This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, janúar 03, 2003  
Árið 2003 byrjar ekki vel hér í UK. Svo mikið hefur rignt hér í suðurhluta landsins undanfarnar vikur að jarðvegurinn tekur hreinlega ekki við meira vatni. Allt rigningarvatn sem kemur niður um þessar mundir rennur því eftir yfirborðinu og beint í ár og læki. Mikið rigndi á nýársdag og í gær og í kjölfarið óx mikið í ám sem flæddu svo yfir bakka sína og inn í hús og garða. Talað er um að 2 milljónir húsa séu á mögulegu flóðasvæði. Er ekki alveg viss um hvort við séum á flóðasvæði hér. Fór reyndar út í garðinn hér alveg við húsið á nýársdag og þetta var eins og að labba á sundlaugarábreiðu eða vatnsmettuðum svampi. Greinilega mikil bleyta hér líka. Sniglarnir eru amk ánægðir. Svo fórum við í labbitúr út í parkinn hérna rétt hjá í gær. Áin sem rennur í gegnum hann var á stærð við Skaftá á heitum sumardegi og litli andapollurinn hafði breitt ansi mikið úr sér. Sem sagt allt á floti alls staðar, ekkert nema flurrrrbrrlrblbl (held hann Raggi Bjarna hafi einmitt sagt það í laginu góða).

Fyrir utan þessi flóð þá eru morð og glæpir eiginlega það eina sem kemst að í fréttatímum hér um þessar mundir. Raðmorðingjar sem búta niður fórnarlömb sín og henda í ruslatunnur eða nærliggjandi drullupolla, raðnauðgarar, krakk og vaxandi tætaraeign eru í brennidepli. Nú þykir flott að eiga Uzi og freta út í loftið og drepa saklausa vegfarendur (hvað eru annars sekir vegfarendur?) í leiðinni. Krakkneysla hefur víst aukist mikið hér í UK sl ár og þykir ástandið nú minna mikið á ástandið í New York fyrir ca 15 árum.
Mikið böl segja sumir, of mikið öl segja aðrir!


23:41

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.