This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, júní 15, 2003
Ahhh. Nú er loks komið sumar hérna. Búið að vara massafínt síðustu daga. Í dag var ca 25 stiga hiti, heiðskýrt og heit gjóla. Ég kvarta ekki yfir því. Ég sat hér úti á verönd í morgun og las í bók. Flutti mig svo inn því ég var að kafna úr hita. Sat þá bara inni á stuttubuxunum með opna hurð og leið miklu betur.
Dreif mig svo í parkinn að tékka á stemmingunni. Þar kenndi ýmissa grasa. Fólk lá í pikknikk, með kippu af bjór og poka af crisps, spilaði fóbó, krikkett eða hentist um með frissbí. Ég settist bara á bekk með eina ískalda Pepsi Max og fylgdist með. Svo kom heil lúðrasveit og spilaði nokkur lög og ísbíllinn fylgdi þétt á eftir. Ágætt að hafa svona fínan garð hér hinum megin við götuna. Ég væri alveg ónýtur án hans.
Annars hefur helgin verið róleg. Mæja var að vinna í gær og í dag. Við fórum samt aðeins í bæinn í gær og spókuðum okkur. Ís niðri á höfn og ég keypti mér spariskó (eins og maður kallaði svarta leðurskó í gamla daga). Þetta er eins með sparibuxurnar. Nú heita þær bara buxur. Greinilegt að maður er eitthvað farinn að eldast.
Kominn tími til.
Nú styttist í Íslandsförina. Búið bóka miða með rútu út á Stansted flugvöll á miðvikudaginn. Í loftið kl. átta og lent um tíuleytið um kvöldið á KEF. Við hlökkum bæði mikið til að mæta á svæðið.
Það stefnir allt í að það verði nóg að gera hjá okkur í fríinu. Útskriftarveisla, brúðkaup, partý, fjallgöngur, kröfugöngur, grillveislur, sumarbústaðaferð, teygjustökk, útilega, krómnámskeið, sund, reisugill og sláturgerð. Sem sagt nóg á dagskrá og allir í stuði með guði.
18:30
|
|
|
|
|