This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
sunnudagur, janúar 12, 2003
The Sunday Times er alltaf keypt á þessu heimili. Þetta er mikill bunki af blöðum sem dugar okkur eitthvað fram eftir vikunni. Í blaðinu eru 12 sérblöð: business, sport, travel, culture, style, home, driving, sunday times magazine, news review, the funday times, appointments og money. Ég les nú ekki öll þessi blöð heldur reyni að kíkja á aðalblaðið og 3-4 sérblöð.
Í blaðinu í dag kemur fram að árið 2002 seldust að jafnaði 1.397.533 eintök af blaðinu og að jafnaði lásu 3.522.000 manns hvert blað. Salan hefur aukist mikið sl. mánuði og er The Sunday Times langvinsælasta Sunday broadsheetið í UK. Samt eru þeir sem lesa blaðið undir 10% af þjóðinni. Til samanburðar þá minnir mig að um 60% Íslendinga lesi sunnudagsblað Moggans (skv dagbókarmælingum). Seld eintök á sunnudegi eru ca 50-60.000 eintök.
Í sjónvarpinu eru sápurnar langvinsælastar. Coronation Street (ITV1) og EastEnders (BBC) eru á toppnum. 12-14 milljónir horfa á hvern þátt. Fréttir á BBC1 fá aðeins 6 milljónir áhorfenda en eru samt vinsælasti fréttatíminn hér.
Ég hef ekki enn gerst svo frægur að horfa á svo mikið sem einn sápuþátt. Hjá mörgum er þetta bara hluti af rútínunni. Borða kvöldmat, horfa á sápu, fara á pöbbinn, sofa.
Sápurnar eru líka mikilvægur stökkpallur fyrir leikara. Menn verða náttúrulega mjög frægir þegar þeir birtast á skjánum á hverju kvöldi í marga mánuði eða jafnvel ár. Eftir sápuferilinn fara leikararnir í tv seríur og sjónvarpsmyndir. Sumir enda svo í kvikmyndum og verða heimsfrægir. Öðrum gengur illa, seríurnar og bíómyndirnr floppa og götublöðin hafa engan áhuga lengur. Þá fara menn í Celebrity Big Brother eða eitthvað annað raunveruleikasjónvarp. Það er síðasta hálmstráið.
Eftir það má reyndar gefa út ævisöguna og lenda í smá hneyksli á sama tíma. Það gæti framlengt ferilinn um nokkra mánuði og gefið eitthvað í aðra hönd. Sumir gefa reyndar út 2 og jafnvel fleiri ævisögur, fyrir þrítugt. Það þarf náttúrulega að uppfæra ævisöguna eftir síðasta hneyksli. The true story.
18:26
|
|
| |
|
|
|