910. Nú átti að sigra pólinn í eitt skipti fyrir öll.

Leiðin sem Scott valdi á Suðurpólinn var rúmlega 3000 km fram og tilbaka og verkefnið því ansi flókið og erfitt. Hópurinn fór mestalla leiðina á skíðum og vistir og búnað drógu þeir á sleðum.
Í janúar 1912 komust Scott og félagar hans á Suðurpólinn en þeir voru því miður ekki fyrstir til því norski landkönnuðurinn Amundsen komst á pólinn aðeins mánuði áður. Hann fór aðeins aðra leið og notaði hunda til að draga menn og búnað á sleðum. Hann lagði af stað með 52 hunda en aðeins 11 komu til baka.

Amundsen var nú ekki mikill heiðursmaður og beitti í raun lúalegum brögðum til að auka líkunar á því að hann yrði á undan Scott á pólinn. Hann hélt átætlunum sínum leyndum fram á síðustu stundu og sagðist vera að undirbúa leiðangur á Norðurpólinn. Það var ekki fyrr en skip hans var lagt úr höfn að áhöfinn fékk að vita hvert ferðinni væri i raun heitið. Á sama tíma talaði Scott opinskátt um sín ferðaplön því hann hélt að hann væri sá eini sem stefndi á Suðurpólinn þetta árið.
Amundsen var í kapphlaupi við Scott en Scott var ekki í kapphlaupi við neinn. Allur undirbúningur beggja leiðangursstjóra var í samræmi við það.

Scott vildi auðvitað komast fyrstur á Suðurpólinn en einnig vildi hann nýta ferðina til að sinna mikilvægum vísindastörfum. Hann var t.d. með jarðfræðinga, veðurfræðinga, líffræðinga og fleiri vísindamenn með í för sem sinntu rannsóknm og söfnuðu gögnum sem síðar áttu eftir að svara mörgum spurningum um þetta svæði.
Jafnvel eftir að Scott frétti að Amundsen stefndi á Suðurpólinn og að líklegt væri að Amundsen gæti orðið á undan þangað breytti Scott ekki rannsóknaráætlunum sínum. Þetta var leiðangur en ekki kapphlaup.

Þótt Amundsen hafi komist fyrstur manna á Suðurpólinn þá gagnrýndu hann margir (líka Norðmenn) fyrir hegðun hans og í raun voru flestir mjög sárir yfir því að heiðursmaðurinn Scott skyldi ekki komast þangað fyrstur. Scott hafði að miklu leyti eignað sér svæðið (á þessum tíma virtu flestir landkönnuðir “eignarrétt” annarra landkönnuða á svæðum sem þeir höfðu fyrstir kannað) og í raun rutt leiðina á Suðurpólinn.
Í dag er bandarísk rannsóknarstöð á Suðurpólnum og heitir hún eftir Amundsen og Scott til að heiðra afrek þeirra beggja.
Amundsen var fyrstur á Suðurpólinn en Scott var fyrstur til að ganga þangað.

Amundsen og felagar komust heilu á höldnu til baka en sömu sögu er ekki að segja af Scott og félgögum.
Hópurinn sem fór á pólinn taldi fimm manns og voru þeir orðnir ansi veðraðir þar sem þeir stóðu á enda alheimsins 18. janúar 1912. Á leiðinni til baka voru þeir einkar óheppnir með veður og skidafæri. Vindurinn blés í fangið á þeim og mikið kuldakast skall á. Þeir fengu frostbit í andlit og útlimi og voru vannærðir, uppþornaðir og þreyttir. Lífið fjaraði út og að lokum sofnuðu Scott og tveir félagar hans í tjaldi sínu og vöknuðu aldrei aftur. Þeir höfðu þá legið í tjaldinu í nokkra daga til að bíða af sér óveður en einnig má segja að þeir hafi einfaldlega verið uppgefnir. Scott hélt dagbók fram á síðustu stundu og lýsti líðan sinni og félaga sinna á meðan þeir biðu dauða síns. Hann skrifaði í dagbókina um andlát beggja félaga sinna og hefur því líklega tórað lengst. Síðasta færsla Scotts er frá 29. mars 1912.
Tveir félaganna höfðu dáið á leiðinni og fundust aldrei en þeir þrír sem dóu í tjaldinu fundust í nóvember 1912. Þeir voru þá aðeins um 300 kílómetra frá því að komast á leiðarenda og aðeins ca 15 km frá birgðaststöð sem hafði að geyma mat og eldsneyti.

Þessi ferð Scotts og félaga á Suðurpólinn og næstum aftur til baka er líklega eitt mesta þrekvirki sem sögur fara af. Sumir kalla hana "The Greatest March Ever Made".

11:22

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.