This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Þá er maður mættur á Klakann - og að þessu sinni stendur hann svo sannarlega undir nafni. Jökull yfir borginni, ískalt og rokrassgat.
Ég hef ekki kynnst öðru eins í næstum tvö ár og finnst nóg um.
Kuldi er þetta maður.
Einhvern veginn minnti mig að veðrið á Íslandi væri aðeins mildara. Svo er það nú þannig með mig að þegar fólk í Englandi spyr mig um Ísland og hvort það sé nú ekki afskaplega kalt þar þá á ég það nú til að gera ansi lítið úr kuldanum. Tala um að veðrið sé í raun assgoti milt bara. Smám saman hef ég sjálfur farið að trúa þessu bulli í mér.
Ferðin til Íslands gekk nokkuð vel og fá IceExpress menn bestu þakkir fyrir. Þvílík snilld að geta skipt við þetta fyrirtæki í staðinn fyrir að þurfa að púkka upp á hitt kompaníið. Ég man að þegar við Mæja vorum að flytja út til Bristol þá neyddumst við til að kaupa far með Flugleiðum og borguðum kr 35.000 á mann. Þá var mun hagstæðara að kaupa flug báðar leiðir en aðra leið en við vildum í raun bara fá miða aðra leið. Við urðum því að skrópa á leiðinni heim.
Í dag getur maður flogið amk þrisvar sinnum á milli Kef og Stanstead fyrir sama pening með því að skipta við IceExpress - og engu skiptir hvort maður kaupir single eða return miða.
Hins vegar gekk lestarferðin frá Guildford til Stansted ekki eins vel. Þegar við áttum stutt eftir inn á Waterloo í London þá tók einhvert eymingjans grey upp á því að kasta sér fyrir lestina sem var á undan okkur á sporinu. Auðvitað þurfti lestin sem ég var í að stoppa á meðan hreinsunardeildin vann sitt verk - þeir tók´ann upp með kíttispaða og sett´ann beint á ... í líkpoka væntanlega.
Það tók ca klukkutíma og vorum við ganz stopp á meðan.
Í mínum vagni var heill hópur af ungum stúlkum sem voru að fara á tónleika með Justin Timberlake sem áttu að hefjast í London seinna um daginn. Þær voru sko ekki ánægðar með þessa uppákomu og fögnuðu mikið þegar lestin fór loks af stað.
Svo verð ég nú að minnast á eitt hér.
Í gær var ég á rölti niðri í miðbæ og kíkti aðeins inn í Eymundsson í Austurstræti. Á afgreiðsluborðinu við innganginn var, á áberandi stað, stór bunki af The Sunday Times frá sunnudeginum 4. janúar. Í gær var 12. janúar þannig að þetta var blaðið frá þarsíðasta sunnudag. Þetta fannst mérr nú nokkuð skrítið. Dagblöð eldast ekkert sérstaklega vel. En þetta var það nýjasta á boðstólum.
Hins vegar fannst mér verðið sem þeir rukka fyrir blaðið enn furðulegra. Kr 680 fyrir rúmlega viku gamalt dagblað. Í UK kostar sunnudagsblaðið 1.4 pund sem eru ca kr 180.
Fyrr má nú vera álagningin. Góðan daginn.
Reyndar sá ég svo stuttu síðar breska slúðurblaðið Heat í rekka í 10-11. Í UK kostar það 1 pund (= ca kr 127). Í 10-11 rukka þeir kr 550 fyrir stykkið.
Ég er nú þeirrar skoðunar að því meira sem við lesum af erlendum blöðum og tímaritum því upplýstari og kröfuharðari lesendur verðum við sem veitir innlendum blöðum og tímaritum ákveðið aðhald. Það ætti að ýta undir vandaðri vinnubrögð og aukin gæði á íslensku framleiðslunni.
Það er því öllum til góða að lækka aðeins verðið á innfluttu blöðunum.
Ja, kannski myndu eitt eða tvö "kellingablöð" missa tilverugrundvöll sinn - en hver myndi svo sem sakna þeirra.
Engin(n) sem ég þekki!! - er það?
15:54
|
|
|
|
|