This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, janúar 17, 2003  
Já góðan daginn!
Þá er ég búinn að fara í tvö próf. Fyrsta prófið var á miðvikudaginn og ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg nógu ánægður með frammistöðu mína í prófinu. Klúðraði aðeins. En það kemur nú fyrir bestu menn. Held ég geti alveg útilokað Distinction einkunn í þessum kúrsi (heitir Operational research and simulation). Mér gekk mun betur í gær en prófið (Applied statistics) var frekar langt og erfitt svo ég náði ekki alveg að klára það. Ég er amk búinn að afgreiða þennan kúrs.

Var búinn í prófinu í gær um fimmleytið. Tók þá strætó beint niður í miðbæ og fór beint á Hogshead pöbbinn. Hitti Mæju þar en planið var að fá sér smá bjór og fara svo í bíó. Eftir þrjá bjóra var ákveðið að slaufa bíóinu og fara bara út að borða í staðinn. Fórum á Pizza Express sem er eins konar fínni útgáfa af Pizza Hut. Meira svona Italian style. Ég fékk mér pizzu með spínati, valhnetum og gorgonzola osti. Rauðvínsflaska með. Pizzan var eðall og rauðvínið jafnvel betra. Auðvitað kom ekki til greina að fara heim eftir matinn svo við heimsóttum írskan pub í miðbænum og sátum þar þangað til okkur var hent út kl. 23.

Í dag tók alvaran svo við aftur. Nú er það stærðfræðin sem á hug minn allan. Gaussian elimination og Markov processes svo eitthvað sé nefnt. Verð feginn þegar þessi próftörn er búin. Langar að lesa eitthvað nýtt efni.

Þetta föstudagskvöld er frekar rólegt. Mæja að vinna og ég að læra. Spjallaði við Mödda og Einar Mar á msn áðan. Þeir voru að fá sér nokkra öl, enda ekki þekktir fyrir annað en að vera öflugir í þeim efnum. Væri nú alveg til í að vera með þeim núna.
Einar Ingimundar ætti á þessari stundu að vera að halda upp á góðan árangur í lögfræðinni. Hann massaði víst almennuna með glæsibrag. Öflugur. Nú eru bara fjögur og hálft ár eftir í Lögbergi, þeirri stórskemmtilegu og einkar vel hönnuðu byggingu!!!

Ægir félagi eignaðist sitt annað barn í gærmorgun. Núna var það stór og stæðilegur drengur. Þeim fjölgar vinunum sem eiga fleiri en eitt barn. Aldurinn er greinilega að færast yfir mann. Úffa. Mér liggur samt ekkert á.



22:49

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.