This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, janúar 18, 2004
Jahérna, aftur.
Hlutirnir gerast hratt hér í Kópó og nágrenni.
Mánuðurinn hér á Íslandi varð að viku því eftir rétt um sólarhring mun ég enn og aftur heiðra Englendinga með nærveru minni. Ég mun því ekki þurfa að fara á Bókhlöðuna til að geta lesið Sunday Times.
Sem sagt - I´m moving back to England (eins og Robbie Williams).
Brits geta því andað léttar og Íslendingar verða bara að sætta sig við þetta.
Þeir félagar Holden og Pearmain hafa boðið mér vinnu í amk einn og hálfan mánuð. Holden Pearmain er markaðsrannsóknarstofa í Weybridge sem er lítill bær nálægt Guildford - rétt innan við M25 hringveginn. Frægasti íbúi bæjarins heitir Cliff Richard, Sir meiraðsegja. Meira veit ég hins vegar ekki um bæinn. Hins vegar veit ég að fyrirtækið er nokkuð virt og kúnnar þess eru stór og öflug alþjóðleg fyrirtæki.
Ég mun eiga að greina gögn með hinum ýmsu tölfræðilegu aðferðum (regression, factor analysis, cluster analysis) og sama hvernig fer þá veit ég að þetta verður mér ansi góð reynsla sem ætti jafnvel að auka líkur því að ég fái fast starf hjá þessu fyrirtæki eða öðru álíka. Maður verður bara að standa sig og turn on the charms.
Svo er aldrei að vita nema maður rekist á Cliff sjálfan.
Það væri nú saga til næsta bæjar.
Framtíðin er ráðin út febrúar. Hvað gerist í mars veit Óðinn.
Það er amk á hreinu að ég hef ekki 100% stjórn á því. Veltur samt á mér.
Íslandsheimsóknin endar á morgun þegar ég flýg með IceExpress til Stansted. Mæja er í háloftunum as we speak svo hún verður ekki ein í nema einn sólarhring. Það ætti að vera í lagi.
Í gærkvöldi fór ég í tvö partý. Fyrst fórum við Mæja í matarboðspartý sem vinahópur Mæju hélt heima hjá Sonju. Skötuselurinn bragðaðist mjög vel og skartaði Grafarvoguinn sínu fegursta á meðan etið var. Mikill snjór úti og froststilla. Stjörnubjart og allur pakkinn.
Eftir mat rauk ég á dyr en meiddi mig ekki neitt því ég opnaði þær. Ferðinni var heitið í afmælispartý hjá Bryndísi, kærustu Einars Ink. Þetta var síðasti séns fyrir mig að hitta félagana svo ég var löglega afsakaður úr matarboðinu.
Partýið var stórfínt og mig minnir að ég hafi endað hér heima í Kópó seint og síðarmeir.
Partýhaldarar kvöldsins fá kærar þakkir fyrir boðin.
Í morgun var ég nokkuð þunnur en lét það ekki á mig fá og var mættur á KFC rúmlega tólf til að éta mig saddan af Zinger burger og fleiru. Ég ætlaði sko ekki að klikka á að keyra Mæju út á flugvöll en þurfti smá start til að koma mér í gír. Mæja var ca helmingi þynnri en ég og leist frekar illa á blikuna - flugvél, rúta, metro, lest.
Hún ætti nú samt að vera mætt heim til Guildford upp úr átta í kvöld og ég verð þar á sama tíma á morgun.
Það líst mér vel á.
Ísland fær ekki að njóta starfskrafta minna alveg strax.
Leiter skeiter.
----------------------------
Mig langar til að benda fólki á eðalstuff frá Englandi. Robbie Williams live at Knebworth.
Ég er ekki frá því að síðustu tvö lögin á plötunni séu með því besta live efni sem ég hef hlustað á. Feel og Angels heita þau. Kallinn kann sko að rífa upp stemminguna og lögin eru þrusugóð.
Það er eitthvað við þennan gaur. Hann virðist meina það sem hann er að segja og syngja.
Einhversstaðar segir hann: "I´m a singer, I´m a songwriter, and I´m a born entertainer".
And a pretty good one - segi ég.
Best að enda Íslandsheimsóknina á nettum texta eftir gaurinn.
Angels heitir lagið.
I sit and wait
Does an angel contemplate my fate
And do they know
The places where we go
When we’re grey and old
’cos I have been told
That salvation lets their wings unfold
So when I’m lying in my bed
Thoughts running through my head
And I feel the love is dead
I’m loving angels instead
And through it all she offers me protection
A lot of love and affection
Whether I’m right or wrong
And down the waterfall
Wherever it may take me
I know that life won’t break me
When I come to call she won’t forsake me
I’m loving angels instead
When I’m feeling weak
And my pain walks down a one way street
I look above
And I know I’ll always be blessed with love
And as the feeling grows
She breathes flesh to my bones
And when love is dead
I’m loving angels instead
And through it all she offers me protection
A lot of love and affection
Whether I’m right or wrong
And down the waterfall
Wherever it may take me
I know that life won’t break me
When I come to call she won’t forsake me
I’m loving angels instead
16:20
|
|
|
|
|