This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
laugardagur, mars 06, 2004
Í gær var einn af fyrstu almennilegu vordögunum hér í Guildford.
Sól og blíða, logn og nokkuð hlýtt.
Mikil umferð, eins og alltaf, mengun og miðbærinn stappaður af fólki að versla bækur, föt, skó, CDs, DVDs, listaverk, nammi og húsbúnað. Meðal annars.
Ég fékk að sofa út þennan föstudagsmorgun því þessa vikuna var ég ekki að vinna fyrir Holden Pearmain. Verkefnastaðan hjá þeim í mars var víst ekki nógu góð og fengu allir short-term gaurarnir að róa sl. föstudag (27. feb) - þar á meðal ég. Við vinnufélagarnir náðum þó að fá okkur nokkrar pæntur saman að loknum síðasta vinnudegi (eins og ég minntist á hér í vikunni) og var kveðjustundin því bara nokkuð gleðileg.
Þetta urðu því aðeins um sex vikur hjá Holden Pearmain. En mjög góðar vikur - þvílíkt sem ég lærði mikið á þessum stutta tíma. Excel leikni mín er nú líklega komin á pro-level því Glen félagi minn hjá Holden Pearmain var ekki latur við að sýna mér hvernig taka á forritið til kostanna. Einhvern daginn spurði ég hann hvort hann væri örugglega ekki með PhD í Excel. Hann sagði bara “far from it” á sinn nýsjálenska hátt. Oft sagði hann líka “marvellous” og “fair enough” en það er önnur saga.
Toppmaður frá Wellington
SPSS notaði ég á hverjum degi frá morgni til kvölds og er það tvímælalaust með mínum betri vinum í dag.
Sem sagt - góð praktísk reynsla í faginu.
Sama dag og ég hætti hjá Holden Pearmain, klukkan átta um morguninn, fór ég hins vegar í atvinnuviðtal hjá litlu markaðsrannsóknarfyrirtæki hér í Guildford og gekk svona líka þrusuvel.
Massaði það.
Í þessari viku fór ég svo í smá próf hjá sama fyrirtæki og í gær fór ég út að borða með flestum starfsmönnunum. Í kjölfarið var mér svo boðið fullt starf hjá þessu fyrirtæki.
Rokk og ról.
Ég sagði já takk.
Í gær var svo reyndar hringt í mig frá Holden Pearmain og mér boðið að koma aftur þangað. Ég sagði bara nei takk. Samt gaman að vera alltíeinu orðinn eftirsóttur. Feels good.
Fyrirtækið heitir Arkenford (heimasíðan þeirra er ekki upp á marga fiska og ætla ég því ekkert að vera að linka hana hér) og var stofnað árið 2002. Í dag vinna sjö manns hjá fyrirtækinu en verkefnin eru víst að hlaðast upp og líklega verða starfsmenn orðnir amk tíu undir lok ársins.
Sem sagt spennandi tímar framundan þar.
Sjálfir segja þeir: "Our speciality is in advanced research analysis, complex data management, statistical analysis and data modelling".
Hljómar vel í mínum eyrum.
Meðal viðskiptavina þessa fyrirtækis eru Viacom Outdoor og Maiden Outdoor (sem selja allt auglýsingapláss á stætisvögnum, í Underground-inu í London og í lestarkerfinu í UK), VisitBritain (sem sér um að koma Bretlandi á framfæri innanlands), og samtök tölvuleikjaframleiðenda (Microsoft, Nintendo, Sony, Electronic Arts, Activision og Ubisoft). Viðskiptavinirnir eru víst fleiri og fer fjölgandi. Þess vegna þurfa þeir á öflugum tölfræðigúbba eins og mér að halda. Einnig er stefnt að því koma fyrirtækinu á framfæri innan auglýsingarannsókna og þar mun sú þekking sem ég aflaði mér í tengslum við lokaritgerðina í MSc náminu nýtast vel. (Fyrir þá sem ekki vita ( = allir) þá nefndi ég lokaritgerðina “Modelling the Effects of Marketing Activities on Sales”).
Ég vissi að þetta væri magnað stuff.
Í starfslýsingunni segir m.a.:
“Day-to-day responsibilities will be based upon involvement in market modelling projects and research surveys that require analytical techniques such as market segmentation, regression analysis, sample error analysis etc.
The job will require handling of various data sets, often through the creation or management of databases, the use of statistical software and occasionally computer programming.
The role will necessarily require input into research design, questionnaire development, data analysis and interpretation of results, and may well involve the development of good working relationships with clients”.
Svo er mikið talað um þjálfun og starfsþróun og fleiri jákvæða hluti.
Þeir bjóða ágætis laun og bónusa, pension scheme og alls kyns tryggingar (ef ég veikist eða dett niður dauður á meðan ég er að vinna (sem gæti vel komið fyrir ef ég þyrfti t.d. að blanda saman mjög unstable statistical distributions! Búmm!)).
Fyrst þarf ég hins vegar að sanna ágæti mitt á fyrstu þremur mánuðunum. Ég get því ekkert slappað af þótt þótt ég sé kominn með fótinn inn fyrir dyrnar og vel það.
Byrja á þriðjudaginn.
Good luck.
Svo spillir það ekki fyrir að ég er aðeins um tuttugu mínútur að rölta í vinnuna frá campus.
Þegar ég vann hjá Holden Pearmain eyddi ég ca kr 15.000 á mánuði í lestarmiða og rúmum tveimur tímum á dag í að ferðast á milli Guildford og Weybridge.
Þetta er því allt saman alveg heilmikil snilld.
Í tilefni af nýja jobbinu splæsti ég á mig stórmerkilegum tvöföldum diski sem heitir “Changing Faces, The Very Best of Rod Stewart & The Faces. The Definitive Collection 1969 - 1974”.
Þar er að finna smelli eins og Maggie May, Stay With Me, Handbags & Gladrags, Every Picture Tells a Story, You Wear it Well, (I Know) I´m Losing You, og Reason to Belive.
Lagið Stay With Me er ansi hress rokkari eftir þá Ron Wood og Rod Stewart og endurspeglar textinn líklega hegðun þeirra á tímabilinu 1969 - 1974 og jafnvel eitthvað seinna. Hljómar ca svona:
Stay With Me
In the morning
Don't say you love me
'Cause I'll only kick you out of the door
I know your name is Rita
'Cause your perfum smelling sweeter
Since when I saw you down on the floor
Won't need to much pursuading
I don't mean to sound degrading
But with a face like that
You got nothing to laugh about
Red lips hair and fingernails
I hear your a mean old jezabel
Lets go up stairs and read my tarot cards
Stay with me
Stay with me
For tonight you better stay with me
Stay with me
Stay with me
For tonight you better stay with me
So in the morning
Please don't say you love me
'Cause you know I'll only kick you out the door
Yea I'll pay your cab fare home
You can even use my best colonge
Just don't be here in the morning when I wake up
Stay with me
Stay with me
'Cause tonight you better stay with me
Sit down, get up, get down
Stay with me
Stay with me
'Cause tonight your going stay with me
Hey, whats your name again
Oh no, get down, wooo
17:35
|
|
|
|
|