This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, desember 18, 2002
Í morgun var grasið hér í garðinum fyrir utan hélað. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist hér í haust. Annars hefur veðrið verið aðveg prýðilegt sl mánuði. Ekki mikil sól og svolítið blautt en þokkalega hlýtt og stillt. Ekkert að því. Ekkert helv rok og rigning eins og maður er svo vanur.
Var að vinna frameftir í gærkvöldi. Rétt um miðnætti er bankað á svalarhurðina (eða verandarhurðina, erum á jarðhæð) og standa þar tveir lögreglumenn og eru líka að banka á hurð nágrannans. Þeir spurðu mig hvort ég hefði rekist eitthvað á konuna sem býr þar. Enginn kom til dyra og þeir fóru. Svo kom aftur lögga í morgun og bankaði hjá henni. Eitthvað í gangi. Ca fertug kona sem býr þarna með ca tvítugum syni sínum. Veit ekkert hvaðan þau eru - gætu verið frá vesturströnd Afríku. Tala amk oft tungumál sem ég skil ekki bofs í og eru frekar mikið dökk á hörund. Sjáum hvað gerist.
Það var reyndar framið morð á skemmitstað hér ca 1 km í burtu núna um síðustu helgi. Þessi skemmtistaður er á Stapelton road sem er er alræmd glæpagata hér í borg. Kemst rendar á topp 5 í UK yfir glæpatíðni. Krakkhausar, hórur og glæpalýður á stjái á kvöldin og morð framin mjög reglulega. Maður á víst ekkert að hætta sér þangað þegar skyggja tekur. Við erum samt alveg í nokkuð safe hverfi, enda nokkuð lokuð af. Engir bófar á stjái hér - nema kannski nágranni okkar. Maður ætti kannski að fara að rifja upp gömlu kung foo taktana. Brjóta nokkra múrsteina með enninu og taka karate kid á pakkann.
Sjáum til
11:18
|
|
|
|
|