This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, janúar 30, 2004
Föstudagur til fjár. Útborgunardagur í Weybridge.
Rokkenfokkinról.
Vinnuvikan á enda. Mjög gott.
Líklega eru fleiri en ég ánægðir með það.
Ég giska t.d. á að Tony Blair sé afskaplega feginn að þessi vika sé búin.
Hún hefði reyndar getið farið mun verr hjá honum en raun varð.
Í upphafi vikunnar gerðust sumir jafnvel svo frakkir að spá (óska) honum svo miklu pólitísku áfalli að vikan myndi enda í óhjákvæmilegri afsögn hans og jafnvel fleiri stjórnarmeðlima.
En málin þróuðust honum í hag - á ögurstundu.
Fyrst kom Blair Top-up fees frumvarpinu í gegnum þingið - mjög tæplega þó og með mikilli aðstoð frá félaga sínum Gordon Brown. Daginn eftir fékk hann svo alveg einstaklega mjúka meðhöndlun hjá Lord Hutton, var hreinsaður af öllum ásökunum og skuldinni skellt á BBC. Þegar þetta er skrifað hafa tveir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar sagt upp störfum og einnig blaðamaðurinn, Gilligan, sem í raun hóf þetta blessaða Kelly mál.
Hutton dæmdi öll vafaatriði málsins ríkisstjórninni í hag en almenningur hér í Englandi og einnig löglærðir menn eru ekki alveg viss um að hann hafi verið með allt á hreinu þegar hann skrifaði skýrsluna sína. Fólki finnst vegið svívirðilega að BBC. Vissulega gerðu þeir mistök en svo virðist sem fleiri hafi hlaupið aðeins á sig í stríðsundirbúningnum sl. vor.
Mr Campbell, fv. spin doctor Blairs, gengur nú um sperrtur enda sáttur við sinn hlut. Hutton fór líka mjúklega að honum. Sumum finnst hegðun Campbells út í hött. Hann virðast vera í stuði til að hefna sín.
Þokkalega.
Það er tæplega hægt að halda því fram að vinnuvikan mín hafi verið eins virðburðarík og hjá Blair. Samt sem áður stóð ég í ströngu og þurfti að nota hausinn ansi mikið við að leysa hin ýmsu vandamál. Hafði bara gaman að því og fíla mig alveg afskaplega vel vinnandi.
Á hverju morgni skrölti ég með lestum til Weybridge með gott rokk í cd-spilaranum og svo aftur heim um kvöldið og les þá í The Times. Ég get því kallað mig commuter. Því fylgja víst engin réttindi.
SoutWest Trains sjá um svæðið hér og er vægast sagt hægt að segja að lesarfloti þeirra sé ansi misjafn.
Lestin sem ég tek hér í Guildford er undantekningralaust af elstu sort, alveg að hrynja í sundur, hávær, ljót, full af fólki og bara ansi hreint í ömurlegu ástandi. Hraðamælirinn sýnir samt max 120 mílur - ég vona að þeir fari þó aldrei svo hratt á þessum druslum.
Lestin sem ég tek svo í Woking áleiðist til Weybridge er hins vegar af nýjustu gerð. Þeir félagar hjá SoutWest pöntuðu nýlega lestir fyrir 1 billjón punda frá Siemens í Þýskalandi og eru að taka þær fyrstu í gagnið um þessar mundir. Ég nýt þess á seinni hluta leiðar minnar í vinnuna.
Þvílíkur munur. Enginn hávaði, ekkert skrölt - eins og lestin fljóti á mjúkum Royal búðingi.
Maður finnur ekki fyrir neinu.
Ef maður vissi ekki betur þá mætti halda að gluggarnir væru flatir skjáir og maður væri staddur í nettum vacum heimi þarna inni.
Svo eru mjög fáir farðþegar á þessari leið sem er alltaf betra.
Því miður tekur þessi seinni lestarferð morgunsins rétt rúmlega tíu mínútur svo gamanið endist stutt. Væri alveg til í 30 mínútur á þessari leið. Maður næði þá rétt að dotta.
Helgi framundan og Embla, vinkona Mæju, á leiðinni til Guildford frá Brussel. Hún ætlar að stoppa hér fram á sunnudag. Planið er að gera eitthvað skemmtilegt á morgun, rölta um bæinn og kíkja út á lífið.
Þeir spá ansi leiðinlegu veðri hér á morgun, gale force winds and constant showers.
Ég vona bara að Embla hafi tekið pollagallann með sér.
21:13
|
|
|
|
|