This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
fimmtudagur, janúar 30, 2003  
Ó Aberdeen Ó Aberdeen
þú litskrúðuga borg.

Ferðasagan heldur áfram þar sem frá var horfið.
Ásta og Justin og Ben, sonur þeirra, sóttu okkur til Dunkeld á sunnudeginum. Ferðinni var heitið til Aberdeen þar sem þau búa. Leiðin lá um fjöll og firnindi eða svona næstum því. Keyrðum m.a. fram hjá Balmoral kastala þar sem Kalli prins og co dvelja stundum. Stoppuðum aðeins í smábænum Braemar sem er víst þekktastur fyrir árlega hálandaleika. Þar rakst ég á götuheitið Mar Road. Einar Mar ætti nú að tékka á stöðunni þarna. Bærinn virtist ansi viský- og bjórvænn.
Vorum mætt til Aberdeen um kvöldmatarleytið og tókum því rólega heima hjá þeim Ástu og Justin.

Daginn eftir röltum við Mæja um Aberdeen. Borgin er vægast sagt mjög grá. Hvert einasta hús er hlaðið úr gráu graníti og götur og gangstéttir eru auðvitað gráar líka. Það var varla að maður greindi nokkurn annan lit svona fljótt á litið. Svolítið sérstakt. Það ætti eiginlega að banna gráa bíla þarna því þegar veðrið er líka frekar grátt eins og það var hjá okkur þá greinir maður ekki gráan bíl frá bakgrunninum! Það er nú málið.
Það var samt mjög gaman að rölta þarna um. Kíktum aðeins niður að strönd og sáum m.a. sápu-froðu-diskótek. Langaði svo sem ekkert þangað inn en fannst svolítið fyndið að finna það á þessum stað. En hvað veit maður. Borgin er rík. Olíugróðinn fer í ýmislegt misgáfulegt. Sá líka í einhverju dagblaðinu að ítalska mafían, frá Napólí reyndar, er með starfsemi þarna. Aberdeen er víst nyrsta borg Evrópu þar sem mafían hefur náð fótfestu. Peningaþvottur er málið. Svo eru þeir með ítalskan veitingastað í bænum, Pavarotti, þar sem allir skosk-ítölsku donarnir safnast saman og éta kjötbollur og skipuleggja næstu trix.
Hvað um það. Þriðjudagurinn byrjaði á smá fjallgöngu rétt utan við Aberdeen. Svo kvöddum við gestgjafa okkar og tókum lestina frá Glasgow um hálffjögur. Áttum ekki flug fyrr en um hálftíu þannig að við gátum stoppað í tvo tíma í Glasgow. Höddi og Gurrý tóku á móti okkur á lestarstöðinni og við drifum okkur á næsta bar og náðum tveimur öllurum. Gaman að hitta þau. Væri alveg til í að skreppa aftur norður til Glasgow og klára kippuna!
Misstum næstum af vélinni frá Glasgow. Vorum kölluð upp og alles. Við rétt náðum að hoppa upp í vélina áður en kapteinninn setti allt í botn og þrumaði suður til Bristol.

Í Bristol var endurkomu okkar fagnað með skrúðgöngu og flugeldasýningu.

21:06

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.