This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, janúar 13, 2003  
Var orðinn þokkalega morkinn upp úr hádegi. Tölfræðin alveg að fara með mig. Ótrúlegt en satt!
Ákvað að reyna að bæta úr þessu með því að fara í extra langan göngutúr. Rölti fyrst upp í skóla og fór aðeins á bókasafnið. Náði í bók um marketing models sem gæti komið að góðum notum í mastersritgerðinni. Á reyndar enn eftir að ákveða efnið en finnst líklegt að það verði eitthvað markaðs- og media tengt. Sjáum til með það. Keypti svo stórsniðuga bók sem heitir Weather: A guide to recognizing different weather phenomena and understanding their causes. Massasvalt. Þessi bók á eftir að gefa af sér mörg gullkorn í fjallaferðum næstu ára.....og alveg örugglega fjölmargar kolrangar veðurspár. Ekki spurning.
Tók svo country leiðina heim, þ.e. yfir Öskjuhlíðina okkar hér í Bristol. Þetta er myndarleg hæð, þakin skógi og víða eru herminjar úr WW2. Ef það snjóaði eitthvað að ráði hér þá væri þessi staður tilvalinn fyrir gönguskíðin. En því miður þá er þessi landshluti ekki þekktur fyrir snjóþunga.

Sá að einn af hverfispöbbunum okkar, grillhúsið Hungry horse, er með tilboð í gangi. The big tenner. Maður kaupir 5 pæntur á 10 pund. Sannkallað stúdentaverð. Verst að maður þarf að kaupa 5 í einu. Aðeins of mikið fyrir okkur tvö. Tilboðið gildir til 31. jan þannig að nú væri tilvalið fyrir bjórþyrsta vini og vandamenn að kíkja til Bristol!
Staðurinn auglýsir líka núna: Get more meat and lose more pounds. Veit ekki alveg hvernig má túlka þetta slagorð. Gæti virkað sem tvöfalt kjaftshögg að falla fyrir þessu.

Kom svo heim endurnærður eftir labbitúrinn og kláraði lokaverkefnið í stærðfræðikúrsinum. Er þá búinn með öll verkefnin og á bara eftir að fara í 4 próf til að klára fyrstu önnina. Vorönnin verður aðeins öflugri því þá tek ég 6 kúrsa. Nú er komið að öllu djúsí stöffinu í þessu námi. Búinn með undirbúnings- og inngangskúrsana og þá náttúrulega tilvalið að sökkva sér aðeins dýpra í fræðin. Einn kúrsinn kallast forecasting, annar er um algorithms, svo eru þarna multivariate statistical methods, advanced statistical modelling, research methods og mathematical programming. Sem sagt mjög almennt og aðgengilegt helvíti. Fokk, hvað er maður búinn að koma sér út í!



18:24

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.