This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, janúar 29, 2003
Þá erum við mætt aftur til Bristol eftir góða ferð norður til Skotlands.
Ferðin á föstudaginn gekk sérdeilis vel. Við lögðum af stað frá miðbæ Bristol rúmlega þrjú, vorum komin í miðbæ Glasgow klukkan sjö og til Dunkeld klukkan níu um kvöldið.
Ég heyrði varla í sjálfum mér ropa fyrir ferðafélögum okkar í lestinni á leiðinni frá Glasgow. Við lentum nefnilega í vagni með heilu steggjapartýi. 20 gaurar með græna hjálma með græju sem gerði þeim kleyft að drekka úr tveimur bjórdollum í einu í gegnum rör. Flestir notuðu þessa græju með miklum myndarbrag. Rop á ca 5 sek fresti og bjórdolla opnuð á ca 10 sek fresti segir allt sem segja þarf. Vargar af bestu gerð eins og Höddi myndi orða það.
Svenni tók á móti okkur í Dunkeld og keyrði okkur rakleiðis í kotið sem hann og Wendy og Fróði Euan, sonur þeirra, búa í. Við skruppum svo aðeins á hótelbarinn til að ná tveimur öl fyrir lokun. Það tekur innan við mínútu að rölta á barinn svo það var fátt sem gat stoppað okkur í þetta sinn. .
Laugardagurinn var rólegur og fínn. Fórum í labbitúra upp með River Tay og að Hermitage þar sem við fundum m.a. hæsta tré í UK, 62 metrar á hæð, flottan foss o.fl. Svæðið í kringum Dunkeld er mjög fallegt og algjör eðall að rölta þarna um. Mæli með því.
Svo enduðum við þetta á því að fá okkur kaffisopa með Gordon og Rhonu, foreldrum Wendyar.
Um kvöldið var slegið upp veislu þar Wendy og Svenni buðu upp á haggish, kartöflustöppu og rófustöppu ásamt rauðvíni. Trixið er að stappa stöppunum saman við haggish-ið og þá er þetta hinn allrabesti matur.
Auðvitað var aðeins kíkt á barinn eftir matinn og svo var setið eitthvað frameftir í stofunni og aðeins tæmt á viský birgðunum hans Svenna.
Daginn eftir var svo haldið til Aberdeen. Meira um það seinna.
23:22
|
|
|
|
|