This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, janúar 08, 2003
A black “puma-like” beast er á kreiki í Llangadong í Wales. Tveggja hunda var saknað og fór eigandinn út að leita að þeim. Eftir stutta leit sá hann hvar stór svartur köttur stóð yfir öðrum hundinum, blóðugur í framan eftir að hafa bitið hundinn á háls. Reyndar var hálsinn bitinn af. Hinn hundurinn hafði flúið inn í kofa þar sem hann fannst skjálfandi og tæpast mjög brattur.
Þetta gerðist í gær. Puman er enn ófundin og nú bíða menn eftir næstu árás. Svona atvik hafa oft komið fyrir áður hér í UK og oftast hér í suðurhlutanum eða í Wales. Fyrir 20 árum var á ferli í Devon (næsta sýsla) eitthvert óargadýr sem drap yfir 80 rollur. Þeir kölluðu það “the Black Beast of Exmoor”. Dýrið kom aldrei í leitirnar.
Það er talið að þessir kettir séu fyrrverandi heimiliskettir sem eigendurnir slepptu þegar þeir hættu að vera litlir sætir kettlingar og urðu að ógnandi drápsvélum. Það er auðvitað ólöglegt að halda svona gæludýr og því erfitt að fá þau svæfð hjá dýralækni. Þá er næstbest að fara bara í bíltúr til Wales með litlu sætu Pumuna og sleppa henni þar. Hún reddar sér þar, lifir af gæðum landins.
Því er spáð að fyrr en síðar muni þessir kettir ráðast á menn hér uppi á heiðum. Saklaus hillwalker að fá sér cup of tea í grænni lautu hefði ekki gaman að því að fá “the Black Beast of Exmoor” í heimsókn.
Þetta minnir mann svolítið á söguna af Sherlock Holmes og Backerville hundinum.
20:50
|
|
|
|
|