This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
föstudagur, desember 20, 2002
Fór í jólagjafaleiðangur í miðbæinn í dag. Gekk svo sem ágætlega. Finnst samt vanta nokkrar búðir hér. Úrvalið ekki alveg nógu gott. Kannski líður borgin fyrir það að vera nokkuð stutt frá London. Héðan ganga lestir og rútur á 15 mínútna fresti til London og miðinn er ekki svo dýr. Ég er viss um að margir Bristol-búar fari til London fyrir jólin til að versla jólagjafir og kíkja kannski á leikhús eða eitthvað show í leiðinni.
Tókst samt að kaupa eitthvað. Til dæmis keypti ég þessa líka fínu trommukjuða handa sjálfum mér. Nú verða luft-trommurnar teknar með trompi. Hefur vantað það hér í Bristol.
Rakst líka á hits disk með Kiss. Keypti hann og er einmitt með hann í spilaranum núna. Shout it out loud í gangi as we speak. Spurning um að ná í kjuðana.
Mæja er að vinna núna á kvöldvakt hjá City Inn svo að ég hef smá speis í okkar litlu íbúð til að taka nokkra sólóa.
All right Detroit, segir Gene Simmons. You wanted the best, and you´ve got the best. Ekkert að þessu. Vonandi vex maður aldrei upp úr þessum pakka. Frétti áðan að Arnar er með jólapartý á Sóló í kvöld. Þori að veðja að Kiss verði á fóninum fyrr en síðar. Góða skemmtun segi ég nú bara. Verð frekar rólegur í kvöld.
21:05
|
|
| |
|
|
|