This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
sunnudagur, janúar 05, 2003
Loksins eru flestir fjölmiðlar hér í UK komnir úr jólagírnum. Fréttastofur einkareknu sjónvarpsstöðvanna fóru flestar í jólafrí frá 24. desember og framyfir áramót. ITV, Channel 4 og Five voru rétt með 5 mínútna fréttayfirlit á kvöldin, ef það var þá svo gott. Fréttastofa BBC sá hins vegar ekki ástæðu til að draga saman seglin yfir hátíðarnar.
Einkareknu stöðvarnar eru líklega að reyna að spara peninga með þessu móti. Reksturinn gengur víst ekki nógu vel enda hefur verið samdráttur í auglýsingatekjum hér eins og víðar annars staðar. Alls kyns digital ævintýri fóru líka illa með sumar stöðvar.
Einkareknu stöðvarnar eru duglegar að gagnrýna BBC og það fyrirkomulag að skylda almenning til að greiða TV licence, 9 pund á mánuði fyrir hvert heimili með sjónvarp. Þeir á BBC eru duglegir að eyða tekjunum af afnotagjaldinu í aukna þjónustu, þeir hafa nýverið bætt við digital sjónvarpsstöð og eru sífellt að fjölga útvarpsstöðvum og guð má vita hvað. Það þrengir að einkareknu stöðvunum. BBC selur að vísu ekki auglýsingar en menn eru samt ósáttir því þegar fleiri áhorfendur fara yfir á BBC þá lækka auglýsingatekjur einkareknu stöðvanna. Mér sýnist umræðan hér oft vera mjög lík umræðunni heima á Íslandi, þ.e. að leggja eigi afnotagjaldið niður og að ríkið eigi helst að draga sig út úr fjölmiðlarekstri. Fjölmiðlaumhvefið hefur breyst það mikið að ríkisfjölmiðill er tímaskekkja.
BBC hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið. Markaðsaðgerðir hafa tekið framförum og áhorf aukist. Þeir eru farnir að bjóða stjórnendum sambærileg laun á við einkareknu stöðvarnar og hafa jafnvel nælt í gott fólk þaðan. BBC er því í bullandi samkeppni við einkareknu stöðvarnar en nýtur mikils forskots vegna afnotagjaldanna. Minnir að tekjur þeirra af TV licence séu yfir 2 billjónum punda. Þokkaleg forgjöf það.
Horfi sjálfur ekki mikið á BBC. Ég reyni þó alltaf að ná Breakfast with Frost kl. 9 á sunnudagsmorgnum. David Frost er búinn að vera lengi í bransanum og er ansi mikill jaxl. Forsetar, ráðherrar, bankastjórar, stjórnendur stórfyrirtækja, stórstjörnur og allt þar á milli mæta til hans með bros á vör og leyfa honum að rekja úr sér garnirnar. Sýnist Egill í Silfrinu hafa stælt fyrirkomulagið hjá Frost. Fínt að sötra morgunkaffið með Frost og félögum.
19:30
|
|
| |
|
|
|