This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, desember 31, 2002
Áramót í Bristol nálgast óðfluga, ja eiginlega jafnhratt og heima á Íslandi og hvar sem áramótin eru ekki þegar gengin í garð - - eins og í Ástralíu og víðar. Þar fjarlægast áramótin álíka hratt og þau nálgast hér! Þetta var nú aldeilis merkileg uppgötvun.
Ég sakna þess aðeins að sjá ekki áramótauppgjör sjónvarpsstöðvanna heima. Kryddsíld á Stöð 2 og hvað þetta nú heitir á Rúv og svo fréttaannálarnir. Gaman að þeim. Þó ég sé kannski ekki alveg hlutlaus þá verð ég nú að segja að fréttaannáll Stöðvar 2 var alltaf svolítið flottari. Meira grín, meiri stælar og flottari framleiðsla en alveg sömu fréttirnar svona að megninu til.
Hér í UK eru allar sjónvarpsstöðvar fullar af best of þáttum. Áhorfendur velja það besta af hinu og þessu með því að hringja inn eða senda sms. Það kostar allt upp í eitt pund að greiða atkvæði og þegar mörg hundruð þúsund manns kjósa þá verður summan sem kemur út úr þessu dæmi ansi stór. Sjónvarpsstöðvarnar þurfa víst að bæta sér upp lækkandi auglýsingatekjur með því að sjónvarpa þáttum sem skila peningum beint í kassann. Málið er bara að þetta er mjög þreytandi sjónvarpefni því það er alltaf verið að segja manni hvernig á að kjósa og hvaða númer tilheyrir hvaða lagi, söngvara, bók, kvikmynd, leikara eðe hvað það nú er. Þriðjungur af þættinum er því oft bara endurtekning á því hvernig á að kjósa hvað. Svo er ekkert á hreinu að þessi atkvæði telji. Kannski er fólk fengið til að kjósa til að fá easy money og svo er sigurvegari valinn með hagsmuni sjónvarpsstöðvarinnar (eða framleiðandans) í huga. Það má velta þessu fyrir sér. Þegar sjónvarpssöðin er í eigu fyrirtækis sem hefur hagsmuna að gæta í t.d. bókaútgáfu, músik eða kvikmyndaframleiðslu þá er amk á hreinu að það skiptir miklu máli hver vinnur svona best of keppnir.
Nóg um það. Áramótin nálgast. Tveggja manna veisla hér á Görðunum í kvöld. Kalkúnn með stöffing og brúnaðar kartöflur og allur pakkinn. Púrtvín og kampavín og rauðvín og viský og hvaðeina. Verður samt frekar rólegt því Mæja þarf að mæta í vinnuna kl. 7 í fyrramálið og þarf að vakna hálf sex. Ég verð því að gjöra svo vel að vera til friðs.
Best of Björk á fóninum. Helvíti á hún mörg góð lög. Ég verð bara að segja það.
Gleðilegt ár
16:55
|
|
|
|
|