This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
fimmtudagur, júní 12, 2003  
Bloggið hefur átt í smá tæknilegum örðugleikum upp á síðkastið og ekki viljað hleypa mér inn að skrifa. Nú virðist það vera komið í lag.

Lífið gengur sinn vanagang hér í Bristol. Ég er aftur kominn í lærdómsgírinn. Ég hef verið að renna yfir nokkrar bækur um econometrics. Þarf að kenna mér það fag sjálfur áður en ég fer að vinna með gögnin mín í MSc verkefninu. Hef nú bara nokkuð gaman af þessu stöffi. Get sitið hér úti á verönd og tjillað á shorturum með bók í annarri og ekkert í hinni. Veðrið hefur verið þokkalegt upp á síðkastið. Skýjað með köflum og svolítið hvasst en samt hlýtt og oftast sól á morgnana og síðdegis. Í dag er hins vegar rjómablíða og mér sýnist ég vera búinn að taka lit á löppunum í fyrsta skipti síðan á Mallorca 1993. Maður gerir þetta á 10 ára fresti sem sagt.

Mæja er komin undan feldi og hefur ákveðið að kristin trú verði iðkuð hér á heimilinu af miklum krafti. Aðeins oblátur og messuvín á boðstólum (sem er reyndar ekki svo slæmt!) og bænahald á hverjum degi. Rugl er þetta.
Nei, hún hefur ákveðið að taka tilboði Surrey-manna og mun taka MSc í Tourism planning and development í University of Surrey næsta vetur. Þetta er víst voða fínt prógram á þessu sviði, líklega eitt af þeim bestu í landinu.

Skólinn er í Guildford í Surrey og þýðir þetta að við munum flytja þangað fyrir 1. september því þá þurfum við að yfirgefa íbúðina í Bristol. Surrey er einskonar úthverfi í London. Maður er ca 30 mín með lest inn í miðbæ London. Það er mjög gott mál.
Í Surrey býr víst frekar efnað fólk, City brokers og bisnessmenn. Pæntan er líklega dýrari þar en í Bristol og húsaleigan sömuleiðis.
En allt leggst þetta nokkuð vel í okkur. Fínt að nálgast London. Það eru amk fleiri vinnutækifæri þar fyrir mig.

11:52

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.