This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
fimmtudagur, janúar 08, 2004  
Nú er ég búinn að vera einn hér í Guildford í sólarhring og enn er geðheilsan í góðu lagi. Reyndar er ég kannski ekki í bestu aðstöðu til að dæma um það en ég læt það samt duga.

Í gærkvöldi horfið ég á kvikmyndina Last Orders eftir Fred Schepisi. Ég fékk DVD diskinn á 3 pund í HMV en það er jafnmikið og kostar að leigja DVD mynd í Blockbuster sjálfsalanum hér á campus.
Meðal leikara í myndinni eru Michael Caine, Bob Hoskins og Helen Mirren. The Observer segir að myndin sé “Absolutely brilliant”, The Guardian lýsir henni sem “Intelligent and moving” og Empire gefur henni fjórar stjörnur.
Ég fílaði myndina vel. Hún er bresk í húð og hár og fjallar um þrjá gamla félaga sem ferðast frá London og upp í sveit til að dreifa jarðneskum leifum þess fjórða (þær eru í öskuformi). Gömlu kallarnir fá sér nokkrar pæntur á leiðinni og rifja upp liðna tíma. Það leynast jafnvel nokkur leyndarmál í fortíðinni.
Fínasta mynd. Jafnvel betri en Bad Boys II og mun betri en Lord of the Rings nr 3.

Sumir gagnrýnendur hér í Bretlandi halda vart vatni yfir LOTR nr 3.

Daily Mail segir “A masterpiece. Amazing, stupendous, jaw-dropping and overwhelming”. Mail on Sunday segir “Magnificent.... Without doubt the best film in the series”. Times segir “We come at last to the great film of our time”.

Ég er ekki sammála neinu af þessu. Ég held það sé hreinlega einhver múgsefjun í gangi. Myndin er markaðssett sem meistaraverk og þá skal hún barasta vera það.
Ég verð nú samt að gera ráð fyrir að þessir gagnrýnendur séu nú nokkuð skynsamir og hafi eitthvað vit á kvikmyndum. Þeir sjá greinilega eitthvað í þessari mynd sem ég sá ekki. Samt er smá séns að þeir séu bara rugludallar.

Uutaaq veiðimaður var hins vegar enginn rugludallur:

"Uutaaq Veiðimaður
Ungum veiðimanni sem Uutaaq hét varð einu sinni á sú slysni að gleypa oddinn af skutli sínum. Þetta olli honum nokkrum þjáningum því oddurinn ýttist í innyfli hans. Hann greip þá til þess ráðs að reka við í átt að náhvelavöðu. Skaust skutuloddurinn þar með úr rassi hans og í gegnum hjörtu allra náhvelanna. Uutaaq var eftir það hylltur sem mesti veiðimaður í heimi. Hann óð líka beinlínis í kvenfólki það sem hann átti eftir ólifað."

Þessa skemmtilegu sögu er að finna í bókinni Kajak drekkhlaðinn af draugum, sem Sigfús Bjartmarsson þýddi.

Mér finnst að einhver ætti að gera kvikmynd um ævi þessa sniðuga veiðimanns. Viðrekstraratriðið yrði örugglega “A masterpiece. Amazing, stupendous, jaw-dropping and overwhelming”.

Gekk ég kannski of langt núna?
Geðheilsan maður.
Stórir strákar fá raflost og allt það.
Stóóórir stráááákaaaaar fáááá raaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaflooooooooooooooooooooooooosssssttttttt punktur 15

15:00

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.