This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
miðvikudagur, desember 25, 2002
Jóla jóla í London.
Áttum mjög skemmtilegt aðfangadagskvöld í góðum hópi hér heima hjá Hrund og Tolla sem búa í Chiswick hverfinu í London. Borðuðum hamborgarhrygg með Ora grænum baunum og öllu tilheyrandi. Magnús kokkur töfraði fram fullkomna máltíð. Svo voru pakkar teknir upp og allir voru í góðum gír. Fyrsta aðfangadagskvöldið mitt í útlöndum var sem sagt alveg stórfínt.
Í dag erum við svo bara í góðu tjillstuði. Horfðum á myndina Christmas Vacation með Chevy Chase og átum konfekt í morgunmat. Svo fórum við Mæja í góðan labbitúr niður að ánni Thames og tékkuðum á stemmingunni hjá tjöllunum. Þeir voru flestir innandyra að gæða sér á jólabúðing og horfa á drottninguna masa um eitthvað stórmerkilegt. Efast ekki um það. Sáum reyndar nokkra Indverja sem voru að leika sér í krikket úti á götu. Ég tók þá gáfulegu ákvörðun að blanda mér ekkert í þann leik.
Nú er hangikjötið í pottinum og allt að verða tilbúið fyrir átveislu númer tvö. Djöfull hlakka ég til að borða. Nammi namm. Það er til svo mikið af krásum hér í húsinu að ég held við gætum haldið hér til í nokkrar vikur án þess að fara út. Sá áðan pappakassa með ca 10 kílóum af íslensku nammi. Tolli á víst ættingja sem á sjoppu. Djöfull er það fínt!
18:24
|
|
| |
|
|
|