This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
laugardagur, janúar 11, 2003
Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir og tilbreytingarsnauðir hjá mér. Ég geri lítið annað en að lesa fyrir próf, frá morgni til kvölds. Þótt ótrúlegt megi virðast þá fær maður leið á þessari rútínu. Tók mér því smá frí í gær.
Við Mæja fórum fyrst í Smáralind Bristol-borgar. Þar eru nokkrar búðir, bíó, keiluhöll og allir mögulegir skyndibitastaðiðir nema Hlölla-bátar. Held að skyndibitastaðirnir hafi tekið meira pláss þarna heldur en búðirnar sjálfar. Fengum okkur einn bjór í keiluhöllinni sem er reyndar alveg ótrúlega svipuð og keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Kannski eru allir keilusalir hannaðir eins svo misgáfðir keilumeistarar þurfi ekki að eyða of mikilli orku í að átta sig á staðháttum þegar þeir heimsækja keiluhallir á framandi slóðum. Maybe. Eftir bjórinn fórum við á fimmsýningu á Lord of the rings - Two towers. Fínasta bíó og massamynd. Eftir myndina var haldið niður í miðbæ þar sem við fengum okkur pizzu og rauðvín á notlegum veitingastað og svo enduðum við á jazzklúbbi þar sem undirritaður náði að hella í sig nokkrum svalandi Stellu pæntum.
Þessi laugaradagur var hinsvegar helgaður regression analysis. Gaman að því.
Kjúklingur í karrýsósu með hrísgrjónum og nan brauði og pepsi max á matseðlinum í kvöld. So I married an axe murderer og enski boltinn í tv í kvöld. Þokkalegt.
Pósturinn Páll og kötturinn Njáll færðu mér í dag síðbúna jólagjöf frá Frexinu. Í pakkanum var m.a. almanak frá versluninni Kjötborg. Almanakið prýðir mynd af Skriðuklaustri. Helvíti magnað hjá þeim Kjötborgarbræðrum.
19:07
|
|
|
|
|