This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, mars 07, 2003  
My Big Fat Greek Wedding er lélegasta bíómynd sem ég hef séð í langan tíma. Við sáum hana í bíó hér sl. haust. Myndin var voða vinsæl og fjölmiðlar og fólk að tala um hvað þetta væri nú ægilega skemmtileg ræma. Hressandi haustupplyfting.
Strax á fyrstu mínútum myndarinnar sá ég að það var eitthvað heimskulegt og hálfvitalegt við þessa mynd. Ófyndið helvíti eins og einhver myndi orða það (afsakið munnsöfnuðinn). Ekki bætti það heldur úr skák að aðalsöguhetja myndarinnar var leikin af engum öðrum en Adian sem var kærasti Carrie í Sex and the City þáttunum (man ekkert hvað þessi leikari heitir, kannski Corbett). Adian þessi var náttúrulega alveg óþolandi týpa og það lá við að ég urraði glefsaði í Grundig tækið mitt í hvert skipti sem hann birtist á skjánum með sína síðu lokka og apalega fés.
En sem sagt, hvert nýtt atriðið í Big Fat myndinni toppaði atriðið á undan í leiðindum og kjaftæði. Á endanum ákváðum við Mæja bara að labba út og fara á næsta pöbb. Þá hafði ég ekki labbað út af miðri mynd síðan á RoboCop II í Háskólabíó í upphafi tíunda ártugarins. “Thank you for not smoking”, sagði RoboCob þegar við Hrabbi röltum út.

Þetta Big Fat disaster var samt alveg gríðarlega vinsælt, sleeper hit eins og sumir kalla svona myndir. Low budget framleiðsla sem óvænt slær í gegn og rakar inn dollurum. Corbett og gríska stóðið var í svo góðum gír að ákveðið var að gera sjónvarpsþætti í framhaldinu (Corbett ákvað reyndar að vera ekki með í þeim. “I´m so big I don´t do TV anymore”). Fyrstu þátturinn var frumsýndur fyrir stuttu í USA og viti menn, hann fór á toppinn, 23 milljónir horfðu á fyrsta þáttinn sem er víst vinsælasta debut í mörg ár.

Til hamingju með það. Áfram ömurlegar myndir og (líklega) enn verri sjónvarpsþættir.

Ég var hins vegar að lesa dóma um myndina Adaptation með Nicholas Cage (eftir sömu gaura og gerðu Being John Malcovich) og virðist þetta vera mikil eðalmynd. Best að sjá hana.

Annars er stemmingin alveg gríðarlega góð hér í Bristol. Páskaliljurnar í garðinum eru farnar að blómstra og við Mæja í miklum gír. Hún er farin að vinna núna en ég sit hér heima og er að reyna að skrifa um binary logistic regression. Jafnvel að ég reyni að láta SPSS reikna blg. Við gaurarnir í bekknum vorum að spá í að hittast á einhverjum pöbb í kvöld. Það gæti orðið gaman.



13:53

þriðjudagur, mars 04, 2003  
Jamm og já
þá er mars farinn að rúlla. Það er gott mál. Ég sé ekki betur en að páskaliljurnar í beðinu okkar séu alveg við það að fara að blómstra og randaflugurnar eru komnar á kreik. Maður þykist sem sagt vera farinn að sjá vormerki.

Mars byrjaði nokkuð vel. Sl. laugardagskvöld kíktum við Mæja í bæinn, fengum okkar að borða á kínverskum veitingastað og fórum svo á jassklúbbinn á eftir. Þar var ágætt 3 piece band að spila, sax, píanó og bassi.

Rugby leikur sunnudagsins var viðureign Bristol Shoguns og NEC Harlequins. Auðvitað fórum við Mæja á leikinn enda þekktar rugby-bullur hér í borg. Mæja reddaði fjórum frímiðum í vinnunni svo ég gat boðið tveimur félögum úr bekknum með. Fransmaður, Kínverji og parið frá Íslandi skemmtu sér svo konunglega á vellinum, átu sausage rolls og studdu sína menn. Bristol vann með nokkrum yfirburðum og var okkur fjórum sérstaklega þakkað fyrir öflugan stuðning!

Á sama tíma vann Liverpool sinn fyrsta bikar á þessu tímabili. Loksins góðar fréttir af liðinu eftir mjög svo dapurt gengi sl. mánuði.




18:38

 
This page is powered by Blogger.