This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
mánudagur, janúar 06, 2003
Brunagaddur í Bristol. Snjóruðnings- og saltdreifingargræjur borgarinnar eru í startholunum.
Mæja er á kvöldvakt og ég sit einn heima yfir bókunum. Það styttist í fyrsta prófið.
Hef verið að lesa helvíti leiðinlegt efni í dag og er enn að. Algjört kjaftæði.
Fór út að ganga áðan, svona rétt til að hressa aðeins upp á morkinn heilann. Það er frost og stjörnubjartur himinn. Vantar bara norðurljósin. Rölti fram hjá hverfispöbbnum. Inni í hlýjunni sátu menn og sötruðu bjór og horfðu á krikett, spiluðu dart eða billjard. Var ekki með pening á mér. Annars hefði ég nú örugglega freistast til að fá mér einn öl. Fer kannski á morgun.
20:41
|
|
| |
|
|
|